Fréttablaðið - 27.04.2015, Side 8
27. apríl 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR |
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjanabjorg@frettabladid.is
NEPAL Alþjóðleg björgunarteymi
streyma nú til Nepal og svæða sem
urðu illa úti í skjálftanum sem reið
yfir aðfaranótt laugardags. Tala
látinna er komin yfir 2.500, þar af
létust 700 í Katmandú, höfuðborg
Nepal.
Hundruð þúsunda eyddu nótt-
inni undir berum himni af ótta við
eftirskjálfta. Einn þeirra sem reið
yfir í gær mældist 6,7 að stærð.
Miklar rigningar hafa gert fólki
enn erfiðara fyrir. Talið er víst að
tala látinna eigi eftir að hækka.
Margir eru slasaðir og í brýnni
þörf fyrir læknisaðstoð. Einnig er
skortur á öllum helstu nauðsynj-
um, matvælum, aðgangi að hreinu
vatni og skjóli.
Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir
neyðarástandi
á þeim svæðum
sem urðu verst
úti og hafa óskað
eftir aðstoð frá
alþjóðasamfé-
laginu.
Gísl i R a fn
Ólafsson hjálp-
arstarfsmaður
flaug frá Íslandi
á laugardag, strax eftir að fregnir
bárust af jarðskjálftanum. Hann
var staddur í Dúbaí í gær þar sem
hann beið eftir flugi til Katmandú
í morgun. „Jarðskjálftar eru allt-
af þannig að hver mínúta og hver
klukkutími skiptir máli varðandi
það að bjarga fólki úr rústum.
Okkar hlutverk verður að tryggja
góð fjarskipti á svæðinu, það er
lykilatriði til þess að samhæfa
björgunaraðgerðir,“ segir Gísli
Rafn sem hefur mikla reynslu af
björgunaraðgerðum eftir jarð-
skjálfta og náttúruhamfarir. Þetta
er fjórði stóri jarðskjálftinn þar
sem hann hefur hjálpað á vett-
vangi og mikið verk bíður hans því
rafmagns- og farsímakerfi liggja
niðri á mörgum svæðum.
Hann notaði tímann meðan hann
beið eftir fluginu til Katmandú
til að undirbúa sig andlega undir
starfið. „Það er alltaf erfitt að
koma á staði þar sem er mikið af
fólki sem á um sárt að binda. En að
gera gagn þar sem fólk þarf hjálp,
það drífur mann áfram.“
Hann segir erfitt verkefni fram
undan og býst við slæmum aðstæð-
um. „Þetta eru mörg lítil þorp sem
liggja í dölum í fjalllendi. Þorpin
eru í rúst og vegir eru farnir í
sundur, bæði vegna jarðskjálftans
og vegna skriðufalla. Það verður
mjög erfitt að koma hjálpargögn-
um og björgunarsveitum á vett-
vang.“
Fjölmargar hjálparstofnanir
hafa svarað kallinu og hafið neyð-
arsöfnun fyrir íbúa í Nepal, meðal
annars Rauði krossinn og UNI-
CEF. Að minnsta kosti 940 þúsund
börn á verst leiknu svæðunum
eftir jarðskjálftann í Nepal þurfa á
brýnni aðstoð að halda samkvæmt
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna.
Jón Brynjar Birgisson er sviðs-
stjóri alþjóðlegra björgunarað-
gerða hjá Rauða krossinum og
hefur fundað um næstu skref hér
á landi en fyrir liggur að verða við
alþjóðlegri hjálparbeiðni. Um tvö
hundruð Íslendingar eru þjálfað-
ir sendifulltrúar Rauða Krossins,
flestir úr heilbrigðisgeiranum.
„Við munum leggja til starfsfólk
í neyðarsveitirnar. Við munum
líklega senda um þrjátíu fulltrúa.
Það er mikið verk fram undan, nú
einbeitum við okkur að aðhlynn-
ingu slasaðra, því að dreifa hjálp-
argögnum og veita áfallahjálp,
svo á eftir fer samfélagsleg upp-
bygging og aðstoð. Þetta mun taka
tíma.“
Eyðilegging, sorg og ótti í Nepal
Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins. Tala látinna er komin yfir 2.500 og talið er víst að hún eigi
enn eftir að hækka. Ennþá er leitað að fólki í rústum. Öflugir eftirskjálftar valda ótta og fólk sefur undir berum himni. Gísli Rafn Ólafsson
hélt strax áleiðis til Nepal til hjálparstarfa. Hann mun vinna að því að tryggja góð fjarskipti á svæðinu en segir aðstæður erfiðar.
