Morgunblaðið - 08.05.2015, Síða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
H
já Heklu verður fókusinn
heilt yfir á umhverf-
isvæna bíla,“ segir Jó-
hann Ingi um þátttöku
Heklu í sýningunni Allt á
hjólum. „Við erum með gríðarlega
breiða línu, gegnum mismunandi
bílaframleiðendur, af umhverf-
isvænum valkostum. Nægir þar að
nefna e-Golfinn rafknúna og litla
bróður hans, VW e-Up. Einnig vor-
um við að fá til okkar hinn nýja Audi
A3 e-Tron sem er svokallaður plug-
in hybrid-bíll. Hann var bara að
koma til landsins í vikunni sem leið
og verður frumsýndur á sýning-
unni.“ Jóhann útskýrir að A3 e-Tron
sé einfaldlega rafmagnsbíll sem aki
alfarið á rafhleðslu í allt að 50 kíló-
metra og þá taki sparneytin bensín-
vél við sem dregur ökumann að
landi ef á þarf að halda. „Við sjáum
því fyrir okkur að hér sé kominn bíll
sem getur verið eini valkosturinn á
heimilinu.“ Hann bætir við að bíllinn
sé þegar farinn að rokseljast í for-
sölu og ljóst að hér sé á ferðinni bíll
sem muni láta að sér kveða á næstu
mánuðum og misserum.
Margt áhugavert í Fífunni
Í Mitsubishi-deildinni sýnir Hekla
nýjan Outlander sem er sömuleiðis
plug-in hybrid bíll. „Þá var Skoda
nýverið að frumsýna Octavia-bílinn í
G-Tec útfærslu, sem er metanbíll.
Af bílaumboðunum á Íslandi erum
við því í það heila komnir með einna
stærstu heildarlínuna af umhverf-
isvænum valkostum. Það má segja
að við séum orðnir stærstir í grænu
deildinni,“ bætir Jóhann við og
hlær. Það er því ekki skrýtið að fók-
usinn hjá Heklu sé einna helst á um-
hverfisvænu bílana á sýningunni um
helgina.
Jóhann Ingi bætir því við að
Hekla muni frumsýna talsvert
marga bíla á sýningunni um helgina
og margt sem mun því bera fyrir
augu sýningargesta í fyrsta sinn.
„Frá Volkswagen munum við frum-
sýna VW Golf R, sem er spennandi
tæki úr sportbíladeildinni, um 300
hestöfl undir húddinu, fjórhjóladrif-
inn og bíllinn ekki nema 4.9 sek-
úndum í hundraðið. Bíll ársins í
Evrópu, nýr VW Passat, verður á
sínum stað og hann verður kynntur
rækilega í Fífunni. Einnig munum
við sýna VW Touareg með nettri
andlitslyftingu.
Goðsögn í sinni nýjustu mynd
Allt frá því Audi TT var fyrst kynnt-
ur til sögunnar seint á 10. áratug
síðustu aldar hefur hann verið eft-
irlæti þeirra sem kunna að meta
sportbíla sem einkennast af naum-
hyggjulegri hönnun. Það mun því
væntanlega gleðja marga að nýr
Audi TT verður sýndur í Fífunni.
„Þetta er fjórhjóladrifinn quattro
með 230 hestafla vél og ljóst að
hann mun trekkja gesti að enda hef-
ur hann alla tíð notið vinsælda hér á
landi. Með honum munum við frum-
sýna glænýjan Audi A6, sem er
einkar vel útbúinn lúxusbíll og að
góðu kunnur hér á landi.“
Fleiri frumsýningar verða hjá Jó-
hanni og félögum og Skoda Fabia er
þar á meðal. „Þessi bíll var meðal
annars valinn Bíll ársins hjá What
Car? og hlaut einnig hönn-
unarverðlaunin Red Dot og hafa
viðtökurnar í Evrópu verið gríð-
arlega góðar enda hin nýja hönnun
hörkuvel heppnuð, dálítið töffaraleg,
og við hlökkum til að sýna Íslend-
ingum bílinn. Ekki má gleyma for-
sýningu á glænýjum Skoda Superb,
stærri og rúmbetri. Þetta er einfald-
lega nýr bíll frá grunni, spennandi
glæsivagn, enda flaggskipið frá
Skoda. Við fáum þennan ekki til af-
greiðslu fyrr en seinna í sumar en
tókst að fá eitt eintak til að forsýna
á Allt á hjólum.“
jonagnar@mbl.is
Stærstir í „grænu deildinni“
Flaggskipið Skoda Superb er stærstur og best búinn allra Skoda bílanna, forsýndur um helgina. Umhverfisvænn Audi A3 e-Tron er rafmagnsbíll sem aki alfarið á rafhleðslu í allt að 50 kílómetra.
Goðsögnin Audi TT vekur athygli hvar sem hann fer og hefur gert frá upphafi.
Traustur Volkswagen Touareg hefur verið í framlínu lúxusjeppa síðan 2003.Gæjalegur Skoda Fabia var valinn Bíll ársins hjá What Car? og hlaut einnig hönnunarverðlaun Red Dot.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umhverfið „Fókusinn verður heilt yfir á umhverfisvæna bíla,“ segir Jóhann Ingi um þátttöku Heklu í sýningunni Allt á hjólum.
Hekla hyggst frumsýna
7 nýja bíla um helgina
og umhverfisvænir bílar
verða ekki síst í sviðs-
ljósinu, segir Jóhann
Ingi Magnússon, sölu-
stjóri Audi.
Við erum með gríðarlega
breiða línu, gegnum mis-
munandi bílaframleið-
endur, af umhverfisvænum
valkostum.