Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að var árið 2007 að Piero Segatta og félagar eign- uðust Pústþjónustu BJB í Hafnarfirði. Um leið var gerð lítilsháttar breyting á nafni fyrirtækisins. „Við tókum upp nafnið „Pústþjonusta BJB – aukin þjónusta“, til að gefa það til kynna að nú væri í boði hjá okkur margt fleira en þjónusta tengd pústkerfinu,“ seg- ir Piero. „Bættust við alls sex þjón- ustuflokkar: smurþjónusta, viðgerðir á bremsum og fjöðrunarbúnaði, hjólastillingar, almennar viðgerðir, rafgeymaþjónusta og það sem við köllum „önnur þjónusta“ sem nær yf- ir ýmis smáviðivik eins og að skipta um perur og þurrkublöð.“ Þarf að fræða viðskiptavini Pústkerfin skipa enn heiðurssess hjá fyrirtækinu og eru rekin tvö verk- stæði undir sama þaki þar sem annað sinnir almennum bílaviðgerðum en hitt er helgað pústviðgerðum. Piero segir þörf á að fræða almenning bet- ur um þann mun í gæðum og endingu sem verið getur á pústviðgerðum eft- ir því hvernig staðið er að verki: „Í þessum geira er hörð verð- samkeppni og því gildir sú regla að viðskiptavinurinn fær það sem hann borgar fyrir. Hingað hafa komið kúnnar og spurt hvers vegna annað fyrirtæki er kannski að bjóða sömu viðgerð á 20% lægra verði, án þess að skilja að munurinn getur t.d. legið í því að við veljum að nota frekar vöru sem uppfyllt hefur stranga staðla. Okkar markmið er einfaldlega að bjóða faglega þjónustu og notum t.a.m. viðgerðar-framrör úr ryðfríu stáli því þau endast margfalt lengur.“ Pústkerfið vill oft mæta afgangi hjá bíleigendum enda eitthvað sem þeir eru ekki með fyrir augunum dags daglega, og freistandi að hugsa sem svo, þegar kemur að viðgerðum, að óhætt sé að fara ódýru leiðina því það verði hvort eð er búið að selja bíl- inn áður en pústkerfið gefur sig aft- ur. Piero segir borga sig að gefa púst- kerfinu nánar gætur og láta athuga málin um leið og vart verður við und- arlegt hljóð, og hvað þá viðvör- unarljós í mælaborðinu. „Bæði er það öryggisatriði að hafa pústkerfið í lagi og rækilega fest á sínum stað. Það er ekkert grín ef t.d. pústið losnar af bílnum á vegum úti og setur bílana sem á eftir koma í mikla hættu,“ út- skýrir Piero. „En pústkerfið getur líka haft áhrif á skilvirkni bílvél- arinnar og orðið til þess að ýmist minnka kraft eða auka eyðslu.“ Þrengsli og titringur Hann bendir á að pústkerfi séu hönn- uð af framleiðanda til að gegna ákveðnu hlutverki í samræmi við eðli og afköst vélarinnar. Þarf pústkerfið að geta tekið við öllu því heita gasi sem vélin sendir frá sér eftir að kveikt hefur verið í eldsneytinu í sprengihólfi vélarinnar. „Ef ekki er vandað til verka og því t.d. sleppt að nota vörur með svokallaða E- merkingu sem uppfyllir staðla bíla- framleðandans, þá er ekki víst að við- gerðin skili þeim árangri sem sóst er eftir. Þá þarf að nota sérstaka barka sem einangra titringinn í framröri frá öðrum hlutum bílsins. Barkarnir eru mjög mismunandi að gæðum og ef ódýrasta leiðin er valin og rangur barki notaður þá getur hann einfald- lega rifnað og endist skemur en til var ætlast.“ Að sögn Pieros ættu bíleigendur að vita að þegar gert er við pústkerf- ið má í grófum dráttum velja um nokkra gæðaflokka. Ódýrast er að nota svokallaða „universal“ íhluti sem alla jafna hafa stystan ending- artíma. „Þá er hægt að nota íhluti, svo kölluð boltakerfi, sem eiga að passa beint við það sem fyrir er. Þessi kerfi eru bæði til ómerkt og E- merkt en E-merkt kerfi hafa verið prófuð á tilraunastofum og vottað að þau virka rétt með tilteknum bílum. Sama á við um hvarfakúta og mjög hæpið að nota ekki þar til gerða H- merkta kúta sem hafa verið prófaðir til síns brúks,“ segir Piero. „Loks eru „original“ íhlutir frá framleiðanda sem geta oft kostað tí- falt á við hina en þá getur kaupand- inn líka verið viss um að allt er í lagi.“ Hann segir oft óráðlegt að velja ódýrustu lausnirnar. „Vinnan er oft það dýr hluti af viðgerðinni, hvort sem notaðir eru vandaðir eða minna vandaðir íhlutir, og þeir sem reyna að spara með því að fórna gæðum fyrir lægra verð standa oft í þeim sporum að pústkerfið bilar á ný áður en langt um líður.“ ai@mbl.is Ef þú hugsar vel um pústkerfið hugsar pústkerfið vel um þig Ökumönnum hættir til að láta pústkerfið mæta afgangi og spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að viðgerðum. Piero hjá Pústþjónustu BJB segir að þegar upp er staðið borgi sig sjaldan að fara ódýrustu leiðina Hagur Piero Segotta segir harða verðsamkeppni í pústviðgerðum. Einbeiting Þegar pústið er lagað þarf að vanda til verka og nota góða varahluti. Starfsmaður Pústþjónustu BJB mundar málmsuðutækið af nákvæmni svo allt verði eins og það á að vera. Vinnustaður Að mörgu er að huga á verkstæðinu og fátt sem er ómögulegt. Grip BJB flytur inn dekk frá þekktum framleiðendum í Indlandi og Kína. Pústþjónusta BJB er með sterka dekkjadeild og umboð fyrir áhugaverða framleiðendur í Asíu. Eru það Vrederstein og Apollo frá Indlandi og Federal frá Taívan. „Federal er það sem við köllum „budget“-merkið okkar sem við teflum fram til að keppa við dekkin sem streyma til landsins frá kínverskum framleiðendum og hafa reynst misgóð. En til að keppa við betri framleið- endur notum við Vredestein og Apollo sem oftast eru í efstu tíu sætunum yfir þær prófanir sem gerðar eru á dekkjum fyrir hvert tímabil,“ segir Piero. Greinilegt er að Piero hefur sterkar skoðanir á dekkjamálum og þannig segir hann lítið vit vera í því fyrir íslenska ökumenn að notast við svokölluð heilsársdekk. „Það á best við íslenskar aðstæður að keyra um á sumar- dekkjum á sumrin og vetrardekjum á veturna. Skilar það bæði betri endingu og meira öryggi í akstri.“ Piero bendir á mælingar sem hafa sýnt að hemlunarvegalengd heilsárs- dekkja í vætu er mun meiri en hemlunarvegalengd hefðbundinna sumar- dekkja. Þá eru sumardekkin úr harðara gúmmíi sem slitnar ekki eins auðveld- lega á heitu malbiki. „Þó að lofthitinn á Íslandi yfir sumartímann sé lægri en í Mið-Evrópu er malbikið heitt og dregur í sig geisla sólarinnar. Íslenskt malbik er oft 20-30°C heitt að sumri til og fer ekki vel með mjúkt gúmmí sem hefur verið blandað með vetrarakstur í huga.“ Ekki hrifinn af heilsársdekkjum Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.