Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 ÍÞRÓTTIR Handbolti Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, tók við stóru bikurunum þremur á sömu leiktíð og þeim fyrstu í sögu Seltjarnarnesliðsins. Fullkomin leiktíð hjá Gróttu 4 Íþróttir mbl.is Landsliðsmað- urinn Jón Daði Böðvarsson opn- aði markareikn- ing sinn í norsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þegar hann skor- aði síðara mark Viking í 2:0- útisigri gegn Haugesund í norsku úrvaldeildinni í knattspyrnu í gær. Jón Daði kom inná á 64. mín- útu og innsiglaði sigur sinna manna á 84. mínútu en honum hafði ekki tekist að skora í sjö fyrstu leikj- unum. Steinþór Freyr Þorsteinsson lagði upp fyrra mark liðsins og þá lék fyrirliðinn, Indriði Sigurðsson, allan leikinn í hjarta varnarinnar. gummih@mbl.is Jón Daði loks á blað Jón Daði Böðvarsson Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Bikarmeistarar ÍBV í handknattleik fengu heldur betur liðstyrkinn í gær þegar línumað- urinn og landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samn- ing við sitt gamla félag. Fyrir ári virtist Kári á leið til ÍBV en á síðustu stundu slitnaði upp úr viðræðunum og í kjölfarið urðu leiðindi á milli hans og forráðamanna ÍBV. Stór orð voru látin falla af beggja hálfu og í stað þess að klæðast Eyjatreyjunni samdi Kári við Valsmenn. „Það er mikil ánægja hjá okkur að hafa feng- ið Kára. Hann er Eyjamaður í húð og hár og er uppalinn hjá ÍBV. Það urðu leiðindi í fyrra en það eru allir aðilar búnir að sættast og nú horf- um við fram á veginn. Við Eyjamenn erum þannig gerðir að við erum fljótir upp en erum líka fljótir að gleyma,“ sagði Karl Haraldsson, formaður handknattleiksráðs ÍBV, við Morg- unblaðið. Ljóst er að það verða nokkrar breytingar á liðinu. Agnar Smári Jónsson er genginn í raðir Mors/Thy, Guðni Ingvarsson mun ekki spila áfram með liðinu og Andri Heimir Friðriksson gæti verið á förum. Þá er Arnar Pétursson tek- inn við þjálfun liðsins af Gunnari Magnússyni. „Það er auðvitað eftirsjá í Agnari og Guðna en það er ekki útséð með Andra Heimi. Við er- um enn í samningaviðræðum við hann. En við erum stórhuga og við ætlum okkur að fylla vel í skörðin. Við höfum fundið smjörþefinn af því að vinna titla og við ætlum okkur að vera áfram í fremstu röð. Kári er fyrsta skrefið í að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil,“ sagði for- maðurinn. Kári Kristján, sem er þrítugur, snýr í sitt gamla félag 10 árum eftir að hann yfirgaf það og gekk í raðir Hauka. Hann lék með Haukum til ársins 2009 og var í atvinnumennsku til árs- ins í fyrra þar sem hann lék með Amicitia Zü- rich, Wetzlar og Bjerringbro-Silkeborg. „Þetta hafði sér ágætis aðdraganda og þessu sem á undan er gengið hefur nú verið mokað undir mottu. Við settumst niður og ræddum saman og þær viðræður enduðu svona glæsi- lega. Nú ganga allir hreint til verks og eru á sömu blaðsíðu. Það sem gerðist heyrir nú sög- unni til og nú er pressa að landa titli á næsta tímabili,“ sagði Kári við Morgunblaðið. Fljótir upp, fljótir að gleyma  Eyjamenn lönduðu stórum bita þegar Kári Kristján samdi til fjögurra ára FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Möguleiki er á að landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason muni yfirgefa belgíska liðið Zulte- Waregem í sumar þó svo að hann eigi eitt ár eft- ir af samningi sínum við félagið. „Ég hef fengið leyfi hjá félaginu til að kíkja í kringum mig og ég ætla að skoða hvort það sé einhver áhugi hjá öðrum félögum að fá mig. Ef Zulte-Waregem vill fá einhvern pening fyrir mig þá er það núna eða ég fer frítt eftir eitt ár,“ sagði Ólafur