Fréttablaðið - 27.04.2015, Side 13
KRUMMI
Hrafna Guðrúnar
má kaupa á Þjóð-
minjasafninu og
Þjóðmenningarhús-
inu. Nánari upplýs-
ingar á gvassag-
isla.wix.com/tre-
verk og í netfanginu
gvassa gisla@
hotmail.com.
Samband Íslendinga við hrafninn hefur ávallt verið náið. Fuglinn tengist okkur í gegnum söguna og
þjóðtrúna og langflestir geta sagt ein-
hverjar sögur af krumma. Sjálfri finnst
mér þessi vitri fugl mjög fallegur og ég
veit að hann höfðar til mjög margra,“
segir listakonan Guðrún Gísladóttir.
Guðrún er myndlista- og smíðakennari í
grunnskóla en hún á einnig að baki nám
í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla
Íslands.
Guðrún hefur unnið að listsköpun
sinni meðfram kennarastarfinu. „Ég hef
verið að renna dálítið í trérennibekk,
bæði trjáform og aðra muni sem eru á
mörkum nytja og lista,“ segir hún en
síðastliðið ár hefur hún einbeitt sér að
hrafninum. „Fyrir ári kom samstarfs-
kona til mín og bað mig um að búa til
fyrir sig stóran og grófan hrafn en hún
hafði séð verkefni sem ég hafði unnið
með börnunum þar sem við tálguðum
hrafna.“
Nú smíðar hún bæði stóra og smáa
hrafna, flesta svarta en suma hvíta.
Hún leggur mikla áherslu á að hrafninn
standi á rekaviði. „Annars finnst mér ég
ekki gera honum nógu hátt undir höfði,“
segir hún glaðlega en ekki er hlaupið
að því að nálgast rekaviðinn. „Ég hef
gengið allar fjörur hér á Reykjanesi og
hef sambönd norður í land,“ segir hún
glettin.
„Hrafninn hefur aðeins þróast á
þessu ári. Nú er ég trúrri hrafnsform-
inu en ég fór dálítið frjálslega með
það fyrst,“ segir Guðrún sem notar ís-
lenskt birki við smíðina. „Birkið er besti
efniviðurinn, það er sterkt, trefjarnar
stuttar og mjúkar,“ segir hún. Grófleiki
efnisins gefur þá tilfinningu að krumm-
inn sé fiðraður og jafnvel lifandi. „Ég
vildi hafa hann úfinn eins og hann oft er
þegar maður sér hann sitja uppi á ljósa-
staurum í roki.“ ■ solveig@365.is
ÚFIÐ HRAFNAGER
VITUR FUGL Guðrún Gísladóttir listgreinakennari hannar og smíðar fallega
hrafna úr birki. Krummarnir tylla sér á rekavið með úfnar fjaðrir.
GRÓFIR Krummarnir eru ekki pússaðir sem verður til þess að þeir líkjast lifandi
fiðruðum fuglum. MYND/ERNIR
HRAFNAMÓÐIR
Guðrún smíðar hrafna
sína úr birki sem hún
segir langbesta efni-
viðinn.
MYND/ERNIR
Góðar fjölskyldustundir
Gönguferðir, létt fjallaklifur og skemmtilegar ævin-
týraferðir úti í náttúrunni eru í senn góðar, hollar og
skemmtilegar samverustundir fyrir fjölskylduna.
SÍÐA 2
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
B
-A
5
2
C
1
7
5
B
-A
3
F
0
1
7
5
B
-A
2
B
4
1
7
5
B
-A
1
7
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K