Húnavaka - 01.05.1992, Page 227
HUNAVAKA
225
skap og annarri handavinnu. Móðir hennar lést árið 1929, en eftir
lát hennar flutti Jónas faðir hennar til Blönduóss, þar sem hann
lést í hárri elli. Dvaldi hún eftir sem áður heima í Litladal og vann
þar heimilinu. Arið 1936 lést Olafur bróðir hennar, bóndi í Litla-
dal, á besta aldri. Eftirlifandi eiginkona hans Hallfríður Björnsdótt-
ir seldi þá búið og flutti af jörðinni. Arið 1937 réðist Sigurbjörg,
sem ráðskona að Stóru-Giljá, til bræðranna Sigurðar ogjóhannes-
ar Erlendssona. Sigurbjörg annaðist alla búsýslu á Stóru-Giljá af
miklum dugnaði. Hún var gædd góðum hæfileikum, var vel
greind, afkastamikil við vinnu og fjölhæf á því sviði.
Arið 1972 flutti Sigurbjörg til Reykjavíkur og bjó um nokkurt
skeið með systrum sínum Astu og Guðrúnu er þar bjuggu.
A miðju ári 1976 flutti hún norður í átthagana að nýju og dvaldi
eftir það á Ellideild Héraðssjúkrahússins til dauðadags, en hún lést
þar 95 ára að aldri.
Með Sigurbjörgu frá Litladal er horfin til feðra sinna, merk kona
og góð.
„Sigurbjörg var ákaflega trygglynd kona og hreinskiptin. Hún var
stórbrotin í lund og tók jafnan svari þeirra, sem henni fannst hall-
að á og voru minnimáttar. Ekki var hún auðug á veraldarvísu, en
hafói þ\á meira að gefa af hlýhug og mildi“, eins og bróðurdóttir
hennar komst að orði \ið lát hennar.
Utför hennar fór fram frá Blönduósskirkju 4. maí.
Arni Sigurðsson.
Ingimar Sigvaldason,
Hróarsstöðum
Fæddur 16. nóvember 1906 -Dáinn 4. maí 1991
Ingimar Sigvaldason var fæddur á Höskuldsstöðum á Skaga-
strönd. Foreldrar hans voru Sigvaldi Björnsson og kona hans Guð-
rún Sveinsdóttir, er ættuð var úr Vestur-Húnavatnssýslu, en þau
voru í húsmennsku á Höskuldsstöðum, er Ingimar fæddist. Ingi-
mar ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt fimm systkinum, sem öll
15
L