Morgunblaðið - 08.05.2015, Síða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
V
ið munum kynna okkar
besta á sýningunni og er-
um búnir að fá fjóra glæsi-
lega sýningargripi til lands
af því tilefni,“ segir Björn
Ragnarsson, framkvæmdastjóri bíla-
sviðs hjá Bílabúð Benna. Eins og al-
kunna er hefur Bílabúðin nokkra
bílaframleiðendur á sínum vegum og
verður margt nýtt og spennandi
kynnt frá hverjum þeirra.
Dakar-jeppi frá Opel á staðnum
„Meðal þess sem við sýnum frá Opel
er blæjubíllinn glæsilegi, Opel Cas-
cada, ásamt þrælöflugum 280 hest-
afla Opel Astra OPC [sem stendur
fyrir Opel Performance Center].
Einnig erum við með sérlega áhuga-
vert eintak af jeppanum Opel Mokka,
í Dakar-útfærslu sem styrktur er af
Toyo dekkjaframleiðandanum sem
Bílabúð Benna er umboðsaðili fyrir.
Eins og nafnið gefur til kynna er um
að ræða tryllitæki sem er sérútbúið
til þátttöku í þessum erfiðasta ral-
lýakstri veraldar og með bílnum kem-
ur sjálfur ökuþórinn, Balasz Szalay
frá Búdapest, sem á að baki kringum
20 þátttökur í Dakar-rallinu og það
sem meira er, hefur best náð 19. sæt-
inu,“ bætir Björn við. Það er að sönnu
aðdáunarverður árangur þegar haft
er í huga að Szalay er sjálfstæður
keppandi og yfirleitt eru það lið bíla-
framleiðanda sem raða sér þétt í
efstu 20 sætin. Tækifærið til að virða
þennan keppnisbíl fyrir sér er því af-
ar fágætt hér á landi.“
911 Targa er kominn á klakann
Eflaust bíða margir spenntir eftir því
að heyra hvað Bílabúð Benna ætlar
að sýna úr Porsche-deildinni og
óhætt að fullyrða að enginn bíla-
áhugamaður ætti að verða svikinn af
því sem þar verður stillt upp. „Við er-
um til dæmis búnir að fá eitt eintak af
nýjum Porsche 911 Targa til landsins
sem við hlökkum til að sýna gestum á
sýningarbás okkar.“
911 Targa er víðfrægur sportbíll,
kynntur fyrst til sögunnar 1965. Eitt
helsta einkenni bílsins var hinn stál-
litaði veltigrindarbogi sem setur svo
sterkan svip á þessa gerð 911. „Í
gegnum árin hefur týpan tekið
ákveðnum breytingum, meðal annars
var hann með glerþaki um hríð, en
með þessari gerð er horfið aftur til
upprunans og boginn aftur orðinn
stállitaður, óháð því hvernig bíllinn
sjálfur er á litinn. Þá er tæknin sem
fellir niður þakið virkilega áhugaverð
og gaman að sjá það gerast, segir
Björn.“
Ekki má gleyma því að í tilefni af
Allt á hjólum mun Bílabúð Benna
sömuleiðis hafa til sýnis 1970 árgerð
af Porsche 911 Targa. „Þetta er bíll
með upprunalega útlitinu, í eigu Ís-
lendings, og búið er að taka hann í
gegn skrúfu fyrir skrúfu, ef svo má
segja. Ég held að það megi segja að
þarna er um að ræða einn glæsileg-
asta Porsche-bílinn á landinu. Alveg
virkilega fallegur og spennandi dýr-
gripur.“
Auk 911 Targa nefnir Björn að á
staðnum verður ennfremur til sýnis
glæsilegur Porsche 911 Carrera.
Hann er 350 hestöfl og aðeins 4,4 sek
í 100 km hraða. Geri aðrir betur.
Áhugasamir geta því skoðað þess-
ar tvær nafntoguðu gerðir þessa
frægasta sportbíls sögunnar og borið
þær saman á sýningunni.
Björn tiltekur sérstaklega að á
sýningunni muni Bílabúð Benna
leggja sérstaka áherslu á hybrid-
rafmagnsbílatækni þegar Porsche er
annars vegar. Bæði Porsche Pana-
mera og Cayenne sem búnir eru
þessari tækni verða til sýnis fyrir
gesti Allt á hjólum, en alls verða 9
Porsche-bílar til sýnis.
