Húnavaka - 01.05.1992, Page 224
222
HUNAVAKA
Elísabet G. Kristjánsdóttir,
Skagaströnd
Fcedd 30. september 1925 -Dáin 21. mars 1991
Elísabet G. Kristjánsdóttir fæddist á Blönduósi, en foreldrar
hennar voru Unnur Björnsdóttir og Kristján Sigurðsson í Hvammi
á Laxárdal. Þar ólst Elísabet upp ásamt Birni bróður sínum. Árið
1939 flutti fjölskyldan til Skagastrandar, fyrst í Háagerði og 5 árum
síðar í Þórshamar. A yngri árum gekk
Elísabet til þeirra starfa, sem völ var á og
vann bæði við fiskvinnslu og í sláturhúsi.
Hún stundaði nám við Kvennaskólann á
Blönduósi og sýndi í hvívetna samvisku-
semi og iðni. Arið 1952 gekk hún að eiga
Gunnar Helgason, vörubílstjóra, sem var
fæddur á Háreksstöðum í Norðurárdal,
en flutti til Skagastrandar 12 ára gamall.
Elsa og Gunnar bjuggu allan sinn bú-
skap á Skagaströnd. Þau eignuðust 3
börn, tvö þeirra eru búsett á Skaga-
strönd: Kristján Helgi, kvæntur Öldu
Ragnheiði Sigurjónsdóttur og Eygló
Kristín, gift Guðmundi Olafssyni. Dóttirin, Unnur Ingibjörg, býr í
Reykjavík og maður hennar er Vilmar Þór Kristinsson.
Elsa var samviskusöm og umhyggjusöm kona. Hún annaðist
heimili sitt og börnin af natni og var hjá börnunum í æsku þeirra,
en eftir að þau uxu úr grasi, fór hún aftur á vinnumarkaðinn, til
frystihússvinnunnar. Þar sýndi hún sömu umhyggju í öllum störf-
um sínum, því hún hafði áhuga á því sem hún tók sér fýrir hendur.
Þar sem henni var falin ábyrgð, gekk hún að verki, sem væri það
hennar eigið. Hún var hluti af heild, verkamaður og samstarfsmað-
ur, sem með lífi og starfí kenndi samferðafólki sínu og fjölskyldu
sinni hvernig lifa ber til að manni sjálfum og öðrum vegni vel.
Þannig var Elsa einn af mikilvægum hornsteinum samfélagsins og
mannlífsins.
Síðustu 2-3 árin var Ijóst, að Elsa barðist við erfiðan sjúkdóm.
Hún hætti störfum í frystihúsinu og fór þess í stað að föndra og