Morgunblaðið - 08.05.2015, Síða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
BÍLDSHÖF‹A 14 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 7000 • WWW.GASTEC.IS
Þ
að er gaman að segja frá
því að varahlutirnir hjá
okkur eru meira og minna
allir vottaðir samkvæmt
svonefndum BER-
reglum. Og samkvæmt nýjum
reglum og skilgreiningum Evrópu-
sambandsins (ESB) ertu í raun að
kaupa upprunalegan íhlut þegar þú
kaupir varahlut hjá Bílanausti.
Þetta er merkileg staðreynd sem
fáir, fyrir utan fagaðila, virðast vita
um, enn sem komið er.“
Þannig mælir Lárus Bl. Sigurðs-
son, forstjóri Bílanausts, í samtali
við Morgunblaðið. Fyrirtækið hefur
verið leiðandi á varahlutamarkaði
frá stofnun þess 1962. Árið 2006
sameinuðust Esso og Bílanaust
undir nafninu N1 og Bílanausts-
nafnið var látið hverfa af markaði.
Síðan ákvað N1 að endurvekja
nafnið í byrjun ársins 2013. Bíl-
anaust var síðan selt tveimur fjöl-
skyldum í maí 2013.
Kjarnastarfsemin aftur í fókus
„Eftir að nýir eigendur tóku við
varð sú stefnubreyting í félaginu að
við ákváðum að sækja aftur til upp-
runans, að sinna aðalstarfsemi fé-
lagsins sem er þjónusta við almenn-
ing, umboð og verkstæði og
einblína á kjarnastarfsemina sem
eru varahlutir í bifreiðar og vörur
tengdar bifreiðum. Við höfum hald-
ið þessu striki síðan. Það kallaði á
nokkra endurskipulagningu í fyr-
irtækinu. Við þurftum að flytja
skrifstofur okkar, þurftum að
minnka búðina á Bíldshöfða 9 og
færðum hana um nokkra tugi metra
á Dvergshöfða 2. Og við end-
urskiplögðum bæði innkaup og
vöruval þannig að í dag má segja að
Bílanaust sé með betra vöruúrval
heldur en var vegna þess að áhersl-
an hefur verið á varahluti og tengd-
ar vörur. Við höfum aukið þjón-
ustuna á þeim sviðum en tekið út
aðrar vörur sem ekki voru nálægt
kjarnastarfseminni, en á sínum
tíma var meðal annars verið að
selja hér sjónvörp, golfsett, grill svo
eitthvað sé nefnt. Vegna nýju
áherslnanna, sem byggjast þó á
gömlum merg, er fyrirtækið eins
öflugt og það er í dag. Við höldum
ennþá gamla góða slagorði Bíl-
anausts, Gæði, reynsla og gott verð,
hátt á lofti. Á þessari braut ætlum
við að halda ótrauðir áfram,“ segir
Lárus.
Allt annað umhverfi varahluta
Bílanaust er að hans sögn stærsta
varahlutaverslun landsins og með
stærsta varahlutalager á Íslandi.
Segir hann fyrirtækið stolt af því
og telji sig vera í ákveðinni sérstöðu
til að þjónusta bifreiðaeigendur.
„Það sem mér þótti merkilegast
eftir að ég tók við fyrirtækinu er að
Evrópusambandið er búið að breyta
reglum um varahluti. Í dag er það
þannig að varahlutir eru ekki bara
varahlutir. Í gamla daga var þetta
þannig að umboðin og framleið-
endur bíla höfðu ákveðið ægivald og
vissa einokun á varahlutum í nýja
og nýlega bíla. Til að ábyrgð héldist
á bílunum þurfti að kaupa þá beint
af framleiðanda. En með reglum og
reglugerðum á allra síðustu árum
þá hefur töluvert mikil breyting á
þessu. Sjálfstæðir framleiðendur
íhluta í bíla, sem í mörgum tilvikum
eru þeir hinir sömu og framleiddu
íhluti fyrir bílaframleiðendur, eru
nú komnir með vottun á íhluti sem
þeir smíða, séu þeir af sömu gerð.
Þetta er í raun bylting frá því
sem áður var. Bílaframleiðendur
eru enn að aðlaga sig að þessum
breyttu reglum, en á okkur sölu-
aðilum hvílir sú skylda að upplýsa
neytendur um að þeir varahlutir
sem eru vottaðir og viðurkenndir
jafngilda því að vera sem uppruna-
legir íhlutir. Enda skilgreindir sem
slíkir. Þetta þýðir einfaldlega að
hinn almenni bifreiðaeigandi hefur
nú tök á því að kaupa ódýrari vara-
hluti fyrir sína bifreið og halda
ábyrgðinni á henni samt sem áður.
