Morgunblaðið - 29.06.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 29.06.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 SVIÐSLJÓS Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Íslensk fyrirtæki sem kaupa endur- nýjanlega raforku frá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur þurfa að kaupa sérstakt vottorð um að raf- orkan sé endurnýjanleg, annars er raforkan flokkuð sem 23% úr kjarn- orku og 32% úr jarðefnaeldsneyti. Orkusala á Íslandi er því aðeins 45% endurnýjanleg þrátt fyrir að nær öll framleiðsla sé orkuendurnýjanleg. Erlendir aðilar sem nýta kjarnorku eða jarðefnaorku geta keypt réttinn til þess að segjast nota endurnýjan- lega orku í gegnum slík vottorð. Það hefur þó í för með sér að Íslendingar þurfa á móti að segjast nota kjarn- og jarðefnaorku í jöfnu hlutfalli við þær vottanir sem þeir selja. Þannig gæti Landsvirkjun t.d. selt upprunavott- anir sem nemur 10% af orkufram- leiðslu landsins til erlends fyrirtækis sem notar kjarnorku. Fyrirtækið gæti þá sagst nota vatnsorku en um leið eru 10% af orkusölu Íslendinga flokkuð sem kjarnorka. Innlendir að- ilar geta því ekki sagst nota end- urnýjanlega orku að fullu nema að kaupa sjálfir slíka vottun. Álið óvottað Sveinn A. Sæland, fyrrverandi for- maður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi, segir í samtali við Bændablaðið í umfjöllun blaðsins um málið að hann hafi fengið tilboð frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, um að garð- yrkjubændur sem þar eiga viðskipti gætu keypt sig frá óhreinni orku og fengið vottun um að þeir notuðu að- eins hreina orku. „Okkur var boðið að kaupa okkur frá þessari vitleysu fyrir sem nemur 5,1 eyri á kílóvatt- stund. Þannig gætum við keypt kjarnorku og jarðefnaeldsneytið út af reikningunum hjá okkur og fengið rafrænt „lógó“ inn á heimasíðuna sem segir að við séum að kaupa hreina orku. Ég var bara ekki tilbú- inn að taka þátt í svona skrípaleik.“ hefur blaðið eftir Sveini. Íslendingar framleiða um 18,1 milljarð kílóvattstunda á ári. Fái allir raforkukaupendur sama tilboð og garðyrkjubændur, þ.e. 5,1 eyri á kíló- vattstund, liggur fyrir að innlendir aðilar þyrftu að greiða rúmlega 923 milljónir fyrir vottanirnar. Núver- andi formaður Sambands garð- yrkjubænda, segir að samtökin í heild hafi ekki ályktað um málið og séu að sanka að sér upplýsingum, en að um ákveðin vörusvik séu að ræða því menn telji sig vera að kaupa endurnýjanlega orku en hér á landi sé verið að selja kjarnorku og jarð- efnaorku að hluta. Á vef Orkustofnunar má sjá að ál- iðnaðurinn notar 74% af þeirri orku sem seld er hér á landi. Samkvæmt fyrrgreindum forsendum, að orku- salan sé aðeins 45% endurnýjanleg, liggur því fyrir að raforkan sem ál- fyrirtækin þrjú kaupa telst sam- kvæmt skilgreiningu að miklu leyti óendurnýjanleg. Ennfremur kemur fram í skriflegu svari Landsvirkj- unar við fyrirspurn Morgunblaðsins, að álfyrirtækin kaupa ekki slíkar upprunavottanir af Landsvirkjun þó mögulegt sé að þau kaupi slíkar vott- anir erlendis. Í svari Landsvirkjunar kemur einnig fram að ekki sé mögu- legt að fá opinberlega staðfest að orkan sem innlendir kaupendur