Morgunblaðið - 29.06.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 29.06.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Flestir myndu halda að eitt helsta kappsmál smábæja sé að halda stærstu og flottustu bæjarhátíðina. Ekki virðist það vera þróunin í öll- um sveitarfélögum, til dæmis á Húsavík. Í ár verða Mærudagar styttir í Mærudag á Húsavík þann 25. júlí. Formleg dagskrá hátíðarinnar verður því aðeins í einn dag. Bæj- arbúum finnst hátíðin orðin of stór í sniðum og sakna gömlu góðu „lókal“ hátíðarinnar. Erfitt þótti að fullnýta sviðið bæði kvöldin og Norðurþing skar fjárveitingar til hátíðarinnar niður um helming. Verður því hátíðin auglýst minna í ár en áður og formleg dagskrá minni. Fyrir heimamenn og brottflutta Heiðar Hrafn Halldórsson, for- stöðumaður Húsavíkurstofu, segir mjög stóran hluta bæjarbúa hafa verið óánægðan með stærð hátíð- arinnar. „Þetta hefur verið með mjög svipuðu sniði lengi og mér fannst ég vera farinn að skynja ákveðna deyfð, fólk var farið að hafa minni áhuga á þessu. Svo fengum við einnig helmingi minni fjárstyrk frá sveitarfélaginu en áð- ur.“ Heiðar segir flestar bæjarhátíðir byrja sem „local“ hátíðir. „Þetta var hugsað fyrir heimamenn og brottflutta Húsvíkinga til að koma og gleðjast saman. Hér var ein- hvers konar útihátíðarstimpill kominn sem enginn hafði í raun viljað. Um leið og eitthvað neikvætt gerist fær það mikla umfjöllun í fjölmiðlum og við vorum farin að upplifa það dálítið að góð bæj- arhátíð endaði uppi með neikvæðan stimpil eftir helgina í landsfréttum. Í rauninni held ég að fólk hafi verið orðið þreytt á uppsetningunni,“ segir Heiðar og vísar þá til þess að hún hafi verið orðin of stór. Þá bætir Heiðar við að þangað til fyrir stuttu hafi verið óljóst hvort það yrði yfirhöfuð einhver hátíð. Fjárskortur var mikill og óvissa var um hverjir myndu ábyrgjast löggæslukostnað. Rétt er þó að taka fram að þótt hátíðin standi formlega bara yfir 25. júlí verður nóg að gera á svæðinu alla helgina. Bræðslan á handbremsunni Magni Ásgeirsson, skipuleggj- andi Bræðslunnar í Borgarfirði eystra, segir hátíðina þar á bæ hafa náð þolmörkum fyrir átta árum og skipuleggjendur hafi verið á hand- bremsunni síðan þá. „Annað slagið hefur komið upp sú hugmynd að vera með Bræðsluna í tvö kvöld. Þegar tíunda Bræðslan var haldin var haldinn langur töflufundur um hvort við ættum að lengja tón- leikana í tvö kvöld en okkur fannst það vinna gegn hugmyndafræðinni. Þú færð ekki sama „vá-faktor“ tvö kvöld í röð. Það missir dálítið sjarmann ef þetta breytist í margra daga teiti. Af hverju að laga eitt- hvað sem er ekki brotið?“ segir Magni og bætir við að alltaf sé reynt að hafa Bræðsluna fjöl- skyldumiðaða. Blaðamaður heyrði einnig í skipuleggjendum Írskra daga á Akranesi og Fiskidaga á Dalvík. Kváðust þeir ekki vera komnir að þolmörkum og hátíðirnar yrðu með óbreyttu sniði. Sumar bæjarhátíðir draga saman seglin  Húsvíkingum finnst Mærudagar vera orðnir of stórir  Fjárveitingar til hátíðarinnar voru skornar niður Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Bæjarhátíð Mærudagar hafa farið vaxandi síðustu ár. Núna fer hátíðin aftur til uppruna síns sem héraðshátíð. