Húnavaka - 01.05.1992, Page 216
214
HÚNAVAKA
Guðmundur Jóhannesson,
Svínavatni
Fœddur 22. október 1900 - Dáinn 25. janúar 1991
Guðmundur Jóhannesson fæddist að Svínavatni, sonur hjónanna
Jóhannesar Helgasonar og Ingibjargar Olafsdóttur, sem þar
bjuggu. Guðmundur var fjórða barn foreldra sinna. Eldri honum
voru Jóhanna, Elín og Helga, en á eftir komu Steingrímur, Stein-
vör og Olafía, auk Friðriks, sem dó ungur.
Að loknu barnaskólanámi heima fyrir fór Guðmundur í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. Eftir það var hann
við störf heima og heiman. A þriðja ára-
tugnum vann hann um tíma í
Hemmertsverslun á Blönduósi. Síðar fór
hann til höfuðborgarinnar og mun hafa
dvalist þar a.m.k. tvívegis á árunum 1935-
45. Vann hann þar ýmis störf, m.a. við að
sníða á leðursaumastofu, við innheimtu,
fjármál og póstburð.
Flest æviárin var hann þó heima á
Svínavatni ásamt þremur systkinum sín-
um: Jóhönnu, Elínu og Steingrími.
Af systkinahópnum eru nú aðeins tvö
eftir: Helga, sem er 93 ára og býr á Vist-
heimilinu Seljahlíð í Reykjavík og Steingrímur, 89 ára, hefur dvalið
á ellideild Héraðssjúkrahússins á Blönduósi frá nóvember 1991.
Þar sem áður var erilsamt og einatt margt um manninn, er nú
mannlaust og hljótt. Margir komu við á Svínavatni af ýmsu tilefni.
Þar var boðið upp á kirkjukaffi eftir messur. Símstöðin var þar til
húsa meðan handvirki síminn var notaður. Bókasafn Lestrarfélags
Svínavatnshrepps var á kirkjuloftinu. Börn dvöldu í sveit sumar-
langt og nokkur systrabörn ólust þar upp að einhverju eða öllu
leyti. Svo var um Onnu Guðnadóttur, Jóhönnu og Jóhannes og
Guðmund Péturssyni, syni Steinvarar.
A Svínavatni varð verkaskipting með þeim systkinum efdr upp-
lagi og áhugamálum. Guðmundur tók þátt í búskapnum, en var þó
meiri áhugamaður um bækur og blöð, grúsk og ættfræði. Eftir