Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
H
ljóðið er gott í þeim Ás-
grími Helga Einarssyni
og Þorgeiri R. Pálssyni
hjá Öskju. Þorgeir er
sölustjóri Kia en Ás-
grímur sölustjóri Mercedes-Benz.
Að sögn Ásgríms eru það minni
bílarnir í Mercedes-Benz-línunni
sem hafa selst best en með batn-
andi tíð eru viðskiptavinir farnir að
færa sig upp í stærðar- og verð-
flokkum. Það hafi líka hjálpað til að
Mercedes-Benz framleiðir mjög
breitt framboð af bílum og hægt að
eignast þýskan gæðafák á mjög
hagstæðu verði.
„Einnig hefur mikill áhugi verið
á nýjum módelum eins og GLA-
jepplingnum. Þar er á ferð snið-
ugur bíll fyrir íslenskar aðstæður
sem hægt er að fá með allt að 19 cm
upp í lægsta punkt, mjög góður
borgarjeppi og umfram allt virki-
lega fallegur bíll. Ganga sumir svo
langt að kalla GLA villidýr á hjól-
um af því hann hefur góða torfæru-
eiginleika til viðbótar við sporteig-
inleikana.“
Ásgrímur nefnir B-Class sem
vinsælan fjölskyldubíl, rúmgóðan
og hentugan fyrir þau heimili þar
sem börn eru komin í spilið. „Í
grunn-útgáfu kostar B-Class 5.890
þús, mjög vel útbúinn og með
fjöldamörgum möguleikum til að
breyta og bæta við. Að fjárfesta í
Mercedes-Benz á þessu verði er
mjög góður kostur.“
Klassískir litir ofan á
Gaman er að skjóta því inn að þeir
sem velja Mercedes-Benz virðast
vera íhaldssamir í litavali. Þessir
þýsku eðalvagnar virðast eins og
gerðir fyrir hefðbundna og sígilda
bílaliti og segir Ásgrímur að lang-
vinsælustu litirnir séu hvítur,
svartur og grár. „Í minni bílunum
gerist það stöku sinnum að fólk bið-
ur um sterka liti á borð við rauðan,
og svo er alltaf einn og einn sem
biður um alveg sérstakan lit. Þann-
ig var einn að panta bíl á dögunum
í skemmtilegum „emerald green“
lit. Í þeim tilvikum er fólk búið að
liggja vandlega yfir litaprufum og
skoða litavalið alveg ofan í öreindir
áður en ákvörðun er tekin,“ bætir
hann við.
Af spennandi nýjungum hjá
Mercedes-Benz nefnir Ásgrímur
væntanlegar plug-in hybrid-
útgáfur af stærri bílunum. S-Class
með hybrid-vél er nú kominn til
landsins og verður frumsýndur í
Fífunni. Það verður áhugavert að
sjá bæði hvað bíllinn á eftir að
kosta út úr búð og hvernig við-
skiptavinir Benz bregðast við þegar
þeim stendur til boða umhverf-
isvænni og sparneytnari drossía.
„Þetta er bíll sem á eftir að bera
lægri vörugjöld sem þýðir að verðið
á S-Class hybrid verður töluvert
lægra en á venjulegum S-Class sem
ber 50% vörugjöld. Útkoman gæti
verið að bíllinn kosti í kringum 20
milljónir frekar en að kosta rúmar
30.“
Hver veit nema þarna verði t.d.
kominn hinn fullkomni ráðherrabíll.
„Hægt er að fara á rafhleðslunni
einni saman í innanbæjarferðum en
svo ef skjótast þarf millilandshluta
að heimsækja kjördæmin þá tekur
bensínvélin við með hefðbundið
drægi og mikið afl.“
Kia komið á toppinn
Þorgeir sölustjóri Kia hefur ástæðu
til að vera brattur. Markaðs-
hlutdeild Kia hefur vaxið hratt að
undanförnu. Hlutdeildin var 8,6% á
síðasta ári en er nú 11,6% það sem
af er ári. Er Kia þar með orðið ann-
að stærsta merkið á íslenskum bíla-
markaði. „Söluhæsti bíllinn und-
anfarin ár er Kia Rio-smábíllinn en
svo hefur Cee‘d-inn komið fast á
hæla honum. Einnig hafa jepparnir
gengið mjög vel í sölu, hvort sem
umer að ræða Kia Sportage eða So-
rento. Að auki hafa verið að koma
spennandi bílar inn eins og KIA
Soul sem fæst bæði sem rafmagns-
og dísilbíll.“
Lengsti ábyrgðartíminn
Að sögn Þorgeirs hjálpar það til að
auka söluna að Kia-bílarnir hafa
reynst mjög sparneytnir og flytur
Askja einkum inn bíla með dísil-
vélar. Þó að heimsmarkaðsverð á
olíu hafi farið lækkandi skiptir það
íslenska neytendur enn mjög miklu
máli að velja bíl sem eyðir sem
minnstu á hundraðið enda hefur
eldsneytisnýtingin mikið að segja
um rekstrarkostnaðinn yfir allan
endingartíma bílsins.
„Þá koma bílarnir með sjö ára
ábyrgð sem er lengasta ábyrgð sem
nokkur bílaframleðiandi veitir hér-
lendis. Þetta getur Kia boðið þökk
sé miklum fjárfestingum í vönd-
uðum framleiðsluferlum sem eru að
skila mjög áreiðanlegum bílum með
litla bilanatíðni.“
Loks þykir hönnun bílanna vera
vel heppnuð og hafa Kia-bílarnir á
sér sportlegan evrópskan blæ. Nú
síðast hlaut Sorrento Red Dot
hönnunarverðlaunin eftirsóttu.
Segir Þorgeir að eftir að hinn virti
þýski bílahönnuður Peter Schreyer
tók til starfa hjá Kia árið 2006 hafi
hönnun bílanna tekið nýja stefnu
sem hafi reynst mjög farsæl. Á
Schreyer t.d. heiðurinn að lög-
uninni á grilinu sem hann kallar
„tígrisnef“ eða „tiger nose“. „Þegar
saman fara sparneytni, lengsta fá-
anlega ábyrgð og falleg hönnun þá
er viðbúið að salan gangi vel eins
og raunin hefur verið,“ bætir Þor-
geir við. ai@mbl.is
Þýskur lúxus
og suður-
kóreskur
áreiðanleiki
Kia hefur verið sölhæsta
merkið á íslenska bíla-
markaðinum það sem af
er árinu. Askja kynnir
hybrid S-Class um
helgina en bíllinn ber
mun lægri vörugjöld en
hefðbundinn S-Class.
Morgunblaðið/Kristinn
Úrval Í sýningarsalnum kennir ýmissa grasa. Margir sækja í sjö ára ábyrgð á Kia-bílunum og þeim þykir sparneytnar vélarnar heldur ekki skemma fyrir.
Karakter Sumir leyfa sér að velja ögrandi liti, eftir mjög vandaða rannsóknarvinnu. Nebbi „Tígrisnefið“ setur auðþekkjanlegan svip á framhluta bílalínunnar frá Kia.
Uppgangur Ásgrímur og Þorgeir. Mercedes-Benz og Kia standa vel að vígi hér á landi.