Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 28

Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ A uðvitað er bílaflotinn að eldast en að sama skapi virðist fólk hugsa betur um gömlu bílana sína. Það þarf að vera á þeim áfram og hugsar því um að halda þeim við. Það birtist meðal annars í því að ekki er stórlegur munur á end- urskoðunarhlutfalli eða athugasemdum skoð- unarmanna nú miðað við fyrri ár þegar með- alaldur bílaflotans var yngri,“ segir Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar, í samtali við Morgunblaðið. Af hálfu Bílgreinasambandsins hefur aldur íslenska bílaflotans verið gerður að umtalsefni, gjarna við hver mánaðamót þegar birtar eru tölur um bílasölu og nýskráningar. Meðalaldurinn með því hæsta Um nýliðin mánaðamót var meðalaldur fólks- bíla sagður vera 12,7 ár sem væri með því hæsta sem þekkist. Sagði það nauðsynlegt að endurnýja flotann svo neytendur fengju notið þess besta í bílum er sneri að umferðaröryggi og eldsneytisnotkun. Bergur segir að svo virð- ist sem athugasemdir og aðfinnslur í skoðun væri að fara örlítið upp á við, en hvort það væri tölfræðilega marktækt yfir lengri tíma kvaðst hann ekkert vilja staðhæfa um. „Við erum hins vegar að sjá breytingar í dæmingunum. Þar fjölgar þeim þáttum sem fólk á erfiðara með að fylgjast sjálft með. Þannig eru til dæmis að aukast dæmingar á ryð og styrkleikamissi, svo sem á ryð í sílsum og burðarvirki. Á árabilinu 2010 til 2014 fjölg- aði slíkum athugasemdum um 50%. Þetta bendir ef til vill til þess, að þótt fólk geti haldið bílunum við þá vinnur tíminn á þeim.“ Bergur sagðist ekki hafa það sundurgreint hvernig þessi þróun skiptist milli eldri bíla og nýrra. Gera mætti þó því skóna, að það væru frekar eldri bílar sem stæðu að baki þessari aukningu; væru að fá á sig dóma vegna ryðs. „Svo sjáum við líka að hjólabúnaðurinn er dæmdur meira; spindilkúlur, hjólaspyrnur og sérstaklega gormar og fjaðrir. Það jókst nokk- uð á síðasta ári. Menn hafa velt því fyrir sér hvort það tengist kannski ástandi vega sem verið hefur talsvert í umræðunni. Ég er ekki með tölfræði fyrir þetta ár á takteinum en til- vikum þar sem dæmdir voru brotnir gormar fjölgaði upp á 65% á árunum 2010 til 2014. Það er í sjálfu sér ekkert órökrétt ef meira var um holur og klaka á nýliðnum vetri en áður að ætla að það skýri þetta því klaki og holur reyna mjög á fjöðrunarbúnað bíla. Það eru svona hlutir sem eru að aukast, en í lagi eru frekar hlutir sem fólk sér og getur fylgst með, svo sem ljósabúnaður og annað.“ Aðalskoðun fagnaði 20 ára afmæli í byrjun ársins. „Við byrjuðum föstudaginn 13. janúar 1995 og höfum starfað allan þennan tíma á sömu kennitölu og staðið við okkar skuldbind- ingar og skyldur. Í þeirri samkeppni sem ríkir hefur okkur gengið ágætlega að byggja upp og endurnýja stöðvar okkar. Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, í Hafnarfirði, Kópavogi, inni í Skeifu og uppi á Grjóthálsi. Síðan erum við með stöð í Njarðvík í Reykjanesbæ. Í Grundarfirði, á Reyðarfirði og Ólafsfirði skoðum við svo tvisvar í mánuði í samstarfi við verkstæði í heimabyggð,“ segir Bergur, en alls eru starfsmenn Aðalskoðunar um 30. Bifhjól og fornbílar Síðastliðinn laugardag var Aðalskoðun með skoðunardag fyrir bifhjól við skoðunarstöðina í Njarðvík í samvinnu við Erni, bifhjólaklúbb Suðurnesja. „Það tókst glimrandi vel, var vel sótt, enda vorum við heppnir með veður,“ segir Bergur og bætir við að um árlegan viðburð sé að ræða. „Síðan erum við með árlega skoð- un á fornbílum í samvinnu við Krúser- klúbbinn, en hann var einmitt í gær. Þar er um að ræða klúbb fornbílaáhugamanna sem hefur byggst upp undanfarin 10-15 ár. Þeir koma hingað einn dag á hverju vori og krúserbandið, sem er blúshljómsveit innan félagsins, heldur oftar en ekki uppi fjörinu.“ Í tilefni af afmælisárinu hefur Aðalskoðun tekið upp á því að endurgreiða 20 heppnum viðskiptavinum skoðunargjaldið í mánuði hverjum. „Við erum með viðskiptavinaklúbb sem við köllum Aðal. Skrái fólk sig í hann þeg- ar það mætir til skoðunar þá eru dregnir út 20 bíleigendur í hverjum mánuði sem fá end- urgreitt. Klúbbfélagar fá jafnframt nið- urstöður skoðunarinnar sendar í tölvupósti. Viðbrögð við því hafa verið jákvæð því ef eitt- hvað reynist að bílnum og þarf að kaupa vara- hluti er allar viðeigandi upplýsingar að finna í póstinum; hvað var sett út á og hvað þarf að bæta úr. Klúbblistann notum svo svo í framtíð- inni til að minna fólk á hvenær færa þarf bíl til skoðunar. Með því við viljum hjálpa bíleig- endum til að komast hjá því að þurfa að borga vanrækslugjald sem fylgir því að færa bílinn ekki til