Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 4

Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ B ílarnir frá Toyota hafa lengi fallið í kramið hjá Ís- lendingum. Í ár fagnar Toyota 50 árum á Íslandi og eins að bílaumboðið heldur upp á þann árangur að hafa í 25 ár í röð verið með söluhæsta bílinn hér á landi. Bjartur Máni Sigurðsson er mark- aðsstjóri Toyota í Kauptúni og segir hann að í tilefni af þessum tímamót- um verði meðal annars boðið upp á ríkulega búnar afmælisútgáfur af vinsælum bifreiðum og rausnarleg tilboð í boði út árið. Nú þegar hafa verið haldnar tvær afmælissýningar og á stóru bílasýningunni í Fífunni verður öllu tjaldað til. „Viðtökurnar hafa verið mjög góð- ar og meðal annars hafa gestir fengið að prufa skemmtilegan aksturshermi og fengið að sjá ekta hybrid- kappakstursbíl. Til þessa hafa rúm- lega sjö þúsund manns haldið upp á afmælið með okkur hér í Kauptúni.“ Bjartur segir að afsláttartilboðin birtist m.a. í 25% afslætti á völdum vörum í hverjum mánuði, og end- urspeglar afsláttartalan þann ára- fjölda sem söluhæsti bíllinn hefur komið frá Toyota. Um þessar mundir eru það dráttarbeisli og farang- ursbox sem fást með þessum ríflega afslætti. „Í tilefni afmælisins seljum við Toyota Land Cruiser í sérstakri af- mælisútgáfu með 33" dekkjum og breytingapakka að verðmæti 750.000 kr. Í breytingapakkanum felast m.a. dráttarbeisli, húddhlíf og króm- skreytingar sem gera bílinn mjög vígalegan. Allt fylgir þetta með í kaupunum án þess að hækka verð bílsins,“ útskýrir Bjartur. „Einnig erum við með afmælisútgáfu af Yar- is, sem við köllum Yaris Trend. Kem- ur bíllinn með svokölluðum trend- pakka sem inniheldur m.a. álfelgur, filmur í rúður, heilsársdekk og króm- lista að aftan og á hliðum.“ Nýr bíll á þægilegum kjörum Afmælisbílarnir verða til sýnis í Fíf- unni um helgina og að auki verða sýndir allir helstu bílarnir í Toyota- vörulínunni svo sem Hilux, RAV4, Avensis, Corolla, Auris og Aygo. „Við kynnum gestum og gangandi líka nýja leið til að eignast Toyota-bíl sem kallast Toyota FLEX,“ segir Bjart- ur. „Viðskiptavinurinn greiðir ákveðna lágmarksupphæð inn á Toyota FLEX-samninginn og borgar í framhaldinu fastar mánaðarlegar greiðslur í tvö eða þrjú ár. Að því tímabili loknu getur hann valið að eiga bílinn áfram, skila honum eða endurnýja samninginn með nýjum bíl. Viðskiptavinurinn stýrir ferðinni og þetta er sniðug leið til að aka nýj- um Toyota-bíl á tveggja eða þriggja ára fresti.“ Hitti í mark hjá landanum Það er vert að staldra við og reyna að svara þeirri spurningu hvernig jap- anskur bílaframleiðandi náði að hitta svona rækilega í mark hjá lítilli þjóð nyrst í Atlantshafinu. Bjartur skrifar árangur Toyota hérlendis ekki síst á vandaða þjónustu sem viðskiptavin- irnir hafa lært að hægt er að treysta. „Alla daga kappkostum við að mæta ýtrustu þörfum viðskiptavinanna og leitum nýrra leiða til að gera enn bet- ur í bæði þjónustu og vöruúrvali.“ Einnig virðist Toyota hafa tekist að smíða bíla sem falla vel að íslensk- um aðstæðum og á verði sem hentar. Þannig er t.d. Land Cruiserinn í há- vegum hafður í samfélagi jeppadellu- fólks. „Við höfum ýtt undir þennan áhuga með reglulegum viðburðum fyrir jeppasamfélagið. Íslendingar eru mikið jeppafólk og hafa ræktað ákveðinn kúltúr í kringum það að skoða landið á öflugum bílum sem ráða við erfiða færð, en eru um leið þannig úr garði gerðir að mjög vel fer um ökumann og farþega, eins og upplifun okkar á Land Cruiser hefur verið.“ Hybrid hefur sannað sig Í seinni tíð hefur Toyota líka skipað sér í fremstu röð hvað snýr að hybrid-bílum. Fyrirtækið reið á vað- ið með Prius en í dag má fá Toyota með hybrid-kerfi í flestum stærð- arflokkum og von á hybrid-RAV4 á næsta ári. Bjartur segir hybrid-tæknina hafa reynst mjög vel. Bilanatíðni sé lág og bíleigendur meðvitaðir um eldsneyt- issparnaðinn. „Tæknin í bílnum vinn- ur stöðugt að því að minnka elds- neytiseyðsluna, óháð aksturslagi ökumannsins, en ef fólk vill getur það líka valið að vinna með tækninni og gera bílinn enn sparneytnari með því að aka á réttan hátt.“ ai@mbl.is Halda upp á 50 ár á íslenska markaðinum Toyota býður upp á veg- legar afmælisútgáfur af Land Cruiser og Yaris í tilefni af tímamótunum. Kynnir Toyota FLEX, nýja leið til að eignast nýjan bíl og vel heppn- aðan NX-jeppling frá Lexus sem þykir bylting- arkenndur í útliti. Morgunblaðið/Eggert Brautryðjandi Toyota hefur leitt iðnaðinn í þróun bíla með svk. hybrid-tækni. Þjóðarbíllinn? Toyota Land Cruiser þykir henta íslensku jeppafólki sérlega vel. Lipur Yarisinn á sér dyggan hóp aðdáenda enda hagkvæmur borgarbíll. Morgunblaðið/Eggert Metnaður „Alla daga kappkostum við að mæta ýtrustu þörfum viðskiptavinanna,“ segir Bjartur Máni. Unnendur hraðskreiðra sportbíla hljóta að gleðjast yfir þeim fréttum að Toyota hyggst leggja aukna áherslu á sportbílahliðina á næstu árum. „Toyota hefur um nokkurt skeið lagt sig fram um að hanna og smíða bíla sem höfða jafnt til allra en látið mæta afgangi að bregða á leik með rennilegum ofur- sportbílum. Vissulega eru þó til í úrvalinu hjá þeim mjög sportlegir og hraðskreiðir bílar eins og GT 86 en hugmyndabílarnir sem kynntir hafa verið að undanförnu, eins og FT-1 og PM gefa til kynna að gengið verði enn lengra á þessu sviði,“ segir Bjartur og bætir við að þeir sem hafa ástríðu fyrir mótorsporti og geggjuðum bílum ættu að fylgjast vel með Toyota næstu misserin. Er von á geggjuðum sportbíl? Áhugaverðir hlutir hafa verið að gerast hjá lúxusmerkinu Lexus. Smám saman hafa bílarnir fengið á sig sportlegra útlit og ófá spennandi ökutæki sem rúlla út af færibandinu. „Á sýningu helgarinnar verðum við m.a. með NX200T F-sport-jepplinginn sem er ákaflega glæsilegur bíll með kröftuga vél. Er bíllinn ekki síst byltingarkenndur hvað hönnunina varðar, en hann býr líka að frábærum aksturseiginleikum,“ segir Bjartur. Jepplingur sem eftir er tekið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.