Húnavaka - 01.05.1992, Page 237
HÚNAVAKA
235
með eftirlifandi konu sinni Soffíu Stefánsdóttur og bjuggu þau
lengst af á Bala.
Eignuðust þau sex börn en þau eru: Stefán Reynir, verkamaður bú-
settur á Blönduósi, Millýjóna, húsmóðir búsett í N-Karólínu í Banda-
ríkjunum, maður hennar var William Coward, en hann er látinn,
Gréta, starfar hjá Pósti og síma á Blöndu-
ósi, en maður hennar er Njáll Þórðarson,
starfsmaður Búnaðarsambands A-Hún.,
Ari, skáld, er lést fyrir aldur fram fyrir
mörgum árum, Guðmundur Sverrir,
starfsmaður hjá Landsvirkjun, en hann er
búsettur í Reykjavík og kvæntur Karlý
Zophoníasdóttur og Brynja Sigrún, búsett
á Sauðárkróki, en maður hennar er Einar
Helgason, rafvirkjameistari.
Jósef vann alla algenga verkamanna-
vinnu, einnig hafði hann lengst af
nokkurn búskap og annaðist hann fé sitt
af mikilli kostgæfni og natni. Hann var
greindur vel og hafði fastmótaðar skoðanir í hverju máli. Jósef var
maður félagslegra umbóta í sem víðustum skilningi. Hann var í
flokki þeirra manna og kvenna er vildu bæta þjóðfélagið og styðja
þá sem lægst voru settir í þjóðfélaginu. Hann lést á Héraðssjúkra-
húsinu á Blönduósi nær 87 ára að aldri.
Jósef var ljóðelskur og hagmæltur nokkuð. Með honum er horfinn
sjónum vorum minnisstæður persónuleiki og góður samborgari.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 6. júlí.
Arni Sigurdsson.
Ásbjörn Þór Jóhannesson,
Auðkúlu 1
Fæddur 24. júní 1942 - Dáinn 30. júní 1991
Ásbjörn var fæddur að Efri-Fitjum í Fitjárdal, sonur hjónanna Jó-
hannesar Arnasonar frá Fitjum og Kristínar Asmundsdóttur, sem
ættuð var sunnan úr Mosfellssveit.