Morgunblaðið - 08.05.2015, Side 14

Morgunblaðið - 08.05.2015, Side 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ B L státar af mesta úrvali rafbíla hér á landi og hef- ur auk þess umsjón með hvers konar viðhaldi á ýmsum gerðum rafbíla sem hér á landi eru. Hvað rafbíla varðar er bílaumboðið einna þekkt- ast fyrir sölu á hinum vinsæla Niss- an Leaf sem hefur selst býsna vel hér á landi. Á sýningunni um helgina verður einmitt sérstakur rafbílabás frá BL og þar verða þeir bílar sem í boði eru. „Þar verður í fyrsta skipti sýndur NV200 sem er sendibíll af millistærð frá Nissan en hann er fimm manna rafbíll,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL. Heiður að vera með Jaguar Trompið í flota BL á sýningu helg- arinnar hlýtur eftir sem áður að vera Jaguar F-TYPE sportbíllinn sem er forsmekkurinn af því sem koma skal því BL er umboðsaðili tegund- arinnar og mun opna sérstakt rými á Sævarhöfðanum undir tegundina með haustinu. F-TYPE er fyrsti bíll- inn úr Jaguar-línunni sem umboðið flytur inn og er hann í S Coupé- útfærslu og kemur 380 hestafla 6 strokka vélin honum úr kyrrstöðu í 100 kílómetra hraða á 4,9 sekúndum. Það verður að teljast býsna gott og er togið 460 Nm. Efast maður ekki um það eitt augnablik að hljóðið í honum sé fallegt. En hvaða þýðingu skyldi það hafa fyrir stórt umboð eins og BL að bæta Jaguar við það úrval tegunda sem fyrir er? „Við vitum það í raun og veru ekki ennþá en það sem við skynjuðum fyrir um ári þegar Land Rover- menn komu til okkar að þeir vildu gjarnan vita hvenær við myndum kynna Jaguar,“ segir Loftur. Í öllum samskiptum var spurt að því og að lokum opnaði BL fyrir þann mögu- leika að kynna tegundina hér á landi. „Þá kom í ljós að Jaguar af milli- stærð, sem er í svipaðri stærð og fimman frá BMW, var á fínu verði og við höfum líka pláss fyrir Jaguar í sýningarsalnum okkar.“ Fífan þrýsti á Í lok síðasta árs þegar undirbún- ingur sýningarinnar Allt á hjólum hófst, hugsaði Loftur með sér að skemmtilegt væri að geta kynnt Jaguar í Fífunni 2015. „Þannig að við keyptum einn bíl til að forkynna Jaguar til sögunnar í Fífunni og nota tækifærið þar. Fífan rak á eftir okk- ur,“ segir Loftur og án efa eiga margir eftir að njóta þess að skoða þennan rennilega sportbíl sem og úrvalið af rafbílum nú um helgina. malin@mbl.is Með flestar gerðir rafbíla á markaðnum Bílasýningin dró Jaguar loks til landsins Búnaður Stjórntækin í F-TYPE eru tilkomumikil, eins og við er að búast. Töffari Jaguar F-TYPE fangar augað, hvert sem sjónarhornið er. Jaguar Millistærð, sem er í svipaðri stærð og fimman frá BMW, var á fínu verði og við höfum líka pláss fyrir Jaguar í sýningarsalnum okkar,“ segir Loftur hjá BL. Morgunblaðið/Eggert Augnayndi F-TYPE er fyrsti bíllinn úr Jaguar-línunni sem umboðið flytur inn og er hann í S Coupé-útfærslu og kemur 380 hestafla 6 strokka vélin honum úr kyrrstöðu í 100 kílómetra hraða á 4,9 sekúndum. Það verður að teljast býsna gott og er togið 460 Nm. Efast maður ekki um það eitt augnablik að hljóðið í honum sé fallegt. Rafbíll Í Fífunni verður NV200 frumsýndur, en hann er 5 manna rafsendibíll af millistærð frá Nissan. Vinsæll BL er einna þekktast fyrir sölu á hinum vinsæla Nissan Leaf sem hefur selst vel hér á landi. Á sýningarsvæði BL verða allra augu líkast til á nýjasta meðlimi BL-fjölskyldunnar. Hann heitir Jaguar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.