Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 4

Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 þriðjudaginn 26.maí. GARÐAR OG GRILL Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um garða og grill föstudaginn 29. maí HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var alltaf svo fjarlægt manni. Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu ennþá, og því að þetta hafi í raun alltaf verið mark- miðið þó að maður hafi ekki þorað að skrifa það niður,“ sagði Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði nýk- rýndra Íslandsmeistara Gróttu í handbolta, við Morgunblaðið í gær. Laufey varð fyrsti fyrirliðinn í sögu Gróttu til að hefja Íslandsmeist- arabikarinn á loft, en hún er orðin vön þess háttar „ísbroti“ eftir deild- ar- og bikarmeistaratitil í vetur. Leiktíðin var sem sagt svo til full- komin fyrir Gróttukonur: „Maður fattar eiginlega ekki hvað maður er búinn að afreka. Þetta var kannski aftast í höfðinu á manni en ég þorði ekki að vona neitt. Maður tók þetta bara skref fyrir skref allt tímabilið, og ég held líka að það sé gott að vera ekki of öruggur með sig heldur vita að allt getur gerst,“ sagði Laufey, nývökn- uð af værum svefni eftir sigurhátíð- ina. En hverja telur hún helstu ástæðuna fyrir afrekum vetrarins? „Það er sennilega það að við er- um allar frábærar vinkonur. Við þekkjumst allar vel, flestar upp- aldar í Gróttu, og það skiptir rosa- lega miklu máli að þekkjast bæði innan og utan vallar. Við erum með liðsheild og „dýnamík“ sem er al- veg extra góð,“ sagði Laufey. Þær vissu að við gætum þetta Fyrir tímabilið endurheimti Grótta landsliðskonurnar Önnu Úr- súlu Guðmundsdóttur og Karólínu Bæhrenz Lárudóttur úr þáverandi meistaraliði Vals. Sigurhefðin sem þær bjuggu yfir smitaði út frá sér: „Það er mikilvægt að því leyti að þær vissu alveg að þetta gæti gerst. Þetta er svo rosalega fjar- lægt manni þegar maður hefur aldrei upplifað þetta, en þær vissu að við gætum þetta. Þær drógu mann með sér með sína reynslu,“ sagði Laufey. „Anna Úrsúla er mjög góð í að rífa fólk með sér. Hún segir akk- úrat réttu orðin til að maður kom- ist í einhvern svona eldmóð. Það finnst mér skipta miklu máli,“ bæt- ir hún við. Hin 15 ára gamla Lovísa Thompson var hins vegar senuþjóf- urinn í lokaleik úrslitakeppninnar, skoraði sigurmarkið í blálokin gegn Stjörnunni: „Lovísa er náttúrlega ótrúlegt undrabarn. Ég hefði ekki getað skrifað handritið betur, að hún skuli klára þetta svona fyrir okk- ur,“ sagði Laufey. Hún leggur ríka áherslu á að allt Gróttuliðið hafi lagt þung lóð á vogarskálarnar við að gera liðið að þreföldum meist- ara. Sjálf var hún næstmarkahæst liðsins í deildinni í vetur, tveimur mörkum á eftir Karólínu, og átti frábæra leiktíð, sína bestu á ferl- inum. Þær meiddust báðar í úr- slitakeppninni en píndu sig til að geta lagt sitt af mörkum í loka- leiknum, Laufey meidd í kálfa og Karólína tognuð í læri. Margt fólk á bak við þetta „Ég er svolítið stíf í kálfanum en að öðru leyti góð. Hinar stelpurnar spiluðu hins vegar sumar 60 mín- útur í öllum leikjum. Það er nátt- úrlega rosalegt álag sem fylgir því,“ sagði Laufey. Hún er eins og flestir leikmanna liðsins uppalin hjá Gróttu en lék um skamma hríð með Fylki og hjá Molde í Noregi, 2009- 2011. „Þá var Grótta bara í einhverjum uppbyggingarpælingum. Liðið tók eitt tímabil í 1. deild og svona, en þessi uppgangur hefur svo átt sér stað jafnt og þétt. Þetta tekur gríð- arlega orku og tíma en það skilar sér að lokum. Það er margt fólk á bak við þetta, fólk á bak við tjöldin sem setur markið hátt, enda gerist svona ekkert af sjálfu sér,“ sagði Laufey, sem ætlar sér að halda áfram með Gróttu og verja titlana á næstu leiktíð: „Við munum halda áfram að vera á meðal efstu liða í deildinni, í toppbaráttunni. Vonandi náum við að halda í sem flestar stelpurnar í sumar og jafnvel bæta við.