Húnavaka - 01.05.1992, Page 214
212
HUNAVAKA
Páll Árnason,
Vestmannaeyjum
Fœddur5. ágúst 1906 - Dáinn 12. janúar 1991
Móðurbróðir minn, Páll Árnason, lést í Vestmannaeyjum. Hann
var yngstur fimm barna hjónanna, Hildar Sveinsdóttur og Arna
Þorkelssonar, sem um langt árabil bjuggu á Geitaskarði með höfð-
ingsbrag og reisn og þar fæddist Páll.
Þegar ég sem barn dvaldist í skjóli þessa frændfólks míns var
hann sú fyrirmynd sem til var horft með
aðdáun og löngun til að líkjast. Hann
hljóp hraðar, stökk hærra og lengra en
aðrir. Og það var eins og vasahnífurinn
hans væri töfrasproti. Undan egg hans
spruttu fram furðuhlutir, eins og dýr og
fuglar, úr ýsubeini og spýtukubbum.
Hann gat líka gert vísur og hann var sí-
syngjandi með sinni mjúku, fallegu
rödd.
Það var svo margt í fari þessa frænda
míns sem vakti mér aðdáun og lét mig
skynja hve eðlisgerð hans var ^ölþætt og
listræn. Hann var mín bernsku og æsku
fýrirmynd. Aukinn þroski og reynsla staðfestu að hann var drengur
góður með ríka listhneigð, en slík hneigð á venjulega ekki samleið
með krefjandi amstri daganna.
Páll yfirgaf æskustöðvarnar, Langadalinn, 1951 og flutti þá til
Vestmannaeyja ásamt konu sinni, Guðrúnu Aradóttur Erlendsson-
ar, bónda og smiðs á Móbergi, og sonum þeirra þremur, þeim Ara,
Árna og Hildari. Síðar tóku þau að sér og ólu upp stúlku, Guðrúnu
Einarsdóttur, er þau tóku miklu ástfóstri við.
Fyrir búferlaflutninginn höfðu þau hjón búið á annan tug ára f
Glaumbæ við vinsældir og virðingu. Sinnti Páll á þessu tímabili
margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Komin til Eyja hófu
þau búskap í Þórlaugargerði vestra. Þar þurfti að taka til hendi til
ýmissa hluta. Tún var lítið og aðstaða til ræktunar óhæg. Bæði