Húnavaka - 01.05.1992, Side 247
HÚNAVAKA
245
Eiríksdóttur frá Neðra-Apavatni í Grímsnesi, og tóku þau hjónin
þá við búskapnum á Sveinsstöðum. Hallbera lést fyrir aldur fram,
aðeins 52 ára, árið 1971. Olafur og Hallbera eignuðust 6 börn, sem
eru Marsibil Gyða, búsett í Hafnarfirði, gift Grétari Vésteinssyni.
Magnús á Sveinsstöðum, kvæntur Björgu Þorgilsdóttur. Asrún
Guðbjörg á Blönduósi, gift Gunnari Richardssyni. Þórdís búsett í
Hafnarfirði, gift Oddi Vilhjálmssyni. Jónsína á Akranesi, gift Elís
Þór Sigurðssyni. Eiríkur í Borgarnesi, kvæntur Júlíönu Jónsdóttur.
Ólafur Magnússon var góður bóndi, heimilisfaðir og afi. En hann
var miklu meira. Ahugamál hans voru mörg og þátttaka hans í fé-
lags- og atvinnumálum einstök. Fáum hefur verið falin ábyrgð í
stjórnum og nefndum á jafn mörgum sviðum og Ólafi. Rólegt og
hógvært viðmót hans skapaði honum einstakt traust. Hann bjó yfir
bæði ábyrgðarkennd og áhuga, svo hann skoraðist ekki undan,
heldur leit á hlutverkin sem skyldustörf.
Landbúnaðarmálin, menntamálin og kirkjan nutu hæfileika og
umhyggju Ólafs á ótal sviðum, auk þess sem samfélagið allt á
heimaslóðum átti óeigingjarnan áhuga hans.
Ólafur sat í hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps í 20 ár. Hreppstjóri
var hann frá 1942-1985. Hann var í stjórn Sölufélags Austur-Hún-
vetninga árin 1956-1972 og stjórnarformaður Kaupfélags Húnvetn-
inga 1972-1981. Ólafur átti sæti í fulltrúaráði Samvinnutrygginga.
Hann var í stjórn Veiðifélags Vatnsdalsár 1943 - 1987 og formaður
síðustu 9 árin. I nokkur ár var hann í stjórn Hólalax. Hann vann að
endurreisn Hótel Blönduóss á sínum tíma og sat í stjórn hótelsins
um árabil, auk þess sem hann tók þátt í að efla ferðamál í hérað-
inu. I áratugi var Ólafur sóknarnefndarmaður Þingeyrasóknar og
formaður síðustu 15 árin. Auk þessa mætti nefna fjölmörg önnur
hlutverk hans, svo sem stjórnunarstörf í Búnaðarfélagi Sveinsstaða-
hrepps, sýslunefndarstörf, endurskoðun og reikningshald fyrir
ýmsa málaflokka.
Þótt Ólafi væri oft falin formennska, vann hann ekki sem yfirboð-
ari. Hann var fyrst og fremst samstarfsmaður. Það var gott að leita
til Ólafs með ágreiningsmál, því hann var sáttamaður. Það var
einnig gott að leita álits hjá honum, því hann var glöggur og vitur.
Stundum þótti kappsmönnum hann einum of rólegur, en Ólafur
þokaði málunum með sinni aðferð og stóð ávallt undir því trausti,
sem honum var sýnt. Ólafur hélt ekki oft ræður, en þegar til þess