Húnavaka - 01.05.1992, Page 250
248
HUNAVAKA
Engihlíðarhreppi og Sigurður og Þorbjörn eru á Blönduósi.
Þann 28. október 1951 giftist Baldur eftirlifandi konu sinni Krist-
ínu Bjarnadóttur. Þau bjuggu allan sinn búskap á Blönduósi og
eignuðust 4 börn: Hulda er gift Sigur-
geiri Sverrissyni, og eru þau búsett á Isa-
firði. Sigurður er búsettur á Þórshöfn.
Kona hans er Jóhanna Helgadóttir. Ingi-
björg Bjarney býr í Hveragerði. Maður
hennar er Helgi Jóhannesson. Yngsti
sonurinn, Reynir, býr í Reykjavík.
Baldur Sigurðsson var iðjusamur mað-
ur. A yngri árum starfaði hann m.a. við
vegavinnu. Síðar gerðist hann mjólkur-
bílstjóri, og þegar Sölufélagið tók sjálft
við mjólkurflutningunum, seldi hann
þeim bílakostinn og starfaði upp frá því
hjá Samvinnufélögunum á Blönduósi.
Um tíma vann hann í Mjólkurstöðinni, síðan við akstur vörubíla
milli Blönduóss og Reykjavíkur í allnokkur ár. Þá tóku við verslun-
arstörf í Vélsmiðju Húnvetninga, pakkhúsi og Essoskála, uns
skyndilega varð endir á öllu veraldarvafstri. Alvarlegir sjúkdómar
höfðu gert aðför að Baldri síðustu árin, og hann hafði gengið und-
ir mikla uppskurði. Allt hafði það gengið vel, og Baldur fór aftur að
vinna. Bjartsýnin gaf hverjum degi gleði og birtu. En dagarnir urðu
færri en vonast var til.
„Hann Baldur okkar er farinn", en hann skildi eftir bjartar minn-
ingar hjá fjölskyldu og vinum. Kátínan og gleðin, sem honum
fylgdi, lifir með þeim. Baldur var ekki allra, en þar sem hann mynd-
aði tengsl, voru þau sönn og sterk. Hann var hjálpsamur, hvetjandi
og trúr vinur. Hann var ekki aðeins faðir barna sinna, hann var
einnig besti vinur þeirra.
Erfíðleikar verða á vegi okkar allra, en mestu skiptir, hvernig okk-
ur tekst að vinna úr þeim. Gleðin býr ekki sjálfkrafa þar sem allt
gengur í haginn. Raunverulegur fjársjóður mannsins er ekki fólg-
inn í peningum og hlutum, heldur í mannlegu samfélagi, í vináttu,
hjálpsemi og gleði. Slíkan fjársjóð lætur Baldur eftir sig.
Baldur Reynir Sigurðsson var jarðsettur á Blönduósi 7. september.
Stína Gísladóttir.