Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ | 25
Hagkvæm
bílafjármögnun
Við bjóðum kaupleigu og bílalán til að fjármagna
bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Arion
banka njóta hagstæðra kjara.
Reiknivélin á arionbanki.is hjálpar þér að sjá
hvaða fjármögnunarkostir henta þér.
Hafðu samband í síma 444 8800 eða sendu
fyrirspurn á bilar@arionbanki.is
Nánari upplýsingar er að finna á arionbanki.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-1
0
2
1
S
érsmíðaðir trukkar, far-
artæki hönnuð fyrir suð-
urskautið, jeppadekk og
akstursþjálfun eru dæmi
um það sem íslenska fyr-
irtækið Arctic Trucks er þekkt fyr-
ir. Starfsmenn Arctic Trucks hafa í
heil tuttugu og fimm ár breytt bíl-
um og flutt út íslenskt hugvit í tonn-
avís í formi ofurjeppa sem til dæmis
hafa farið um þvert og endilangt
suðurskautið.
Það er vissulega nóg að gera hjá
þeim á Kletthálsinum eins og heyra
mátti þegar blaðamaður náði í vik-
unni tali af Steinari Sigurðssyni,
sölu- og þjónustustjóra Arctic
Trucks. Þá var verið að breyta bíl
sem verður á sýningunni um
helgina og allt á fullu. „Það er
Sprinter á 46 tomma dekkjum og
hann lítur allsvakalega út!“ segir
Steinar en bíllinn er sá fyrsti þess-
arar gerðar sem þeir breyta með
þessum hætti. „Þessi breyting er
spennandi fyrir menn sem eru í
þessum smíðum og þeim sem hafa
séð þetta finnst útkoman mjög
flott.“
Algjört vígatröll
Maður veltir því fyrir sér hverjir
kynnu að vilja Sprinter á 46" dekkj-
um. Hann er vissulega ekki það
fyrsta sem manni dettur í hug sem
hentugur bíll fyrir fjölskylduna,
enda var það nú ekki kveikjan að
hugmyndinni. „Þetta er aðallega út
af ferðaþjónustunni. Hann er orðinn
vinsæll þar og hentar vel til að
koma tólf til fjórtán manns upp á
fjöll. Sprinter er eiginlega að taka
við af gamla Econoline,“ segir
Steinar sem lýsir bílnum sem „al-
gjöru vígatrölli“ og geta gestir skoð-
að smíðina nokkuð vandlega um
helgina.
Nýtt pallhús lítur dagsins ljós
Auk hins vígalega Sprinters verða á
sýningunni 33" breyttur Land Crui-
ser með brettaköntum og fagna því
eflaust margir að nú sé hægt að fá
brettakanta með einföldustu breyt-
ingunni.
„Síðan verðum við með 6x6 Hilux
með nýrri gerð af plasthúsi sem í
þessari útfærslu er vinnuhús með
hillum og slíku, innréttað eins og lít-
ið verkstæði,“ segir Steinar. Út-
færslur hússins geta verið með
ýmsu móti og er hugmynd Arctic
Trucks-manna sú að með tiltölulega
lítilli breytingu á húsinu sé hægt að
nota það sem farþegahús. „Við get-
um sennilega komið fyrir níu farþeg-
um. Þetta er alveg frábær bíll þegar
koma þarf fólki yfir erfiðar slóðir.“
Auk þess er í smíðum önnur gerð
af húsi, sérhönnuð fyrir kínversku
heimskautastofnunina en framleitt
hér á landi. Á meðal verkefna sem
framundan eru hjá Arctic Trucks
má einmitt nefna akstursþjálfun
fólks frá kínversku heimskauta-
stofnuninni sem fær afhenta tvo sex
hjóla trukka á næstu vikum. Einnig
er í smíðum sex hjóla trukkur fyrir
þýsku heimskautastofnunina og
ljóst að eftirspurnin eftir sex-
hjóladrifnum ofurjeppum fer vax-
andi.
malin@mbl.is
25 ára afmæli Arctic Trucks
Sprinter á 46" fyrir ferðaþjónustuna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fagmenn Arctic Trucks hafa í heil tuttugu og fimm ár breytt bílum og flutt út íslenskt hugvit í tonnavís í formi ofurjeppa sem m.a. hafa farið um endilangt suðurskautið.