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Íslendingar eru með flestar há- hraðanetteningar miðað við höfða- tölu fyrir auglýstan niðurhals- hraða, 30 megabæt á sekúndu eða meira á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Þá eru Ís- lendingar einnig fastheldnastir íbúa á samanburðarsvæðinu á heimasíma. Þetta kemur fram í skýrslu sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og systurstofnanir hennar á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkj- unum hafa tekið saman um þróun helstu þátta fjarskiptaþjónustu undanfarin ár. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur eina skýringu á mikilli heima- símanotkun Íslendinga vera hag- kvæmt verð á heimasímum miðað við önnur lönd í OECD. Þó fari heimasímanotkun minnkandi í öll- um samanburðarríkjunum. Hrafn- kell telur að yngri kynslóðin noti síður heimasíma, þó að það hafi ekki verið rannsakað neitt sér- staklega. Hlutur farsímans 66% Með minnkandi heimasímanotk- un eykst vegur farsímans. Ef tal- aðar mínútur í farsímum og heima- símum eru lagðar saman er hlutur farsímans 66% hérlendis. Til sam- anburðar má nefna að í Finnlandi er hlutur farsímans 94%. Af sam- anburðarríkjunum standa Svíar okkur næstir þar sem hlutur far- símans er 70% hjá þeim. Sjónvarpsstreymi yfir internetið (IPTV), eins og sjónvarp Símans og Vodafone, er mun vinsælla á Ís- landi en í samanburðarríkjunum, en 26 af hverjum 100 Íslendingum eru með svonefnda IPTV-áskrift. Helsta skýringin á því er sú að á Íslandi er ekkert kapalsjónvarps- kerfi. Hrafnkell telur þetta stafa af því að hvorki kapalsjónvarp né gervitunglasjónvarp hafi verið til staðar í jafn miklum mæli á Íslandi og í samanburðarríkjunum. Á eftir í gagnanotkun farsíma Skýrslan sýnir mikla aukningu í gagnanotkun á farnetum í öllum löndunum. Þegar eingöngu er litið til norrænu landanna fimm þá eru Íslendingar með næstminnstu gagnanotkunina í farnetum. Hrafn- kell segir það líklega vegna þess að hin norrænu löndin hafi snemma hafið uppbyggingu 3G/4G- farsímanetskerfa og eru því komin lengra í þróun markaðarins. „Ég held að það sé ekkert endilega þannig að við munum ekki ná þeim. Við erum einfaldlega á veg- ferð sem þau eru búin að fara á undan okkur,“ segir Hrafnkell. Ísland hefur einnig fæstar áskriftir í farnetum miðað við höfðatölu á Norðurlöndum. Þar eru Finnar langefstir. Síðustu ár hefur verið mikil fjölgun hjá löndunum öllum í áskriftum á farneti, en frá árinu 2012 hafa þær nokkurn veg- inn stöðvast og fjöldinn staðið í stað. Finnland er með rúmlega 1,7 farnetsáskriftir á mann á meðan Ísland hefur um 1,25. Flestar háhraðanettengingar hér  Sendum færri SMS en flestar af samanburð- arþjóðunum AFP Farsímar Ef talaðar mínútur í farsímum og heimasímum eru lagðar saman er hlutur farsímans 66% hérlendis skv. nýjum samanburði milli þjóða. Fjöldi SMS skilaboða á mann Heimild: Telecommunication Markets in the Nordic and Baltic Countries 2014 20 04 20 03 20 02 20 01 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 250 200 150 100 50 0 Svíþjóð Noregur Finnland Danmörk Ísland Eistland Litháen Lettland Fjöldi mínútna í heimasíma á mann Heimild: Telecommunication Markets in the Nordic and Baltic Countries 2014 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 Svíþjóð Noregur Finnland Danmörk Ísland Eistland Litháen Lettland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.