Margrét Ingadóttir sem rekur heimili
fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú
í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan
og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau
flest undir berum himni skammt frá
heimilinu og veðurspáin var afleit,
þrumuveður og rigning. Yngsta barnið
sem hún hefur á framfæri sínu er
tveggja ára og það elsta sautján ára.
Hún segir börnin ekki þora að vera í
húsinu. „Allra minnstu börnin eru í
tjaldi og í svefnpoka en hin sofa undir
berum himni en með sængurnar sínar.
Það er spáð þrumuveðri. Það er svo
erfitt að hugsa til þess að þau þurfi að
sofa úti. Það er kalt og erfitt að vera
úti, en fólk vill ekki vera inni. það er
enn hætta á stórum skjálfta. Það hafa
orðið skemmdir á húsinu og það er
ekki öruggt að dvelja í því.“
Rafmagnslaust og símasambands-
laust varð víða í Nepal í kjölfar
skjálftans og segir Margrét að nokkrar
klukkustundir hafi liðið frá því skjálft-
inn reið yfir og þar til hún náði í Baal,
sem er pabbinn á heimilinu.
„Börnin voru öll heima því það
var laugardagur og enginn skóli. Þau
hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið
yfir. Ég var fegin að heyra frá þeim og
heyrði í þeim aftur síðdegis, þá höfðu
þau fengið rafmagn á heimilið og
hafði tekist að fylla á vatnsflöskur og
hlaða símana sína. Þau eru með nóg
vatn og mat en það væri óskandi að
það væru fleiri tjöld og svefnpokar,“
segir Margrét og segist reyna öll ráð til
að komast til þeirra en hún er stödd
í Sádi-Arabíu. „Ég hef verið að reyna
að komast til þeirra og er komin með
flugmiða, en það er lokað fyrir allt
farþegaflug sem stendur. Það verða
send hjálpargögn frá Sádi-Arabíu, ég
skoðaði hvort ég kæmist með gögn-
unum til Nepal en það er útilokað.
Hún huggar sig við það að foreldrarnir
sem hún hefur ráðið til að annast
börnin séu hæfir til starfsins. „Ég veit
að þetta er erfitt, en ég veit líka að
fólkið þarna um slóðir er sterkt eftir
röð áfalla, þau hafa lifað af borgara-
styrjöld. Börnin á heimilinu hafa líka
gengið í gegnum ýmislegt. Ég vildi að
ég kæmist núna strax til að vera með
börnunum og fjölskyldunni en eins og
er þá er það ekki mögulegt. “
BÖRN MARGRÉTAR SVÁFU UNDIR BERUM HIMNI
„Þetta hefur verið áhugaverður dagur, og sönnun
þess hve mikils samfélagsmiðlarnir eru megnugir.
Um leið og ég steig fram úr rúminu titraði síminn.
Áríðandi fréttir CNN, jarðskjálfti upp á 7,5 stig
í Nepal. Nepal. Hjartað missti úr slag um stund.
Sonur minn er í Nepal í gönguferð með vinum
sínum.“ Svona hefst frásögn Hjartar Smárasonar
faðir Antoníusar Smára, tvítugs göngugarps sem
blessunarlega er heill á húfi í Pokhar í Nepal.
● Hjörtur notaði samfélagsmiðla og leitarvélar til að
finna son sinn og lýsti reynslu sinni af leitinni á
Facebook. Hér á eftir er gerð grein fyrir leit Hjartar
og Ingu Rósar eiginkonu hans að Antoníusi.
● Eftir að hafa leitað frekari frétta á CNN án árangurs
fór Hjörtur á vefsíðu USGS (vefsíðu sem bandarísk
stjórnvöld halda úti með nákvæmum upplýsingum
um jarðskjálfta víða um heim) til að fá nákvæmari
upplýsingar um upptök skjálftans. Hann tók niður
hnitin og færði inn í Google kort til að fá nákvæmar
staðsetningar og skoðaði síðustu vefpósta frá syni
sínum með ferðaáætlunum hans og bar saman við
þær.
