Morgunblaðið - 08.05.2015, Side 10

Morgunblaðið - 08.05.2015, Side 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Þ etta er tiltölulega óþekkt fyrirbæri hér á landi þó svo að lausnin hafi notið gríðarlegra vinsælda er- lendis,“ segir Bogi Jóns- son hjá Topptjald.is. Lausnin sem um ræðir er svefntjald sem haft er á þaki bílsins og milli gististaða er tjaldið einfaldlega fellt niður. „Í Ástralíu og Afríku eru topp- tjöld af þessu tagi mjög vinsæl því þar horfa menn til þess að komast í var frá skordýrum og skriðdýrum sem þar fara um jörðina, ekki síst í skjóli nætur. Það má segja að það sé meginpælingin með þessu þar. En hér á landi þarf vitaskuld ekki að hafa sömu áhyggjur af ókræsilegum skorkvikindum en ávinningurinn sem lausnin felur í sér umfram hefð- bundin tjöld er að þú kemst upp úr mesta næturkuldanum sem er niðri við jörðina. Það getur munað heil- miklu.“ Sérstaða í bílaleigubransanum Bogi segir nafngiftina á þessari ný- stárlegu gistilausn – topptjöld – heimatilbúna en tjöldin kallast „ro- oftop tents“ upp á ensku. „Þetta er nú bara eitthvað sem okkur datt í hug en nafnið fangar í raun það sem lausnin gengur út á og hefur loðað við síðan þetta kom upp.“ Bogi bætir við að hann starfi einn- ig í bílaleigubransanum hjá Camp- ingCars og tjöldin hafi þannig komið til í fyrstu; þá félaga sem reka fyr- irtækið langaði að marka sér ákveðna sérstöðu á markaðnum með því að bjóða upp á þessa sérstæðu gistilausn meðfram bíl til leigu. Eitt leiddi af öðru og fyrr en varði voru þeir félagar komnir með umboð fyr- ir tjöldin hér á landi. „Þetta eru ítölsk tjöld og nú þegar maður hefur farið vandlega í gegn- um framboð mismunandi framleið- enda á þessum markaði þá held ég að ég geti alveg sagt að þetta merki sem við erum með, Autohome, sé rjóminn af þessum bransa þó að ég segi sjálfur frá. Þetta er allt saman handunnið og útkoman er hágæða- vara. Seglin eru sérlega þykk og vönduð, og svo er einangrun bæði í lokinu og botninum. Þetta hentar því einstaklega vel á Íslandi því tvær manneskjur hita tjaldið fljótt og vel upp. Þolir vel íslenska veðráttu Stóru spurningarnar fyrir íslenska ferðalanga snúast svo væntanlega um plássið sem topptjald tekur og svo hvort uppsett tjald standist ís- lensk veður þegar þau taka sig til og blása af krafti. Bogi er snöggur til svars. „Ef við tökum vinsælasta boxið okkar til dæmis þá er það 130 senti- metrar á breidd og 200 sentimetrar á lengd. Þetta er því ekki fyrirferð- armeira á ferðalagi en vel útilátið farangursbox, svokallað tengda- mömmubox. Boxinu skellir maður á bílinn á vorin og tekur svo aftur af þegar ferðalögin eru að baki.“ Bogi bendir á að sum stærri tjöld- in snúi maður einfaldlega upp með sveif, ekki ósvipað því sem gert er með dæmigerð fellihýsi. „Tjöldin sem við höfum verið mest með, hafa að mínu viti gefið besta raun og hafa verið mest tekin á bílaleigubílana, nefnast Columbus. Þau eru á heilli löm í annan endann og opnast þá upp í hinn endann, og það eru loft- tjakkar sem opna tjaldið þegar kem- ur að því að setja það upp. Það tekur því ekki nema um 3 sekúndur að tjalda því þú losar bara um spennu að aftan og tjaldið poppar svo bara upp á eigin spennu og er klárt. Svo þarf ekki annað en að festa það í op- inni stöðu og þá er það klárt. Þau henta líka sérlega vel upp á íslenska veðráttu því það er svo hentugt að snúa skelinni einfaldlega upp í veðr- ið. Þá tekur tjaldið miklu minni vind á sig.