“ „Var alltaf svo fjarlægt“  Laufey Ásta tók við stóru bikurunum þremur á sömu leiktíð, þeim fyrstu í sögu Gróttu  Lovísa ótrúlegt undrabarn  Anna Úrsúla rífur alla með sér Morgunblaðið/Eggert Fyrirliði Laufey Ásta Guðmundsdóttir er orðin Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu eins og svo margar aðrar í Gróttuliðinu og hún segir að stefnan sé sett á að vinna fleiri titla á næstu árum. Grótta » Grótta stofnaði meistara- flokk kvenna árið 1987 en hann lagðist af 1993. Sameinað lið Gróttu og KR mætti til leiks 1997 undir stjórn Ágústs Jó- hannssonar. » Samstarfinu við KR var slitið fyrir tímabilið 2005-06. Grótta náði 6. sæti það tímabil, undir stjórn Kára Garðarssonar sem nú þjálfar liðið. » Grótta féll niður um deild ár- ið 2009 en vann sig strax upp aftur. Liðið lenti í 9. sæti efstu deildar 2011, 6. sæti 2012, 7. sæti 2013, 5. sæti 2014 og 1. sæti 2015. Ég gleðst yfir því þegar ný nöfn eru skráð á Íslandsmeist- aratitla hvort sem það er í ein- staklings- eða flokkaíþrótt. Í fyrra varð Stjarnan Íslandsmeist- ari karla í fótbolta í fyrsta sinn og í fyrrakvöld var brotið blað í handboltasögunni þegar Grótta frá Seltjarnarnesi hampaði Ís- landsmeistaratitlinum í hand- bolta kvenna. Það er vel við hæfi að óska Gróttu innilega til hamingju með frábæran árangur á leiktíðinni en liðið vann alla þrjá stóru titlana, deildarkeppnina, bikarkeppnina og Íslandsmótið. Það eru spenn- andi tímar á Nesinu en karlalið Gróttu tryggði sér sæti í efstu deild og það má reikna með glæsilegri uppskeruhátíð Grótt- unnar þetta árið. Ég fylgdist með leik Breiða- bliks og KR í Pepsi-deild karla á mánudaginn. Ég varð vitni að fjörugum og nokkuð skemmti- legum leik þar sem leikmenn beggja liða buðu upp á ágæt til- þrif sem lofa góðu fyrir sumar. En augu mín beindust ekki ósjaldan að varamannabekk KR- inga meðan á leik stóð. Danski markvarðarþjálfarinn Henryk Boedker, sem kom til KR-inga frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar í vetur, sá til þess að beina sjón- um mínum að varamannabekkn- um og boðvangi KR-inga. Daninn skemmtilegi, sem hefur verið duglegur að koma með gæðaleikmenn frá heima- landi sínu í íslenska fótboltann, var á köflum hálf-trylltur, en hvað eftir annað stökk hann út úr varamannaskýlinu og lét leik- menn KR heyra það og ekki síst beindi hann orðum sínum til landa sinna þriggja sem leika með KR-liðinu. Það var engu lík- ara en að Boedker væri þjálfari liðsins og þeir Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson að- stoðarmenn hans. BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is anlega á hægri kantinum og Björn Bergmann í framlínunni hjá FCK í dag. Eggert er óhemju mikil- vægur Eggert er hins- vegar í stóru hlut- verki hjá liði Vestsjælland eftir að hann kom þangað um áramótin. „Já, Eggert er óhemju mikilvægur fyrir þeirra lið og er kominn í virkilega gott form. Hann var í banni þegar við unnum þá 1:0 síðasta mánudag í deildinni og það styrkir þá mikið að fá hann aftur inn,“ sagði Rúrik. Í röðum Vestsjæll- and er einnig Frederik Schram, markvörður úr 21-árs landsliði Ís- lands, en hann hefur verið varamark- vörður liðsins. Allt bendir til þess að FCK fái silf- urverðlaun í dönsku úrvalsdeildinni annað árið í röð og í fyrra tapaði liðið bikarúrslitaleiknum. Rúrik sagði að hjá félaginu væri ekkert annað en efsta sæti ásættanlegt. „Við spilum alltaf undir þeirri pressu að félagið og stuðningsmenn okkar gera kröfur um efsta sætið, í deild og bikar. Þannig er þetta bara hjá FCK. Það er ekki lengur í okkar höndum að vinna deildina og fyrir vikið er mætingin ekki alveg eins góð á heimaleikina okkar og áður. En úr- slitaleikurinn er á okkar heimavelli, Parken, og það kemur okkur vonandi til góða. Það er geysilega gaman að spila á Parken þegar stemningin er góð og ég trúi ekki öðru en okkar fólk mæti vel á þennan úrslitaleik þegar titill er í húfi. Ég hlakka mikið til að spila leik- inn, ég er kominn í virkilega gott form eftir að hafa orðið fyrir smá- vægilegum meiðslum í kjölfarið á landsleikjunum í vor,“ sagði Rúrik Gíslason sem hefur unnið einn meist- aratitil og þrisvar fengið silfur í deild og bikar eftir komu sína til félagsins árið 2012. Silfur ekki ásættanlegt  Rúrik, Björn og Eggert í danska bikarúrslitaleiknum í dag Rúrik Gíslason BIKARÚRSLIT Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Rúrik Gíslason, Björn Bergmann Sigurðarson og Eggert Gunnþór Jónsson verða allir í sviðsljósinu á þjóðarleikvangi Dana, Parken, í dag þegar FC Köbenhavn og Vest- sjælland mætast þar í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Þeir verða örugglega allir í byrj- unarliðum félaganna sem hafa átt ólíku gengi að fagna. FC Köbenhavn er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar en FC Vestsjælland er næstneðst og sex stigum frá því að komast úr fallsæti. „Við erum vissulega taldir líklegra liðið á pappírunum, og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að færa félaginu bikarinn, en fyrir leikmenn Vestsjælland er þetta leikur lífsins. Við verðum að mæta til leiks með sama hugarfari,“ sagði Rúrik við Morgunblaðið en hann verður vænt-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.