Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 16

Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ A ð sögn Sverris Viðars Haukssonar hefur verið góð stígandi í bílalánum undanfarin misseri. Sverrir er framkvæmda- stjóri viðskiptaþróunar hjá Lýsingu en fyrirtækið tók yfir rekstur Lyk- ils fjármögnunar í júlí á síðasta ári og hefur kynnt margar nýjar lána- vörur bæði undir merkjum Lykils og Lýsingar. Vöxturinn hefur verið jafn og stöðugur og segir Sverrir að það geti skrifast bæði á batnandi efna- hagsástand en líka að fjölbreyttari lánamöguleikar gera fleirum kleift að kaupa rétta bílinn. „Við höfum t.d. verið að bjóða upp á lengri lán til kaupa á notuðum og nýjum bíl- um sem þýðir að mánaðarlegar greiðslur verða lægri. Þess verður vitaskuld að gæta að eftirstöðvar lánsins haldist í hendur við virði bílsins og þess vegna kalla lengstu lánin á ákveðið traust á milli lána- fyrirtækisins og viðskiptavinarins.“ Öryggi og hagkvæmni Til að létta bílakaupin enn frekar hefur Lykill komið fram með nýjar tegundir lána, í sumum tilvikum í nánu samstarfi við bílaumboðin. Þannig hafa vaxtalaus lán bæst við flóruna og eru í boði þegar bílar eru keyptir hjá BL og Toyota. „Þar er lánshlutfallið lægra en á móti kemur að greiðslurnar eru fastar og hægt að stóla á að allar greiðslur verða ákveðin krónutala samninginn á enda.“ Með Bílabúð Benna hefur Lýsing boðið upp á lán á föstum 5,95% vöxtum og í samstarfi við flest bíla- umboð er boðið upp á flotaleigu þar sem fyrirtæki geta gengið að þægilegum pakka og bíll, trygg- ingar, bifreiðagjöld og viðhald er innifalið, allt á föstum greiðslum til allt að þriggja ára. Getur jafnvel bensínkort fylgt með samningnum ef svo ber undir. „Það eina sem viðskiptavinurinn þarf að sinna er að fylla á rúðuvökvann eftir þörfum og hugsanlega skipta um þurrku- blöðin ef vinnukonurnar fara óvart af stað í miklu frosti. Meira að segja dekkjaskipti og dekkja- geymsla eru innifalin.“ Stýra áhættunni Sverrir segir kjör af þessu tagi ekki áhættulaus fyrir lánveitand- ann en sú stefnubreyting hafi orðið í greininni að reyna að færa áhættustýringuna frá neytandanum og til sérfræðinga lánafyrirtækj- anna. „Í krafti stærðarinnar og sér- þekkingar okkar höfum við leiðir til að verja okkur gegn áhættunni og tryggja að reksturinn líði ekki fyrir það jafnvel þó að þær forsendur sem lánasamningarnir miða við þróist allar á versta veg fyrir okk- ur.“ Fleiri lánamöguleikar eru á leið- inni og ljóstrar Sverrir því upp að spennandi nýir kostir verði kynntir um helgina, bæði í auglýsingum og á bílasýningunni í Fífunni. Hann fæst ekki til að gefa upp smáatriðin en segir þó að um sé að ræða fjár- mögnunarkost sem ætti að henta mörgum. ai@mbl.is Nýir lánamöguleikar létta kaupin Lýsing og Lykill hafa kynnt nýjar leiðir til bíla- fjármögnunar á undan- förnum misserum. Vaxtalaus lán og flota- leiga bjóða upp á áhuga- verða möguleika. Morgunblaðið/Eggert Drossía Lykill og BL bjóða vaxtalaus lán. Viðskiptavinir skoða BMW X6 í sýningarsalnum. Morgunblaðið/Kristinn Kjör Vaxtalaus lán eru líka í boði hjá Toyota. Hvað með einn vaxtalausan Land Cruiser? Morgunblaðið/Eggert Fyrirsjáanlegt Sverrir segir flotaleigu áhugaverðan kost fyrir atvinnulífið. „Það eina sem viðskiptavinurinn þarf að sinna er að fylla á rúðuvökvann eftir þörfum og hugsanlega skipta um þurrkublöðin.“ Lýsing og Lykill eiga í samstarfi við flest bílaumboð landsins. Segir Sverrir að nær und- antekningalaust eigi að vera hægt að fjármagna draumabíl- inn á hagstæðan máta. Gott er líka að hafa í huga að fjármögnunarmöguleikarnir ráð- ast að sumu leyti af því hvernig kaupandinn vill hafa bílinn. Ef notkunin er til skamms tíma og bíllinn látinn ganga aftur til lán- veitandans þegar samningnum lýkur þá verði t.d. að taka mið af endursölumöguleikum bíls- ins. „Ef viðskiptavinurinn vill endilega heiðbláan bíl með gul- um sætum þá myndum við mögulega þurfa að ræða málin aðeins nánar,“ segir Sverrir og hlær. Drauma- bíllinn innan seilingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.