Opel Corsa slær í gegn
Af Opel er það annars að frétta að
þetta sögufræga þýska merki hefur
minnt rækilega á sig á markaðnum
síðustu misseri, bæði erlendis og ekki
síður hér heima. Björn nefnir að þau
eintök sem komu til landsins af Opel
Corsa hafi hreinlega selst upp og
Bílabúð Benna því átt tímabundið við
það lúxusvandamál að hafa selt upp
þá bíla sem til landsins komu. Það
horfir þó til betri vegar og vænt-
anlegir um helgina eru fleiri bílar af
hinni vinsælu Corsa-gerð, sem verða
tilbúnir til afgreiðslu í næstu viku.
„Það er ótvíræður kostur að vera í
sambandi við evrópskan bílaframleið-
anda því þá er tiltölulega fljótleyst að
fá bíla til landsins, samanborið við
það þegar við erum að versla við As-
íu. Þá er afgreiðslufresturinn fimm til
sex mánuðir á meðan fresturinn frá
Evrópu er í mesta lagi tíu til tólf vik-
ur.“ Björn bætir því við að Opel sé
jafnt og þétt að hasla sér völl hér á
landi eftir mögur ár og gaman að sjá
hve landinn taki bílnum vel. „Það þarf
svo sem ekki að koma á óvart því
Opel hafa gert feikigóða hluti í vé-
laþróun, gírkassaþróun og síðast en
ekki síst hönnun ytra útlits. Merkið
er á mikilli uppleið.“ Loks verður at-
vinnubílalínan frá Opel kynnt en Bíla-
búð Benna ætla sér stóra hluti þar á
næstu misserum.
Spark vinsælasti smábíllinn
Hvað Chevrolet áhrærir verður smá-
bíllinn Spark í aðalhlutverki enda
einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki á
landinu. „Þessi bíll hefur fyrir löngu
sannað sig hér á landi og selst eig-
inlega hraðar en mjólkin í Bónus,“
segir Björn og kímir við. Spurður um
ástæður þess hve Spark hefur notið
mikilla vinsælda segir Björn það
nokkuð augljóst frá sínum bæj-
ardyrum séð. „Við höfum getað boðið
þarna vel búinn bíl, svona eins og fólk
vill hafa bílinn sinn, á verði undir
tveimur milljónum króna. Það er nú
svo einfalt. Samkeppnisaðilar okkar
hafa velflestir getað boðið bíla á sama
verði en það eru þá bílar í ódýrustu
útfærslu með búnaði í takt við það.
Betur búnar útfærslur hafa aftur á
móti verið yfir tveimur milljónum
króna. Þá hefur fólk einfaldlega verið
einstaklega ánægt með Spark í akstri
og allri notkun. Þú situr frekar hátt í
bílnum því hann er hátt byggður, út-
sýni er gott og það er auðvelt að stíga
inn og út. Reksturinn er þá gríð-
arlega hagkvæmur. Spark hefur fall-
ið í kramið að öllu leyti.“
Loks nefnir Björn að frá Ssan-
gYong verði nýji Korando-jeppinn
helsta útspilið á sýningunni, mjög vel
búinn fjórhjóladrifinn díselbíll með
læstum millikassa, ásamt Rexton
sem er jeppi í stærri flokki með hefð-
bundnum millikassa, læsanlegu háu
og lágu drifi.
Það verður því nóg að skoða og
kynna sér á 650 fermetra sýning-
arsvæði Bílabúðar Benna í Fífunni
um helgina.
jonagnar@mbl.is
Porsche 911 Targa þá og nú
Það kennir ýmissa grasa
hjá Bílabúð Benna á
sýningunni sem hefst á
laugardag í Fífunni en á
engan bíl er hallað þeg-
ar sagt er að líkast til sé
einna mest spennandi
að skoða tvo Porsche
911 Targa, annan glæ-
nýjan og hinn frá árinu
1970.
Glæsivagnar Það er breið flóra bíla sem verður til sýnis á 650 fermetra svæði Bílabúðar Benna í Fífunni um helgina, allt frá Dakar-útfærslu af Opel Mokka jeppa til Porsche 911 Targa.
Morgunblaðið/Kristinn
Stígandi Opel sé jafnt og þétt að hasla sér völl hér á landi eftir mögur ár. „Það þarf svo sem ekki að koma á óvart því Opel
hafa gert feikigóða hluti í vélaþróun, gírkassaþróun og síðast en ekki síst hönnun ytra útlits,“ segir Björn Ragnarsson.
Eitt helsta einkenni
Porsche 911 Targa er hinn
stállitaði veltigrindarbogi
sem setur svo sterkan svip
á þessa gerð 911, alls óháð
því hvernig bíllinn sjálfur
er á litinn.