Húnavaka - 01.05.1992, Blaðsíða 233
HUNAVAKA
231
hans átti þrjú börn með Lilju, fyrri konu sinni, en þau hétu Anna,
Jón og Rannveig. Ingibjörg, móðir Jakobs, átti áður einn son, sem
var Pétur Pétursson bóndi á Höllustöðum.
Jakob Sigurðsson var bóndi í húð og hár. Líf hans var í sveitinni,
í gróandanum, með mönnum og skepn-
um. Þá leið honum vel og hann lagði sig
allan fram um að hlúa að því lífi, sem
honum var falið. A yngri árum var hann
tvö sumur við fjárvörslu við Blöndu á
vegum sauðfjárveikivarna, en annars
hélt hann sig að mestu í dalnum sínum.
Arið 1959 leigði hann jörðina Hól, sem
hann svo keypti 5 árum síðar. Þar bjó
hann með sauðfé og hesta, en var alla tíð
í heimili hjá Stefáni og Ragnheiði á
Steiná.
Allt sem Jakob gerði var vel gert. Hann
var snyrtimenni og einstakur skepnu-
hirðir. Hann hafði sérstakt dálæti á hestum sínum og naut þess að
vera með þeim úti í náttúrunni, hvort sem var í göngum eða öðru
samhengi.
Jakob eða Daddi, eins og hann var að jafnaði kallaður, átti ekki
konu eða börn, en hann átti samt stóra fjölskyldu, þar sem ríkti
innbyrðis kærleikur og virðing. Hann var tilfinninganæmur og vissi
vel hvernig öðrum leið sem hann umgekkst. Hann lagði sig fram
um að hlúa sem best að öllum, en eigin tilfinningar fór hann dult
með. Jafnaðargeð Dadda og kærleiksríkt fas stafaði frá sér gleði og
friði. Samverustundir með honum voru dýrmætar stundir.
Einkum voru það börn Stefáns og Ragnheiðar og síðar fjölskyld-
ur þeirra, sem urðu nánir vinir Dadda. Sigurbjörg giftist Sigurði
Pálssyni og flutti suður, en börn hennar fengu að koma í sveitina,
þau UnaAldís, Guðrún Margrétog Stefán Þórarinn. Jóna Annabjó
á Steiná 2 ásamt Olafi Jónssyni, manni sínum, og ól þar upp börn-
in fjögur: Ragnheiði, Stefán, Eydísi og Oskar, sem býr þar nú ásamt
Herdísi, konu sinni og þremur börnum þeirra. Þá er ótalin fjöl-
skylda Sigurjóns á Steiná 3 en þau Katrín Grímsdóttir og synir
þeirra, Grímur og Jakob stóðu Jakobi næst, auk Stefáns og Ragn-
heiðar.