Húnavaka - 01.05.1992, Page 211
HUNAVAKA
209
lengst dvaldi með foreldrum sínum og Torfhildur var þeirra yngst.
Þær systur eru allar látnar. Foreldrar hennar fluttu að Refsstöðum
á Laxárdal, þá að Austurhlíð í Blöndudal og síðast bjuggu þau á
Eiríksstöðum í Svartárdal.
Þau hjón ólu upp eina fósturdóttur, Helgu Valdemarsdóttur frá
þriggja ára aldri til fermingar.
A uppvaxtarárum sínum nam hún hjá
heimiliskennara, er fenginn var til
kennslu á hverjum vetri. A árunum 1913-
1914 dvaldi hún á Sauðárkróki og lærði
þar saumaskap og fleiri hagnýt fræði. Ari
síðar var hún við nám í Kvennaskólanum
á Akureyri. Arið 1916 gekk hún að eiga
Sigurgeir Björnsson, Eysteinssonar frá
Orrastöðum og hófu þau búskap þá um
vorið.
Oft var margt í heimili á þessum árum
á Orrastöðum, oftast milli tíu og tuttugu
manns og gestagangur mikill, einkum á
vetrum er sleðaferðir tíðkuðust framan úr dölum út að Blönduósi.
Fáir dagar liðu svo, að eigi kæmu einn eða fleiri gestir og voru þá
oft um nætursakir. Var heimili þeirra jafnan þekkt fyrir gestrisni og
rausnarskap.
Þau hjón eignuðust fjóra syni en þeir eru: Þorbjörn, prófessor við
Háskóla íslands kvæntur Þórdísi Þorvarðardóttur, en hann er lát-
inn fyrir nokkrum árum. Þormóður, bóndi, búsettur á Blönduósi
kvæntur Magdalenu Sæmundsen, Þorgeir, verkamaður í Hvera-
gerði, en fyrri kona hans var Anna Sigurjónsdóttir og seinni kona
Sólveig Björnsdóttir og Þorsteinn Frímann, bifreiðastjóri í Reykja-
vík, en kona hans er Stefanía Guðmundsdóttir. Mann sinn, Sigur-
geir, missti hún árið 1936. Eftir lát hans dvaldi Torfhildur um
tveggja ára skeið áfram á Orrastöðum. Síðar gerðist hún ráðskona
hjá Eysteini mági sínum á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal.
Þann 4. maí árið 1939 giftist hún Jónasi Vermundssyni, er var
starfsmaður Vegagerðar ríkisins á Blönduósi og hófu þau búskap
sinn að Aralæk í Þingi, en fluttu síðar til Blönduóss árið 1942.
Bjuggu þau að Pálmalundi á Blönduósi. Var heimili hennar þar allt
til dauðadags. Eignuðust þau einn son, Sigurgeir Þór, bifreiða-
14