● Niðurstöðurnar vöktu með honum ugg. Sonur hans
og göngufélagar áttu að vera í Ghandruk, sem er
aðeins 80 kílómetrum frá upptökum skjálftans.
● Næst fór Hjörtur á Twitter til að leita frétta. Þær
komu smám saman, flestar frá Katmandú, sem er
í svipaðri fjarlægð frá upptökum
skjálftans og Ghandruk. Nema í
hina áttina.
● Hjörtur leitaði frétta með því
að nota kassamerkin, #nepal eða
#nepalquake. Til að fá nákvæm-
ari upplýsingar notaði hann
einnig kassamerkin #pokhara og
#ghandruk.
● Í margar klukkustundir var
ekki eitt einasta tíst frá #ghandruk og mjög lítið
frá #pokhara nema nokkrar myndir af hrundum
húsum. Það lofaði ekki góðu.
● Hjörtur hélt í vonina því að jarðskjálftinn varð um
hádegisbil í Ghandruk, og samkvæmt ferðaáætlun-
inni hefði sonur hans átt að vera úti á göngu,
öruggasti staðurinn að vera á þegar jarðskjálfti
ríður yfir er á víðavangi.
● Hann vissi að það væri líklega ekkert farsímasam-
band og jafnvel ekkert rafmagn. Nokkuð sem kom
í ljós síðar að var rétt. Hann hafði samband við
utanríkisráðuneytið sem ræsti sendiráðið í Delhi
og reyndi að komast í samband við konsúlinn í
Katmandú.
● Hann fann nokkrar áreiðanlegar heimildir um stað-
setningu í Katmandú og stillti af Twitter-reikning
sinn þannig að hann fékk tilkynningu í hvert skipti
sem einhver setti inn færslu með kassamerkjum
sem hann vaktaði. Dagurinn leið og fréttirnar sem
gögnuðust honum fékk hann frá Twitter og sam-
félagsmiðlum frekar en fjölmiðlum.
● „Konan mín setti inn athugasemd við mynd af syni
mínum með þremur göngufélögum hans sem var
tekin í upphafi ferðarinnar og setti á Facebook.
Þar bað hún þá um að setja inn athugasemd ef
þeir kæmust í netsamband. Það varð raunin. Um
leið og gönguteymið komast á hótelið í Pokhara,
komst ein stúlkan á netið, fékk tilkynninguna og
setti athugasemd við myndina. Innan tíu mínútna
hafði vitneskjan borist til allrar fjölskyldunnar og
fjölskyldu vina hans, utanríkisráðuneytisins og
íslensku fjölmiðlanna. Þetta er máttur samfélags-
miðlanna,“ sagði Hjörtur.
● Enginn úr teyminu meiddist. Einhverjir leiðsögu-
manna þeirra misstu heimili sín en enginn þeirra
var meiddur. Hjörtur segir miklu máli hafa skipt að
hafa ferðaáætlun sonar síns undir höndum.
● „Jafnvel þótt við séum meira spennt en áhyggju-
full yfir ferðalagi sonar okkar, þá báðum við hann
um að senda okkur ferðaáætlun sína og síma
og netföng foreldra vina hans. Bara ef eitthvað
skyldi koma upp á og við þyrftum að ná í hann.
Þetta, ásamt Twitter, Google-kortum og Facebook
hjálpaði mjög mikið í dag.“
SVONA FUNDU ÍSLENSKIR FORELDRAR SON SINN
HJÖRTUR
SMÁRASON
EYÐILEGGING OG EFTIRSKJÁLFTAR Enn er leitað að fólki í rústum í Nepal og skortur er á læknum og hjálpargögnum. Eftirskjálftar eru stórir. Kröftugur skjálfti reið
yfir í gærmorgun og fólk er óttaslegið vegna þeirra og kýs að sofa undir berum himni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MARGRÉT OG BÖRNIN Hér er Margrét með nokkrum barnanna á heimilinu.
GÍSLI RAFN
ÓLAFSSON
ASKÝRING | 8
JARÐSKJÁLFTAR Í NEPAL
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
www.gengurvel.is
BELLAVISTA náttúrulegt
efni fyrir augun, ríkt af
lúteini og bláberjum
NÁTTBLINDA
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
C
-E
1
2
C
1
7
5
C
-D
F
F
0
1
7
5
C
-D
E
B
4
1
7
5
C
-D
D
7
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K