Morgunblaðið - 08.05.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 08.05.2015, Síða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ S uzuki-umboðið ætlar að nota tækifærið um helgina til að kynna það nýjasta frá framleiðand- anum. Því verður bæði forsýning og frumsýning í Fífunni. Að sögn Sonju Ólafsdóttur, mark- aðsstjóra Suzuki bíla hf., eru margir spenntir fyrir spánnýjum Vitara og geta áhugasamir skoðað hann að innan og utan á forsýningu bílsins sem er ánægjulegt því Vitara verð- ur ekki frumsýndur fyrr en seinna í sumar. „Við erum að hætta með Grand og Vitara er að koma til okk- ar aftur. Hann er alveg gjör- breyttur,“ segir Sonja og það er sannarlega ekki um að villast að Vitara er æði breyttur frá kynslóð- inni á undan. Sumarlegir og sportlegir Sumarið er sannarlega tíminn fyrir sportbíla og frá Suzuki koma ein- mitt nokkrir sportlegir bílar. „Við munum frumsýna Swift Sport 4- dyra en hann höfum við ekki verið með áður og það verður líka mjög spennandi,“ segir Sonja. Swift Sport er með 1,6 l. bensínvél sem skilar 136 hestöflum, sportfjöðrun, tvöföldu pústkerfi og er með sport- innréttingu. Þessi litli en spræki bíll hefur fengið lof víða, meðal annars hjá TopGear sem gaf honum átta stjörnur af tíu mögulegum. Það verður fleira sportlegt til sýnis hjá Suzuki um helgina og er það hinn fjórhjóladrifni Kizashi sem kom á Evrópumarkað árið 2011. Japanska orðið „kizashi“ merkir „eitthvað magnað sem í vændum er“ og státar Suzuki Kizashi af 185 hestafla 2,4 l. vél. Suzumar og EL-GO Auk alls bílaflotans ætlar umboðið að sýna fleiri tæki sem gætu hitt í mark hjá bílaáahugafólki. Mótorhjól verða þar vissulega og rafmagns- hjól og EL-GO rafmagnsvespur en einnig einkar sparneytnar utan- borðsvélar af ýmsum gerðum sem og Suzumar-slöngubátar sem eru sérlega sumarlegir á að líta svo ekki sé minnst á nafnið. malin@mbl.is Mótorhjól, frumsýning og forsýning Sportlegur Kizashi, Swift Sport og Suz- umar í sumar Það stendur mikið til hjá Suzuki umboðinu um helgina, því bæði forsýning og frumsýning er í kort- unum. Glænýr og gjörbreyttur Vitara verður í Fíf- unni ásamt Swift Sport og loks hinn nýi Kizashi. Tryllitæki Swift Sport er með 1,6 l. bensínvél sem skilar 136 hestöflum, sportfjöðrun, tvöföldu pústkerfi og er með sport- innréttingu. Þessi sportlegi bíll hefur fengið lof víða, meðal annars hjá TopGear sem gaf honum átta stjörnur af tíu. Eftirvænting Margir eru spenntir fyrir spánnýjum Vitara og geta áhugasamir skoðað hann í Fífunni um helgina. Magnaður Japanska orðið „kizashi“ merkir „eitthvað magnað sem í vændum er“ og státar Suzuki Kizashi af 185 hestafla 2,4 l. vél. Hljómar eins og eitthvað. H elga Friðriksdóttir er for- stöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Landsbankans. Hún seg- ir greinilegt að líf sé að færast í markaðinn og að hinn al- menni neytandi sé farinn að taka bílalán í auknum mæli. „Bílaleig- urnar hafa verið fyrirferðarmiklar síðustu ár og ekki að sjá að verði nokkuð lát þar á enda stöðugur straumur ferðamanna til landsins. Undanfarin misseri hafa svo bílalán til almennra viðskiptavina verið að aukast. Meðalupphæð lánanna hefur aðeins farið hækkandi og er núna í kringum þrjár milljónir og með- allánshlutfallið er um 68% af kaup- verði bílsins.