Húnavaka - 01.05.1992, Page 223
HUNAVAKA
221
þar og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur, en þau voru bæði ættuð
úr Blöndudal. Eru þau systkinin nú öll látin. Árið 1906 flutti hún
ásamt foreldrum sínum að Björgum á Skaga, þar sem hún ólst upp
til fullorðinsára. Arið 1922 fór hún til Akureyrar og starfaði hjá Ull-
arverksmiðjunni Gefjuni um tveggja ára
skeið. Þar kynntist hún manni sínum,
Páli Júlíusi Sigurðssyni frá Hjalla í
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, en þau
gengu í hjónaband þann 14. júlí 1923.
Arið 1925, þá um vorið, fluttu þau bú-
ferlum að Björgum á Skaga og bjuggu
þar um eins árs skeið. Ari síðar færðu
þau sig um set og fluttu að Oseyri á
Skagaströnd og voru þar í tvö ár. Aftur
fluttu þau að Björgum og bjuggu þar til
ársins 1939, en þá fóru þau að Króksseli
og þar dvaldi hún allt til ársins 1977.
Eignuðust þau hjón þrjú börn en þau
eru: Olafur bóndi á Björgum, Sigurður, starfsmaður Kaupfélags
Húnvetninga á Blönduósi, kvæntur Oldu Friðgeirsdóttur frá Sviðn-
ingi og Sigríður Guðný, verslunarstúlka hjá Kaupfélagi Húnvetn-
inga, en maður hennar var Kristinn Andrésson, bifreiðastjóri sem
er látinn.
Mann sinn missti Ingibjörg árið 1953, en eftir lát hans bjó hún fé-
lagsbúi með syni sínum Ólafi allt til ársins 1977 er þau fluttu að
Björgum. Þar dvaldi hún allt þar til heilsa og kraftar voru á þrotum,
en þá fór hún á Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi, árið 1988, þar sem
hún lést 88 ára að aldri.
Með Ingibjörgu Olafsdóttur er horfin sjónum vorum gegn og
góð kona er helgaði krafta sína heimili sínu. Hún vann störf sveita-
konunnar, sem eru unnin í kyrrþey og eigi höfð, sem skyldi, í há-
vegum með þjóð vorri.
Utför hennar var gerð frá Hofskirkju á Skagaströnd 16. mars.
Arni Sigurðsson.