Húnavaka - 01.05.1992, Page 228
226
HÚNAVAKA
eru látin nema Sigurður, er yngstur var þeirra bræðra. Hann dvel-
ur nú á Ellideild Héraðssjúkrahússins á Blönduósi.
Arið 1914, er Ingimar var átta ára gamall, missti hann móður
sína. Var heimilið þá leyst upp, eins og títt var, er svo hagaði til.
Fóru þá sum börnin til ættingja, en önn-
ur til vandalausra. Var Ingimari komið
að Harrastöðum til Einars Guðjónsson-
ar, bónda þar og konu hans Ingibjargar
Tómasdóttur. Þar ólst hann upp fram
yfír fermingaraldur og taldi sig hafa átt
þar góða æsku. Eftir það varð hann að sjá
fyrir sér sjálfur. Réðist hann í vinnu-
mennsku næstu árin á bæjum í Skaga-
hreppi, m.a. á Bakka og Brandaskarði.
Rúmlega tvítugur að aldri hélt hann til
sjóróðra á Suðurnesjum og var í veri í
Hafnarfirði um skeið. Einnig réri hann
hjá Guðjóni, útvegsbónda í Hliði í
Grindavík, samfleytt sex vertíðir. A sumrum dvaldi hann heima og
réri frá Skagaströnd og Kálfshamarsvík. Arið 1938 hóf hann búskap
á Króki á móti Sveinbirni bróður sínum og bjó þar allt til ársins
1944. Um líkt leyti gekk hann að eiga Auði Sigurðardóttur frá
Króki. Bjuggu þau í Króki til ársins 1957, er þau fluttu að Hróars-
stöðum, þar sem hann bjó allt til dauðadags. Samhliða búskapnum
stundaði Ingimar jafnan sjósókn frá Hróarsstöðum, en þar var upp-
sátur á Naustavöllum, er var forn verstöð.
Þau hjón eignuðust sjö börn og eru þau öll á lífi, en þau eru: Sig-
urður og Sigvaldi er báðir búa á Hróarsstöðum, Svava, hjúkrunar-
fræðingur, búsett í Mosfellsbæ, Valgerður Margrét, búsett í Reykja-
vík, Guðjón Rúnar, bóndi á Hofi á Skagaströnd og Aðalsteinn og
Gunnar, er reka bifreiðaverkstæði á Efra-Vatnshorni í V-Hún. Einn
son eignaðist Ingimar, áður en hann kvæntist, Valdemar Eyberg, er
bjó um skeið á Miðsitju í Skagafirði og var síðar búsettur í Hafnar-
firði, en hann er látinn.
Árið 1981 brugðu þau hjón búi, er synir þeirra tóku við. Ingimar
lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 84 ára að aldri.
Með Ingimari á Hróarsstöðum er genginn til feðra sinna góður
og gegn þegn þessa héraðs. Hann var bóndi og sjómaður í senn en