Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29 Þ að borgar sig að hugsa vel um bílinn. Allir vita að gæta þarf að þrýstingi í dekkjum, kíkja í skoðun reglulega og laga hratt og vel þá hluta bílsins sem eru farnir að gefa sig. En það skiptir ekki síður máli að hlúa vel að ytra byrði öku- tækisins, halda bílnum hreinum, glansandi og snyrtilegum. Einar Ásgeir Einarsson er sölu- maður Sonax hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. Hann segir að það sjáist vel á bílnum þegar vel er um hann hugsað. Það getur t.d. hjálpað til við end- ursölu ef þess hefur verið gætt að þrífa bílinn rétt með vönduðum efn- um, og bóna reglulega. „Auk þess er það hreinlega gott fyrir sjálfs- traustið, og miklu skemmtilegra að aka á bíl sem er hreinn og vandlega bónaður,“ segir hann. Ekki hjálpar til að íslenskar að- stæður eru krefjandi. „Það mæðir mikið á bílunum, saltúði berst af hafi og mikið af tjöru á götum yfir vetr- artímann. Ryð og tæring eiga greiða leið að bílnum ef ekki er passað upp á að þrífa hann reglulega og verja lakkið með bóni.“ Þýsk úrvalsvara Sonax er rótgróið merki og hefur fengist á Íslandi í tæplega fjóra ára- tugi. Sonax kemur frá bænum Neub- urg an der Donau í Þýskalandi en þar hófst framleiðslan árið 1950. Í dag er Sonax-vörulínan orðin mjög breið og hægt að finna þar vörur sem henta þörfum hvers og eins. „Sonax er með gríðarlega fjölbreytt vöruúr- val. Við bjóðum upp á allt frá hrað- bónum yfir í háklassavörur fyrir þá kröfuhörðustu sem vilja nostra við bílinn sinn eins og frekast er unnt.“ Af nýjustu viðbótum við vörulínu Sonax má nefna vöru sem kallast einfaldlega Lakkvörn+Gljái. Þetta efni hefur vakið mikla athygli hjá fagmönnum og þeim sem bóna bílana sína oft, enda þykir þar á ferðinni byltingarkennd nýjung í verndun lakksins. Er um hátækniformúlu að ræða sem allir geta notað, auðvelt er að bera á og veitir langvarandi vörn. „Þetta efni er mjög létt í vinnslu en gott er að vinna með lítinn flöt í einu t.d. hálft húdd eða eina hurð. Efnið er þá borið jafnt á flötinn, látið taka sig í 1-2 mínútur, og svo einfaldlega strokið létt af með örtrefjaklút frá Sonax þar til fullum gljáa er náð.“ Þegar Sonax Lakkvörn+Gljái er komið á bílinn hefur efnið öðruvísi viðkomu en hefðbundið vaxbón; „Vatnsvörnin er alveg jafn mikil en í stað þess að gefa bílnum sleipa áferð eins og vaxbón gefur verður yf- irborðið ögn stamara,“ útskýrir Ein- ar. Hann minnir á að ef lakkið er mjög illa farið verði að vinna meira með yf- irborðið áður en Sonax Lakk- vörn+Gljái er borið á. „Eftir að bíll- inn hefur verið þveginn er notaður massi til að ná aftur upp dýptinni á gljáanum.“ Hreinar felgur áreynslulaust Nú er landið að koma undan löngum vetri og þrátt fyrir að hafa reynt sitt besta eru margir bílaeigendur að uppgötva að dökk húð hefur lagst á felgurnar, og tjöruleysir virðist gera lítið gagn. „Þeir sem eru í þessum sporum ættu að nota Sonax Xtreme felguhreinsinn. Þetta er sýrulaus felguhreinsir svo engin hætta er á að efnið skemmi felgurnar, hvort sem er um álfelgur eða stálfelgur að ræða. Eftir að hafa þrifið felgurnar er felguhreinsinum úðað á föst óhreinindin. Efnið er látið standa á í 3-4 mínútur á meðan það gengur í efnasamband við bremsurykið. Þeg- ar það hefur myndað rauðan lit er felgan einfaldlega spúluð eða þvegin með þvottakústi.“ Eins og tjaran getur verið til leið- inda á veturna þá eru klesst skordýr að verða æ meira vandamál fyrir ökumenn á sumrin. Oft sitja skor- dýraleifarnar sem fastast og ekki skemmtilegt verk að hreinsa af framenda bílsins. „Sonax er með sér- hæft efni, flugna- og skordýra- hreinsi, sem úðað er á flugnaóhrein- indin áður en bíllinn er þrifinn. Þessi hreinsir inniheldur efni sem losa flugurnar frá lakkinu svo að mun auðveldara verður að ná bílnum hreinum.“ ai@mbl.is Aldrei auðveldara að vera á glansandi hreinum bíl Nýtt efni frá Sonax, Lakkvörn+Gljái, þykir hafa byltingarkennda eiginleika, veita langavarandi vörn en vera um leið auðvelt að bera á bílinn. Morgunblaðið/Ernir Samtaka Það er alltaf skemmtilegra að þvo bílinn þegar allir hjálpast að. Einar segir vissara að nota svamp eða mjög múkan kúst við þvottinn. Mynd úr safni af feðginum að sápa fjölskyldubílinn. Fjölbreytni Til eru hreinsivörur sem gegna hver sínu hlutverki við þrifin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Prýði Einar segir það gott fyrir sjálfstraustið að vera á vandlega bónuðum bíl. Það er grátlegt þegar bíleigendur gera einföld mistök við þrif á bíln- um sem fara illa með lakkið. Ef bíllinn er rangt þrifinn geta t.d. hárfínar rispur fljótlega farið að koma í ljós. „Við bendum mönnum á að nota sjampóið frá Sonax og helst að þvo með svampi eða hreinum þvottakústi með mjúkum hárum. Með því að nota sjampó mýkist vatnið og álagið á bónhúðina sem fyrir er verður minna svo lakkið er betur verndað,“ segir Einar. Einnig margborgar sig að fjár- festa í vönduðum svömpum og klútum til að bera hreinsiefnin á og strjúka þau af. Einar nefnir sérstaka svamppúða frá Sonax til að bera á bónið. „Þessir áburð- arsvampar gefa mjög jafnt átak, svo að auðveldara er að bera á og bónið dreifist með jafnari hætti,“ segir Einar. „Þeir sem eru vanir að nota gamla boli, grisjur, sokka eða viskustykki við bílþvottinn ættu að prufa að fjárfesta í örtrefjak- lútum, eins og rauðu undraklút- unum frá Sonax. Þeir henta sér- staklega vel til að ná fram skýlausri áferð. Klútarnir fara svo einfaldlega í þvottavélina, án mýkingarefnis, og koma út jafn- góðir í næstu bílþrif.“ Réttu klútarnir og svamparnir auðvelda þrifin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.