nota sé endurnýjanleg með öðrum leiðum en upprunavottorði, hvort sem þau eru keypt hérlendis eða erlendis. Þrátt fyrir að Landsvirkjun og aðrir orkusalar á Íslandi markaðs- setji sig sem sala á endurnýjanlegri orku er ljóst að um leið og slíkar vott- anir eru seldar til útlanda hefur rétt- urinn til þess að kalla alla orkuna sem seld er í dreifikerfi landsins end- urnýjanlega einnig verið seldur. Því eru innlendir aðilar samkvæmt þessu flokkunarkerfi að nota óendurnýjan- lega orku nema þeir kaupi vottun um endurnýjanleika orkunnar. Kaupa sig frá óhreinni orku  Uppruni orku gengur kaupum og sölum  Um 23% íslenskrar raforkusölu eru kjarnorka og 32% jarðefnaeldsneyti  Gæti kostað um 900 milljónir að votta alla íslenska raforku sem endurnýjanlega Jarðhitavirkjun Sérstakt vottorð þarf til þess að halda því fram opinberlega að raforka sé endurnýjanleg Orkusala á Íslandi » Samkvæmt vef Orkustofn- unar er orkusala á Íslandi 45% endurnýjanleg orka, 23% kjarnorka og 32% jarð- efnaeldsneyti fyrir árið 2014 » Um 74% raforkusölu eru til álfyrirtækja en 5% til heimila, um 21% fer því í annan iðnað og rekstur » Landsvirkjun selur um 72% orkunnar en Orkuveita Reykja- víkur tæplega 16%, aðrir fram- leiðendur selja um 11% Markmiðið með kerfinu er að styrkja vinnslu á endur- nýjanlegri raforku milli aðilarríkja ESB, óháð sjálfum flutningnum á raforkunni. Með því geta raforkufyrir- tæki sem vinna orku með endurnýjanlegum hætti aukið tekjur sínar umfram það sem fæst við sölu á rafork- unni. Í öllum aðildarríkjum eru gefnar vottanir fyrir hvert MW sem framleitt er af endurnýjanlegri orku og ganga slíkar vottanir kaupum og sölum. Þetta hefur í för með sér að erlendir aðilar geta í sýndarveruleika keypt eiginleika íslenskrar orku, þ.e.a.s. að hún sé unnin úr vatnsafli, en um leið fá Íslendingar eiginleika erlendu orkunnar, t.d. kjarnorku. Byggist á tilskipun ESB UPPRUNAVOTTUNARKERFIÐ FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gerðar hafa verið klínískar lyfja- rannsóknir á mönnum hér á landi um árabil en þær hafa verið fáar og þá fyrst og fremst gerðar á síðari stigum í þróunarferli lyfja. Í fyrra komu aðeins fjórar lyfjarannsóknir til kasta Vísindasiðanefndar og var það helmings fækkun frá því sem verið hefur nokkur undanfarin ár. Nú kann að verða breyting á. Í maí á næsta ári taka gildi nýjar reglur Evrópusambandsins um klín- ískar lyfjarannsóknir sem munu gilda á öllu Evrópska efnahags- svæðinu og verða þær teknar upp í íslenskan rétt á grundvelli EES- samningsins. Í nýrri ársskýrslu Vísindasiða- nefndar segir að ljóst sé að áhrifa reglugerðarinnar muni gæta hér á landi og við því þurfi að bregðast með nauðsynlegum breytingum á reglugerðum og ákvæðum laga. Um leið skapist jafnvel tækifæri fyrir Vísindasiðanefnd og Lyfjastofnun til þess að hafa forgöngu um mat á um- sóknum um heimildir fyrir fjölþjóð- legum klínískum lyfjarannsóknum. Verði fýsilegri vettvangur Samkvæmt upplýsingum innan heilbrigðiskerfisins er unnið að undirbúningi fyrir gildistöku regln- anna, sem hafa fyrst og fremst í för með sér að meiri samvinna verður á milli landanna og eftirlitsstofnana um