“ Munar um sparneytnina Bendir Helga á að vegna lítillar end- urnýjunnar sé bílafloti landsmanna orðin gamall og margir búnir að átta sig á því að þegar dæmið er reiknað til enda, þá borgar sig að kveðja gamla bílinn og kaupa nýjan með láni. „Það munar auðvitað mest um bensínkostnaðinn en nýju bílarnir eru mun sparneytnari og af þeim sökum mun ódýrari í rekstri. Að fara úr bíl sem eyðir 12-15l/100km niður í 5l/100 km getur margborgað sig, jafnvel þó að við tökum með í reikn- inginn afborganir af nýja bílnum.“ Eins og aðrir lánveitendur býður Landsbankinn upp á bílalán sem eru að hámarki til sjö ára, ef um er að ræða nýja bíla, og allt að 80% láns- hlutfall. Ef keyptur er umhverf- isvænn bíll má viðskiptavinurinn eiga von á ögn betri lánskjörum. „Það er hluti af þeirri stefnu bank- ans að rækja samfélagslega ábyrgð sína að ýta undir kaup á umhverf- isvænum bílum. Þetta gerum við með því að veita 50% afslátt af lán- tökugjaldi fyrir slíka bíla og bætist það við þá afslætti sem við- skiptavinir bankans njóta þegar þeir fjármagna bílakaupin hjá okkur.“ Hinn dæmigerði bílakaupandi hef- ur um tvær fjármögnunarleiðir að velja hjá Landsbankanum. Annars vegar má taka hefðbundið bílalán, með venjulegu veðskuldabréfi, og hins vegar gera svokallaðan bíla- samning. Bílasamningurinn er svip- aður og kaupleiga. Segir Helga að þar til nýlega hafi um 95% allra lána verið bílasamningar en aðeins 5% verið bílalán. „Við riðum á vaðið fyrir ári og gerðum bílalánin samkeppnishæfari. Í dag eru hlutföllin allt önnur og um 60% velja að fjármagna kaupin með bílasamningi en 40% taka bílalán.“ Helga segir þó að fyrir viðskipta- vininn sé munurinn á bílaláni og bílasamningi ekki stórvægilegur. Með bílaláni er bíllinn skráður eign lántakandans en með bílasamningi helst Landsbankinn skattalegur eig- andi ökutækisins út samningstím- ann. Bílakaupin hafa forgang Hjá Landsbankanum má einnig fjár- magna kaup á bifhjóli, fjórhjóli, felli- hýsi, tjaldvagni eða húsbíl. Helga segir að þar sé vöxturinn minni en í bílalánunum. „Það er ekki ólíklegt að veðrið skipti máli. Hefur veðrið ekki verið gott síðustu sumur og minni hugur í fólki að bregða sér í ferðalag með nýjan tjaldvagn eða njóta lífsins á mótorhjóli. Svo er ekki hægt að neita því að þetta eru lúx- usvörur í margra huga sem eðlilega mæta afgangi ef fjárhagslegt svig- rúm er af skornum skammti og nauðsynlegt að endurnýja þrettán ára gamlan fjölskyldubíl.“ ai@mbl.is Getur margborgað sig að endurnýja Þar sem nýir bílar eru mun sparneytnari getur verið ódýrara, þegar allt er tekið með í dæminu, að kaupa nýjan bíl en að aka áfram á þeim gamla. Ljósmynd/Heimur Þægindi „Meðalupphæð lánanna hefur aðeins farið hækkandi og er núna í kring- um þrjár milljónir,“ segir Helga um þróunina á markaðinum að undanförnu. Hægt er að fá allt að 80% lán fyr- ir kaupum á nýjum bíl en lánshlut- fallið fer lækkandi með aldri bíls- ins og samanlagður aldur bíls og lánstími getur aldrei farið um- fram 12 ár. Helga segir ekki leng- ur í boði að fjármagna allt að 100% af kaupunum með láni eins og hægt var á hátindi góðærisins. Neytendur hugsa líka öðru vísi í dag, að sögn Helgu, og vita vel að það er ekki endilega sniðugt að skulda of mikið í bílnum. Fáir vilja í raun fá svo hátt lán. „Með því að eiga að lágmarki 20% í ökutæk- inu skapast frekar svigrúm fyrir fólk ef að eitthvað fer úrskeiðis við heimilisreksturinn og eins er eignastaðan betri ef skipta þarf um bíl á samningstímanum.“ Mjög hátt lánshlutfall skapar hættu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.