skoðunar á réttum tíma, en það vill stundum gleymast,“ segir Bergur. Stoltir í úrvalshópi Hann sagði loks hróðugur frá því að Að- alskoðun væri nú í hópi framúrskarandi fyr- irtækja í úttekt Creditinfo. „Það þýðir að Cre- ditinfo skoðar ársreikninga allra fyrirtækja í landinu þrjú ár aftur í tímann. Uppfylli þau ákveðin fjárhagsleg skilyrði; eru í föstum rekstri, með jákvæða afkomu, ákveðið eig- infjárhlutfall og slíkt; séu einfaldlega í góðu lagi þá komast þau í þennan flokk. Í hann kom- ust ekki nema 1,7% fyrirtækja í síðustu úttekt. Að fylla þennan flokk fyrirtækja er talsverður árangur, ákveðin viðurkenning á því að menn standi sig vel í rekstrinum og fjárhagurinn sé í lagi. Af því að vera þarna á meðal erum við mjög stolt, en árangurinn þökkum við við- skiptavinum okkar og starfsfólki,“ sagði Berg- ur Helgason að lokum. agas@mbl.is Fólk hugsar betur um bílana sína Ánægjulegt er að sjá að land- inn er farinn að hugsa betur um bílana sína. Tíminn vinnur þó á ökutækjunum hægt og bítandi og því nauðsynlegt að fylgjast vel með. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vildarklúbbur „Við erum með viðskiptavinaklúbb sem við köllum Aðal. Skrái fólk sig í hann þegar það mætir til skoðunar þá eru dregnir út 20 bíleigendur í hverjum mánuði sem fá endurgreitt,“ segir Bergur Helgason forstjóri Aðalskoðunar. Fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. L ánafyrirtækið Ergo býr að langri sögu og er í dag rekið sem sjálfstæð eining innan Íslandsbanka. Þar er í boði tækjafjármögnun af ýmsum toga, frá bíla-, bifhjóla- og tjaldvag- nalánum fyrir neytendur yfir í vinnu- tækjafjármögnun fyrir atvinnulífið. Haraldur Ólafsson er for- stöðumaður útlánasviðs Ergo og seg- ir hann að undanfarin ár hafi lánveit- ingar einkum verið til fyrirtækja. Nú virðist þetta vera að breytast og hlutur lána til almennings fer vax- andi. „Eftir hrunið var skiptingin þannig að um 80% lána voru tekin af fyrirtækjum en 20% af ein- staklingum. Fyrir um veimur árum fór þetta hlutfall að breytast en er þó enn nokkuð langt frá því sem kalla má eðlilegt jafnvægi. Ætti skiptingin að vera nær 55% á móti 45% þegar bílasala hefur náð sér að fullu á strik.“ Að sögn Haralds má koma auga á ýmsar breytingar í vali og áherslum almennings þegar kemur að bílalán- um. Þannig velji í dag 95% lánþega að taka óverðtryggð lán. Þá hefur hlutur bílasamninga, þ.e. kaupleigu- samninga, farið minnkandi ár frá ári á meðan fleirin velja hefðbundið veð- lán. Verkfallið truflar Haraldur segir veðlán og bílasamn- inga hafa bæði sína kosti og galla en flækjustigið geti stundum verið meira ef um hefðbundið veðlán er að ræða. „Fullnægja þarf fleiri forms- atriðum eins og er að koma í ljós núna þegar verkfallsaðgerðir hafa orðið þess valdandi að fjöldi bílalána bíður þinglýsingar svo ekki er hægt að ganga frá gerðum samningum.“ Að mati Haralds er greinilegt að Íslendingar eru í dag orðnir miklu meðvitaðri neytendur í bíla- viðskiptum. Lánshlutföllin eru þann- ig lægri en þau voru fyrir hrun og segir Haraldur að að meðaltali fjár- magni lánið um 57-8% af kaupverði bílsins. Þá skipti það lántakendur miklu að eiga kost á að borga lánið upp hraðar án uppgreiðslugjalds.“ Um leið er minna hlutfall bílaflot- ans fjármagnað með lánum og hefur farið úr u.þ.b. 70% fyrir hrun niður í hér um bil 23% 2009. Hlutfallið var komið upp í 36% í fyrra og er enn á uppleið. Nýjar lánavörur þýða síðan að neytendur hafa úr fleiri kostum að velja. Vaxtalaus bílalán eru viðbót við flóruna og eru í boði hjá völdum bílaumboðum. „Er þá lánshlutfallið lægra og lánstíminn styttri. Er gert ráð fyri 60% innborgun og 40% láni til þriggja ára og greidd föst krónu- uphæð út lánssamninginn.“ Virðist þessi fjármögnunarleið ekki síst höfða til eldri kaupenda sem hafa ágætis fjárráð. „Þetta er fólk sem á fyrir nokkuð stórri útborgun og kann að meta að engin óvissa er í kringum afborganirnar.“ ai@mbl.is Íslendingar orðnir meðvitaðri neytendur Landsmenn sýna meiri varkárni í bílakaupum og fjármögnunarhlutfallinu í hóf. Merkileg tilfærsla hefur orðið í aðalsölutíma notaðra bíla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vöxtur Haraldur Ólafsson segir bílalán til almennings vera að aukast. Hagsýni Íslendinga í bílakaupum er meðal annars farin að birtast í því að annasamasti sölutími not- aðra bíla hefur færst til. Haraldur segir að áður hafi komið kippur í sölu notaðra bíla á vorin en núna komi kúfurinn á haustin. „Það er á haustin sem bílaleigurnar losa sig við umframbíla úr flotanum eftir háannatíma sumarsins. Áhrif frá bíla- leigunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.