Morgunblaðið - 29.06.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.06.2015, Qupperneq 2
Hvalbátar Hvals hf. héldu til veiða í gær. Fyrstu langreyðarnar gætu veiðst í dag, ef skilyrði eru rétt. Hvalur hefur heimild til að veiða 154 langreyðar á ári, auk þess kvóta sem heimilt er að flytja frá fyrra ári. Skipin fóru fyrr til veiða í fyrra og hittifyrra, um miðjan júní, og voru að veiðum langt fram eftir sep- embermánuði. Ekki náðist kvótinn þessi ár því 137 dýr veiddust í fyrra og 134 árið áður. Veður var óhag- stætt bæði árin. Þannig þurfti að leggja skipunum um tíma í júlí á síð- asta sumri vegna brælu. Allt er klárt til að hefja vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði, að sögn Guðmundar Steinbach fjármála- stjóra. Um 150 manns eru við vinnslu, veiðar og í frystihúsi. helgi@mbl.is Hvalbátarn- ir eru farnir til veiða Morgunblaðið/Þórður Vertíð Hvalur 8 heldur til veiða á hvalamiðunum vestur af landinu. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Margir nýttu sér gott veður helgarinnar og sum- ir gengu því eða hjóluðu um miðbæ borgarinnar eins og ungi drengurinn sem brunar á hlaupa- hjóli niður Laugaveginn. Litríkt munstur prýðir nú stóran kafla Laugavegar en almenningi gafst kostur á að taka þátt í vinnunni síðastliðinn föstudag. Göturnar eru í skærum litum en yfir- bragð þeirra hefur vakið mikla kátínu hjá yngri kynslóðinni. Margir á ferð í góðviðrinu í höfuðborginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjólað og gengið um litríkar götur Laugavegar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Líf sem kviknaði í markaði fyrir al- menna sumarbústaði í byrjun ársins virðist hafa dofnað heldur í verkföll- um og kjaradeilum í vor. Viðar Böðvarsson, framkvæmdastjóri Foldar fasteignasölu og stjórnar- maður í Félagi fasteignasala, telur líkur á að markaðurinn lifni aftur við nú þegar verkföllin eru liðin hjá. Ágæt sala var í sumarhúsum eftir bankahrunið, á árunum 2009 til 2011. Eftir það fór að dofna yfir og hefur verið frekar lítil eftirspurn síðustu árin. Viðar segir að svo virðist sem leiðréttingin margumrædda undir lok síðasta árs hafi skýrt stöðu margra og aukið mönnum bjartsýni. Það hafi meðal annars komið fram í aukinni eftirspurn eftir sumarhúsum í byrjun árs. Sem dæmi um það nefn- ir hann að selst hafi bústaðir í jan- úar, sem ekki sé algengt. „Byrjunin á árinu gaf því góð fyrirheit en mér fannst dofna aftur yfir markaðnum í verkfallinu. Þetta er þannig markaður að fólk tekur ekki áhættu ef óvissa er um atvinnu eða tekjur. Nú er búið að leysa öll verkföll og ég á von á að það lifni aft- ur yfir þessu,“ segir Viðar. Sumarhús tiltölulega ódýr Viðar telur að ágæt kauptækifæri séu í markaðnum. Almenn sumarhús hafi ekki hækkað í takt við íbúðarhús og séu tiltölulega ódýr miðað við byggingarkostnað. Hann er þá að ræða um sumarbústaði á verðbilinu 10 til 17 milljónir kr. Markaðurinn sé hins vegar lag- skiptur. Önnur lögmál gildi um vand- aðri sumarhús þar sem staðsetning skipti miklu máli. Þar sé um að ræða hús á bilinu 25 og upp í 60 milljónir kr. Þau seljist tiltölulega hratt ef eignin er talin standa undir verði. Til viðbótar við leiðréttinguna seg- ir Viðar að einhverjar fjármálastofn- anir séu aftur farnar að lána út á sumarbústaði. Það gæti hjálpað markaðnum. Síðustu ár hafi fólk not- að sparifé til að kaupa sumarhús eða tekið lán út á skuldlítil íbúðarhús. Erfitt er að spá í verðþróun á markaðnum, að sögn Viðars, enda fer hún