Húnavaka - 01.05.1992, Page 213
HÚNAVAKA
211
þeirra að Þröm í Blöndudal og síðar að Eldjárnsstöðum í sömu sveit.
Þar kynntist hún manni sínum Ingvari Pálssyni, er var Húnvetn-
ingur að ætt og uppruna og gengu þau í hjónaband. Hófu þau bú-
skap á Eldjárnsstöðum í skjóli foreldra Signýjar árið 1920 en þar
bjuggu þau til vorsins 1926 er þau fluttu að Smyrlabergi í Torfa-
lækjarhreppi. Bjuggu þau þar um eins árs skeið, en fluttu á fardög-
um árið eftir að Balaskarði á Laxárdal,
þar sem hún bjó til dauðadags. Með
þeim hjónum fluttist að Balaskarði Bene-
dikt faðir Signýjar, er lést þar í hárri elli.
Signý var félagslynd og starfaði um langt
skeið í Kvenfélagi Höskuldsstaðasóknar.
Þau hjón eignuðust jörð sína eftir
nokkurra ára ábúð og tóku þegar að
byggja upp á jörðinni. Ibúðarhúsið, sem
þar er, byggðu þau árið 1944 og síðar
brutu þau stórt land til ræktunar. Ingvar
maður Signýjar hafði úr fátækt brotist til
náms í Hvítárbakkaskóla. Var hann
greindur maður og vaskur til vinnu, rit-
fær vel og skáldmæltur nokkuð.
Eignuðust þau hjón fjögur börn en þau eru: Ástmar, bifreiða-
stjóri á Skagaströnd en hann lést árið 1977. Kona hans var Jóhanna
Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum, en hún lést árið 1990. Björg
húsmóðir í Keflavík, en maður hennar er Guðmundur Þorvalds-
son, sjómaður ættaður úr Dýrafírði vestra. Elsa og Geirlaug tvíbur-
ar, en þær búa ásamt dóttur Geirlaugar, Signýju Gunnlaugsdóttur,
á Balaskarði. Auk þess ólu þau hjón upp einn fósturson, Ingvar
Björnsson, frá átta ára aldri en hann var systursonur Ingvars á Bala-
skarði. Var hann kennari í sveitum Húnaþings um skeið og síðar á
Akranesi. Hann er látinn fyrir mörgum árum. Mann sinn missti
Signý árið 1968.
Með Signýju á Balaskarði er gengin til feðra sinna mikilhæf hús-
móðir. Ævistarfið var helgað heimili hennar og fjölskyldu. Hún var
bókhneigð og fróð. Heimilið einkenndist af rausn og gestrisni. Nutu
fjölmargir gangnamenn gestrisni þar að hausti, svo og aðrir gestir.
Utför hennar var gerð frá Höskuldsstaðakirkju 18. janúar.
Arni Sigurðsson.