Ingi við Morgunblaðið en hann hef- ur leikið með belgíska liðinu undanfarin fjögur keppnistímabil. Tímabilinu hjá Ólafi og félögum lauk um síðustu helgi en það var í aukakeppni um að komast í úrslitaleik um sæti í Evr- ópudeildinni. Zulte-Waregem lenti í 3. sæti síns riðils og komst þar með ekki áfram en Ólafur skoraði í tapleik á móti Genk sem gæti hafa ver- ið hans síðasti leikur með liðinu. Rétti tímapunkturinn „Ég er svo sem alveg rólegur yfir þessu ennþá. Ég er með fast land undir fótum þar sem ég á eitt ár eftir af samningi mínum en mér finnst að það sé nú rétti tímapunkturinn að fara eitthvað annað. Ég veit að það er áhugi hjá öðr- um liðum í Belgíu og víðar en það er ekkert komið á neitt stig og þetta er allt opið. Það getur vel verið að ég verði bara hér áfram og klári þetta síðasta ár eða þá að ég hasli mér völl á nýjum vettvangi. Tímabilinu hérna er rétt að ljúka og það fer ekkert að gerast í þessum mál- um alveg strax. Ég og Magnús Agnar umboðs- maður minn erum því að skoða mín mál í róleg- heitum en ég tel mig þurfa að fá nýja áskorun,“ sagði Ólafur Ingi sem segir að ekki komi til greina að gera nýjan samning við Zulte- Waregem. Hálfgert skítatímabil í ár „Það er alveg klárt að ég verð í mesta lagi eitt ár til viðbótar hjá liðinu. Ég er búinn að eiga góðan tíma hjá félaginu þessi fjögur ár. Okkur gekk brösulega eftir áramótin og botninn datt svolítið úr þessu hjá okkur þegar ljóst var að við héldum sæti okkar í deildinni. Þetta endaði sem hálfgert skítatímabil hjá okkur en síðustu tvö ár- in voru frábær þar sem við komumst meðal ann- ars í úrslit í bikarnum og spiluðum í Evr- ópukeppni,“ sagði Ólafur Ingi. Ólafur er 32 ára gamall uppalinn Fylkismaður sem hóf sinn atvinnumannaferil hjá Arsenal þar sem hann spilaði með unglinga- og varaliði fé- lagsins á árunum 2001-05 en var í millitíðinni lánaður til Fylkis. Hann var síðan á mála hjá Brentford, Helsingborg, SönderjyskE og samdi svo við Zulte-Waregem árið 2011. Tel mig þurfa nýja áskorun  Ólafur Ingi Skúlason hefur fengið leyfi hjá Zulte-Waregem til að kíkja í kring- um sig eftir nýju liði  Á þó eitt ár eftir og gæti spilað áfram með belgíska liðinu Morgunblaðið/Eggert Belgía Ólafur Ingi Skúlason hefur spilað með Zulte-Waregem frá 2011 en nú leitar hugurinn annað.  Héðinn Gilsson skoraði fjögur mörk þegar Ísland gerði jafntefli, 26:26, við Austur-Þýskaland í vin- áttulandsleik karla í handknattleik í Berlín 14. maí 1989.  Héðinn fæddist 1968 og lék lengst af með FH, þar sem hann varð Íslands- meistari 1990, en einnig með þýsku liðunum Düsseldorf, Fredenbeck og Dormagen og lauk ferlinum með Fram 2002 til 2004. Hann var í íslenska landsliðinu sem vann B-keppnina í Frakklandi 1989 og varð í 4. sæti á ÓL í Barcelona 1992. Héðinn lék 138 lands- leiki og skoraði í þeim 300 mörk. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS Geir Sveinsson og lærisveinar hans í þýska handknattleiks- liðinu Magde- burg tryggðu sér í kvöld farseð- ilinn í Evrópu- keppnina á næstu leiktíð með því að vinna Balingen, 32:25, á útivelli í þýsku deildinni í gær. Þegar fjórar umferðir eru eftir er Magdeburg í fjórða sæti deild- arinnar með 48 stig, 10 stigum á undan Melsungen sem er í fimmta sæti deildarinnar. Geir og strákarnir hans létu von- brigði síðustu helgar ekki slá sig út af laginu en Magdeburg tapaði bik- arúrslitaleiknum á móti Flensburg þar sem úrslitin réðust í vítakeppni. Robert Weber, sá eini sem tókst ekki að skora í vítakeppninni, var markahæstur leikmanna Magde- burg í gær með átta mörk. gummih@mbl.is Geir í Evrópu- keppnina Geir Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.