Morgunblaðið - 08.05.2015, Side 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ
R
eglur um neytendalán
hafa orðið strangari á
undanförnum árum og
lánveitingar háðar ýms-
um skilyrðum. Thelma
Harðardóttir og Rósalind María
Gunnarsdóttir eru sérfræðingar
hjá einstaklingsráðgjöf Arion
banka: Bíla- og tækjafjármögnun
og segir Rósalind María að það sé
alls ekki orðinn óvinnandi vegur að
fjármagna bílakaupin. Umfjöllun
fjölmiðla gæti látið fólk halda að
reglurnar væru óhóflega strangar
en raunin er að svigrúmið til lán-
veitinga er þannig að það ætti að
vera hægt að koma til móts við
flesta.
„Til dæmis varðandi greiðslu-
mat, þá kveða reglurnar á um að
framkvæma þurfi greiðslumat ef
einstaklingur tekur meira en tvær
milljónir króna að láni, en þakið er
sett við fjórar milljónir í tilviki
hjóna.
Fyrir þessar fjárhæðir má hæg-
lega finna hentugan bíl fyrir heim-
ilið.“
Þá segir Rósalind að neytendur
virðist upp til hópa reyna að taka
mjög skynsamlegar ákvarðanir um
fjármögnun á bílakaupum og nær
undantekningalaust að þeir spyrja
hvort hægt sé að greiða hraðar inn
á lánið án sérstakts uppgreiðslu-
gjalds. „Auðvitað gengur fólki mis-
vel að borga lánin upp hraðar,
enda ýmislegt sem getur sett áætl-
anirnar úr skorðum, þrátt fyrir
góðan ásetning, en það er ljóst að
þeir sem hafa svigrúm til þess
reyna iðulega að borga inn á lánið
og minnka þannig vaxtabyrðina,“
útskýrir hún og bætir við að bíla-
lán Arion banka beri ekki upp-
greiðslugjald.
Rósalind segir skynsemina líka
birtast í því að fólk virðist leita í
praktíska bíla og vera tilbúið að
minnka við sig. „Þeir sem voru á
stóru jeppunum eru komnir á jepp-
linga, og þeir sem voru á jepp-
lingum í bíla í miðstærð.“
Fer bíllinn með út í heim?
Að sögn Thelmu leggur Arion
banki ríka áherslu á að gera vel við
viðskiptavini sína og bjóða þeim
sem hagstæðust kjör. Hluti af
þjónustunni felst í því að leysa far-
sællega úr málunum þegar breyt-
ingar verða á högum viðskiptavin-
arins. Þarf til dæmis að skoða
lánamálin vel ef stendur til að
flytja úr landi, eða flytja aftur til
Íslands.
Ef lán hvílir á bílnum þarf að fá
leyfi lánveitandans til að fara með
ökutækið úr landi. Segir Thelma að
leyfið sé auðfengið ef um er að
ræða t.d. stutta sumarferð, og að
því gefnu að tryggingafélagið stað-
festi að tryggingaverndin nái til
þeirra svæða sem heimsótt verða.
„Ef ætlunin er hins vegar að
setjast að erlendis þarf að skoða
málin nánar og getur í sumum til-
fellum verið skynsamlegast að
selja bílinn áður en haldið er af
stað frekar en að ætla að taka
hann með.“ ai@mbl.is
Á að vera hægt að koma til móts við flesta
Viðskiptavinir leggja
mikla áherslu á að geta
greitt hraðar inn á lánin
án viðbótarkostnaðar. Ef
stendur til að flytja úr
landi þarf að skoða
lánamálin vel en ef að-
eins er farið í stutt
ferðalag er yfirleitt auð-
sótt að fá leyfi frá lána-
fyrirtækinu.
Morgunblaðið/Ernir
Fjárfesting Íslendingar virðast láta skynsemina ráða í bílakaupum og eru tilbúnir að minnka við sig ef fjárhagurinn kallar á það.
Svigrúm Thelma bendir á að hjón geti fengið lán uppað fjórum milljónum án greiðslumats.Hagsýn „Þeir sem hafa svigrúm til þess reyna iðulega að borga inn á lánið,“ segir Rósalind.