Húnavaka - 01.05.1992, Page 231
HÚNAVAKA
229
ir, en hún var ættuð af Snæfellsnesi. Júlíus ólst upp í foreldrahús-
um í hópi fimm systkina, sem öll eru látin. Ungur að árum tók
hann að vinna að búi foreldra sinna, eins og títt var á þeim árum
og vann þeim svo lengi sem þau voru við
búskap. En er þau brugðu búi og Magn-
ús bróðir hans tók við búsforráðum í
Brekku, tók Júlíus sig upp og flutti suður
í Lundareykjadal í Borgarfjarðarsýslu og
bjó í Arnþórsholti um tveggja ára skeið.
Að þeim árum liðnum, sótti hann aftur
heim í átthagana og vann að búi Magn-
úsar bróður síns að Brekku næstu árin.
Þann 27. júlí 1924, gekk hann að eiga
Guðrúnu Sigvaldadóttur, frá Stóru-Avík í
Arneshreppi á Ströndum. Um það leyti
hafði Júlíus fest kaup í hluta af Litlu-
Giljá, þar sem þau hófu búskap, en voru
það ár til húsa á Stóru-Giljá. Arið 1926 fluttu þau búferlum að
Hurðarbaki og bjuggu þar um fjögurra ára skeið, uns þau árið
1930 keyptu Mosfell í Svínadal og bjuggu þar óslitið um hálfrar ald-
ar skeið eða til ársins 1980 er heilsa og kraftar voru á þrotum. Fóru
þau þá á Ellideild Héraðssjúkrahússins á Blönduósi en þar lést
Guðrún.
Þeim hjónum varð eigi barna auðið, en tóku kjörbörn og fóstur-
börn. Þau eru: Sólveig búsett á Sauðárkróki gift Þórði Þórarinssyni
frá Ríp í Hegranesi, Anton bóndi á Þorkelshóli í Víðidal, kvæntur
Jóhönnu Eggertsdóttur og Bryndís húsmóðir á Mosfelli, en maður
hennar er Einar Höskuldsson frá Vatnshorni í Skorradal í Borgar-
firði. Meðal þeirra barna sem ólust upp hjá þeim hjónum að mestu
leyti var Gunnar Ævar Jónsson, sjómaður á Akureyri, en hann er
kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur.
Með Júlíusi á Mosfelli er genginn á vit feðra sinna minnisstæður
persónuleiki og gegn samferðamaður. Hann var maður framvind-
unnar og framfara. Mikill dugnaður, léttleiki og bjartsýni voru
sterkir eðlisþættir í fari hans. Hann var ræktunarmaður mikill, eins
og jörð hans ber vitni um. Þegar á fyrstu búskaparárum sínum á
Mosfelli hófst hann handa um stórfellda ræktun og byggingu íbúð-
arhúss jafnt og útihúsa. Höfðu þau hjón tekið við niðurníddu kot-