Við erum sem sagt með vottorð um
það í dag að okkar varahlutir jafn-
gilda því að vera upprunalegir vara-
hlutir. Það gætu fyrirtæki, eins og
bílaumboðin og bílaleigur, nýtt sér
sem möguleika vegna þess að með
því væri verið að tryggja það að
bíllinn haldist í ábyrgð með því að
nota varahluti sem eru við-
urkenndir.
Ástæðan fyrir því að við erum í
þessari góðu stöðu er kannski sú að
við erum aðilar að innkaupa-
sambandi sem heitir ATR sem er
eitt stærsta ef ekki stærsta inn-
kaupasamband veraldar á sviði
varahluta. Með aðild að því tryggir
það okkur aðgang að fremstu vara-
hlutaframleiðendum heims og ég
held að allir bílaframleiðendur
kaupi íhluti í sína bíla af þessum
sömu framleiðendum,“ segir Lárus.
Mikið um að vera vor og sumar
Hann segir mikil umsvif í fyrirtæki
sínu á vorin og sumrin. „Það er
okkar tími. Bæði eru menn að
græja bílana sína fyrir ferðalög og
dytta að fyrir komandi sumar. Við
leggjum mikla áherslu á að þjón-
usta bæði almenning og fagmenn,
sem eru okkar stærsti við-
skiptahópur. Við höfum lagt á það
áherslu síðastliðin tvö ár að þjóna
fagaðilunum betur.
Við teljum okkur vera að vinna
jafnt og þétt að því að gera Bíl-
anaust að ómissandi áfangastað fyr-
ir fagaðila. Við erum með afar
breiða vörulínu fyrir allan geirann;
bílaverkstæði, bílaumboð, bílaleig-
ur, málningar- og réttingaverk-
stæði. Og vegna vörulínunnar víð-
tæku er annar iðnaður einnig stór
viðskiptavinur hjá Bílanaust. Við
erum með mjög öflug merki og
vöruvalið það breitt að við getum
boðið upp á mjög gott vöruúrval frá
leiðandi framleiðendum í veröldinni
og við höfum verið að kynna það
betur og betur fyrir aðilum sem
tengjast ekki beint í bílgreininni en
þar er um að ræða mjög breiðan
hóp viðskiptavina. Það má segja að
vel flest fyrirtæki landsins kaupi
eitthvað í Bílanaust á hverju ári.“
Lárus bendir á að þótt Bílanaust
sé stærsta fyrirtækið á mark-
aðinum ríki mikil samkeppni á
varahlutamarkaði. „Við erum með
bílaumboðin öll sem í sjálfu sér eru
varahlutasalar. Og svo erum við
með sérfyrirtæki sem flytja inn
varahluti fyrir bifreiðar, eins og við,
og síðan minni fyrirtæki sem eru að
flytja inn afmarkaðar flokka vara-
hluta, eins og síur, eða bremsur,
rafala eða eitthvað slíkt eða kaupa
inn fyrir ákveðin vörumerki, fyrir
ákveðnar bílategundir. Þessi mikla
samkeppni hefur gert það að verk-
um, að verð á varahlutum hefur
nánast staðið í stað í tvö ár,“ segir
Lárus.
Þjónum öllu landinu
Hjá Bílanaust starfa rúmlega 50
manns. „Við rekum sjö verslanir.
Aðalverslunin er á Dvergshöfða 2 í
Reykjavík en einnig eru verslanir í
Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, á
Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum.
Auk þess erum við með öflugt þjón-
ustusímver sem og sölumenn sem
heimsækja okkar viðskiptavini. Með
þessu erum við að þjóna öllu land-
inu og við erum vonandi að standa
okkur í því að auka við þessa þjón-
ustu,“ segir Lárus að lokum.
agas@mbl.is
Allir varahlutirnir þeir
sömu og upprunalegir
Þegar Bílanaust var
opnað á ný var ákveðið
að sækja aftur til upp-
runans, að sinna að-
alstarfsemi félagsins
sem er þjónusta við al-
menning, umboð og
verkstæði, segir for-
stjórinn, Lárus Bl. Sig-
urðsson. Fyrirtækið hef-
ur haldið þessu striki
allar götur síðan.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sumar „Það er okkar tími. Bæði eru menn að græja bílana sína fyrir ferðalög og dytta að fyrir komandi sumar. Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta bæði almenning
og fagmenn, sem eru okkar stærsti viðskiptahópur. Við höfum lagt á það áherslu síðastliðin tvö ár að þjóna fagaðilunum betur,“ segir Lárus Sigurðsson hjá Bílanausti.