eftir kaupmætti fólks og fleiri atriðum. Hann telur líkur á að eftirspurn sé að aukast og það ætti að öðru jöfnu að hafa áhrif á verð. Framboðið geti þó líka líka aukist en þá frekar á eldri bústöðum því að lít- ið hafi verið byggt undanfarin ár. Kylfingum fer fjölgandi Alltaf er mesta eftirspurnin eftir sumarhúsum innan klukkutíma akstursfjarlægðar frá Reykjavík. Þá eru kylfingar vaxandi hópur sumar- bústaðakaupenda og sækja í svæði sem liggja vel við golfvöllum. Lifnar yfir sumarhúsamarkaði  Leiðréttingin og auknir lánamöguleikar hleyptu lífi í markaðinn  Aftur dró úr eftirspurn vegna verkfalla og vinnudeilna  Fasteignasali telur að ágæt kauptækifæri séu í sumarhúsum Grímsnes Fjöldi fjölmennra sumarhúsahverfa er í Grímsnesi. „Við blásum alveg á spádóma um það. Við höfum ekkert séð sem gefur til kynna að ekki verði góð makríl- vertíð, þvert á móti byrjar vertíðin vel hjá okkur,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE-2, um byrjun makrílvertíðarinnar, en sumir höfðu spáð því að makríllinn kæmi ekki í ár. Makríll hefur veiðst undanfarna daga við Eyjar. Einnig er byrjað að leita fyrir austan land en vertíðin virðist byrja seinna þar en oft áður. Álsey var nýkomin á miðin undir kvöld í gær, þegar rætt var við Jón, og var nýbúið að kasta. Veður var leiðinlegt þannig að Jón hélt sig inni á Grindavíkurdýpi. Um fjögur önnur skip voru á svæðinu, sum utar og vestar. Tvö skip fengu ágætis veiði þar í gær. „Það er mjög gott ástand á þessu hér við Vestmannaeyjar. Menn eru að fá fínustu höl og stóran og fallegan makríl. En veðrið er að angra okkur,“ segir Jón. helgi@mbl.is Fínustu höl og fallegur makríll Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Afli Makríllinn sem veiðist við Vest- mannaeyjar er stór og fallegur. Pétur H. Blöndal, stærðfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lést á föstudags- kvöldið, 71 árs að aldri. Hann hafði set- ið sem alþingismaður Reykvíkinga síðan 1995. Banamein Pét- urs var krabbamein og lést hann í faðmi fjölskyldunnar. Útför Péturs mun fara fram í kyrrþey að hans ósk. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar Landspítalans. Pétur fæddist í Reykjavík 24. júní 1944. Foreldrar hans voru Haraldur H. J. Blön- dal, sjómaður og verkamaður, og Sig- ríður G. Blöndal skrifstofumaður. Pét- ur lauk stúdentsprófi frá MR árið 1965 og diplom-prófi í eðlis- fræði, stærðfræði og tölvufræði við Kölnarháskóla 1968. Hann lauk svo dip- lom-prófi í hagnýtri stærðfræði, lík- indafræði, tölfræði, tryggingastærðfræði og alþýðutryggingum við Kölnarháskóla 1971 og dokt- orsprófi í líkindafræði við sama háskóla 1973. Pétur starfaði sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands á árunum 1973-1975. Hann var stundakennari við Háskóla Ís- lands 1973-1977 og forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna 1977- 1984. Þá sinnti hann trygg- ingafræðilegri ráðgjöf og útreikningum fyrir lífeyrissjóði og einstaklinga árin 1977-1994. Pétur var framkvæmdastjóri Kaupþings hf. 1984-1991 og kennari við Verslunarskóla Íslands 1991-1994. Hann var starfandi stjórnar- formaður Tölvusamskipta hf. 1994-1995. Frá 1995 til þessa dags starfaði Pétur sem alþingismaður. Pétur var fráskilinn, en hann kvæntist tvisvar. Fyrri kona hans var Monika Blöndal. Seinni kona hans var Guðrún Birna Guð- mundsdóttir. Börn Péturs eru Davíð, Dagný, Stefán Patrik, Stella María, Baldur og Eydís. Andlát Pétur H. Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.