Húnavaka - 01.05.1992, Side 219
HUNAVAKA
217
bræðra. Jón Jóhann og Guðvin Óskar eru látnir, en Alfreð Ingiberg
er langlegusjúklingur á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum.
Fyrstu æviárin bjó Björn á Sauðárkróki. Sjö ára gamall missti
hann föður sinn og eftir það var hann að mestu leyti hjá Jóhönnu,
móðurömmu sinni, en stundum hjá móður sinni, sem var í vist hér
og þar.
Arið 1919 giftist móðir hans Sæmundi
Jóhannssyni og eignuðust þau 4 börn,
sem eru: Svanhildur, búsett á Akureyri,
Ingibjörg og Eiríkur í Reykjavík og Sigur-
jón, sem lést í bílslysi í Hrútafirði 1990,
en hann var frá 5 ára aldri alinn upp hjá
Sigþrúði og Birni, hálfbróður sínum.
A unglingsárum var Björn á ýmsum
bæjum og vann íyrir sér. Var hann m.a. á
Krithóli, í Alftagerði en lengst á Ög-
mundarstöðum. Þar var hann látinn
vinna við vatnsburð, sem krepptar hend-
ur hans báru upp frá því vitni um.
Sautján ára gamall kom Björn í Valadal á Skörðum og mun þá í
fyrsta sinn hafa lifað það að standa saddur upp frá borði. Þar fann
Björn konu sína Sigþrúði Friðriksdóttur. Þau giftu sig 1927 og
fluttu þá í Valabjörg og byggðu þar upp.
Eftir 14 ára búskap fluttu Björn og Sigþrúður með fjölskylduna yfir
í Svartárdalinn, fyrst að Brún, og 1945 að Gili. Guðríður Pétursdóttir,
móðir Sigþrúðar, bjó hjá þeim hjónum alla tíð, þar til hún lést 1955.
Björn og Sigþrúður eignuðust tvö börn, sem eru Friðrik á Gili,
kvæntur Erlu Hafsteinsdóttur frá Gunnsteinsstöðum og Jóhanna á
Blönduósi, gift Sigfúsi Guðmundssyni frá Eiríksstöðum.
Björn Jónsson var hýr og félagslyndur maður og tók þátt í mann-
lífinu og störfum þess af lífi og sál. Hann hafði gaman af tilbreyt-
ingu, las mikið og söng í kirkjukór og karlakórum, fyrst í Skagafírði
og síðan í Bólstaðarhlíðarhreppi.
Björn hirti skepnur sínar vel og átti góða hesta. Hann var einn
stofnenda Hestamannafélagsins Óðins og áhugasamur um starf-
semi þess. Jafnan var mannmargt á heimili þeirra hjóna. Gest-
kvæmt var þar alla tíð og mörg börn voru í sveit hjá þeim og nutu
góðsemi og hlýjunnar, sem þar var að finna.