lyfjarannsóknir á mönnum. Lyfjafyrirtæki geta framvegis lagt fram umsóknir um lyfjarannsónir með samræmdum hætti innan EES og þær verða jafnframt metnar á samræmdari hátt en verið hefur. Á umliðnum árum hefur dregið úr klínískum lyfjarannsóknum í aðildarlöndum EES þar sem lög- gjöfin hefur verið dreifð og lítil sam- vinna verið á milli landa. Breytingin mun væntanlega stuðla að fleiri klínískum lyfjarann- sóknum í Evrópulöndunum og er búist við að svo verði líka hér á landi. Breytingarnar fela hins vegar á engan hátt í sér að slakað verði á kröfum um þessar viðkvæmu lyfja- prófanir. Fjallað er um þessar breyttu reglur um klínískar lyfjarannsóknir sem á döfinni eru í ársskýrslu Vís- indasiðanefndar. Þar kemur fram að reglugerðin muni leysa af hólmi til- skipun ESB frá 2001 sem, ásamt fleiri atriðum, er sögð eiga sinn þátt í að dregið hefur jafnt og þétt úr klínískum lyfjarannsóknum í flest- um Evrópulöndum. ,,Víða um álfuna eru bundnar þær vonir við þessa breytingu að Evrópa verði í framtíðinni fýsilegri vettvangur klínískra lyfjarannsókna en verið hefur. Ætli íslenskir vísindamenn að taka þátt í klín- ískum lyfjarannsóknum eftir gild- istöku reglugerðar ESB 2016 þarf að grípa til umtalsverðra aðgerða, undirbúnings og breytinga bæði á lögum, reglugerðum og verklagi og samskiptum milli aðila hér á landi. Þessar breytingar þurfa að liggja fyrir í ársbyrjun 2017,“ segir þar. Kristján Erlendsson, læknir og formaður Vísindasiðanefndar, segir að bæði nefndin og Lyfjastofnun séu að fara yfir þessi mál og þeirri vinnu sé ekki lokið. Kristján segist telja eftirsóknarvert fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkum fjölþjóðlegum rannsóknum, þær veiti læknum færi á að fylgjast með og svo geti skapast tækifæri til að fá lyf til landsins. ,,Það er eftir mikil vinna við að innleiða þetta,“ segir annar viðmæl- andi um væntanlegar reglur. Lyfjarannsóknir gætu eflst til muna Morgunblaðið/Rósa Braga Lyfjaþróun Áhrifa nýrra reglna um rannsóknir á mönnum mun gæta hér.  Breyttar reglur ESB um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum eiga að ganga í gildi hér á landi 2016 Einn ávinningur af því að fjölþjóðlegar lyfjarannsóknir ná til Íslands í auknum mæli, sem viðmælendur blaðsins nefna, er að þeim fylgi fjár- magn inn í landið og fýsilegra verði fyrir lækna að starfa á Íslandi ef þeir eiga þess kost að taka þátt í slíkum rannsóknum. Ávinningurinn fyrir sjúklinga er svo sá að þeir komast fyrr í meðferð með lyfjum sem eru ennþá í rannsóknarfasa og allir ættu svo á endanum að njóta þess að ný lyf koma á markað ef þau standast allar kröfur. Þrátt fyrir þá staðreynd að Íslendingar eru erfðafræðilega einsleit þjóð og ættu þ.a.l. að vera ákjósanlegur vettvangur lyfjarannsókna eru viðmælendur innan heil- brigðiskerfisins ekki sannfærðir um að fjölþjóðleg lyfjafyrtæki muni bíða í röðum eftir að hefja prófanir og rannsóknir hér á landi. Meiru skipti hversu duglegir íslenskir læknar og vísindamenn eru að taka þátt í slík- um rannsóknum og ná í þær til Íslands. Ýmis ávinningur af þátttöku FJÖLÞJÓÐLEGAR KLÍNÍSKAR LYFJARANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.