“ Þessa gerð hafa Bogi og félagar boðið upp á í þrjú ár og tjöldin hafa staðið af sér öll veður á þeim tíma. „Ég nefni sem dæmi hörðustu haustlægðina sem brast á fyrir síð- ustu áramót. Þá var einn bandarísk- ur herramaður á ferð um landið á bíl frá okkur með einmitt svona tjald á toppnum. Honum leist ekki betur á blikuna en svo, þegar veðrið skall á, að hann skreiddist inn í bílinn, án þess að fella tjaldið því hann þorði það ekki fyrir óveðrinu, og svaf þar ósköpin af sér. En tjaldið stóðst all- an veðurofsann og stóðst um leið stærsta prófið sem við hefðum getað lagt fyrir það. Það var ekki nokkurn hlut að sjá að því að þegar slotaði.“ Eldskírn við íslenskar aðstæður! Sömu sögu er að segja af of- urlægðinni ógurlegu sem skall á í mars síðastliðnum. Þau tjöld sem þá voru í umferð stóðu sína plikt, segir Bogi, og því sannað að tjöldin má nota árið um kring, ekki bara í sum- arblíðunni. Passar öllum bílum Aðspurður segir Bogi að hægt sé að festa Autohome-tjöldin á alla bíla sem á annað borð er hægt að festa þverboga á. „Tjöldin eru fest á þver- bogana, í rauninni eins og tengda- mömmuboxin eru fest. Meðan bílar bera slík box þá bera þeir topp- tjöldin vandamálalaust.“ Að endingu nefnir Bogi að þau tjöld sem í mestri notkun séu vegi 60 kíló. „Svo er gefin einhver burð- argeta á bílana en þar er verið að miða við þyngd í akstri – ekki upp- settu tjaldi með einstaklingum í, svo því sé haldið til haga. Fólk áttar sig stundum ekki á því að ef burð- argetan er gefin upp 60 til 80 kíló, þá er átt við lokað box þegar bíllinn er á ferð. Fólk er þá smeykt um að geta ekki sofið í tjaldinu því burð- argetan sé svo takmörkuð en það er öðru nær. Burðargetan á bara við frágengið box á ferð.“ Með í boxinu fylgja svo álstigi til að auðvelda uppstig inn í topp- tjaldið, dýna og tveir koddar. „Tjöldin eru því afhent algerlega klár. Þú þarft ekkert nema svefn- pokann þinn.“ jonagnar@mbl.is Handhægt „Ef við tökum vinsælasta boxið okkar til dæmis þá er það 130 sentimetrar á breidd og 200 sentimetrar á lengd. Þetta er því ekki fyrirferðarmeira á ferðalagi en vel útilátið farangursbox, svokallað tengdamömmubox. Boxinu skellir maður á bílinn á vorin og tekur svo aftur af þegar ferðalögin eru að baki,“ segir Bogi Jónsson hjá Topptjaldi.is um lausnina sem felst í tjaldboxunum frá Autohome. Allt klárt nema svefnpokinn Tjald sem slegið er upp á þaki bíls er ekki algeng sjón hér á landi en um er að ræða lausn sem vel gæti rutt sér til rúms í náinni framtíð. Bogi hjá Topptjald.is segir nánar frá þessu „heimili að heiman“ sem kynnt verður í Fífunni um helgina. Ferðalangar Hér sjást þrjú tjöld á toppnum við náttúruperluna Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum. Topptjaldboxin fást í ýmsum gerðum og útfærslum og gætu vel rutt sér til rúms í auknum mæli hér á landi á næstu mánuðum og árum. Notalegt Hvað er huggulegra en að njóta ljósaskiptanna við opin varðeld, vitandi að uppi á toppi bíður notaleg hvíld í skjóli sem þolir vel íslenskar aðstæður og hefur sannað sig við vályndustu veður síðustu missera? Það er ekki ýkja margt. Topptjaldmenn Þeir Bogi og Hörður fara fyrir rekstri Topptjalda og halda um leið utan um bílaleiguna CampingCars. Þetta tvennt fer vitaskuld prýðilega saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.