Morgunblaðið - 29.06.2015, Page 14

Morgunblaðið - 29.06.2015, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í október ræddi Morgunblaðið við Ingu Minelgaité Snæbjörnsson sem þá var í miðjum klíðum við að fram- kvæma víðtæka rannsókn á stjórn- unarháttum á Íslandi. Rannsóknin er hluti af doktorsnámi Ingu í við- skiptafræði og fyrstu niður- stöður liggja núna fyrir. Áhugaverðustu niðurstöðurnar á þessu stigi lúta að því hvaða eigin- leika starfsmenn vilja sjá í stjórn- endum sínum. Gefa svörin vís- bendingar um hvaða viðhorf og viðmót stjórnendur íslenskra fyrirtækja ættu að tileinka sér til að ná fram því besta úr starfs- fólkinu. Inga segir stjórnunarhætti í grunninn hvíla á menningu og venj- um hvers lands. Stjórnendur leggi sig fram við að sinna hlutverki sínu eins vel og frekast er unnt og leita þá iðulega í handbækur og stjórn- unarkenningar frá löndum þar sem menningin er önnur, og af þeim sök- um reynist útkoman reynist stund- um ekki vera eins og að er stefnt. Berst fyrir hópinn Í rannsókninni svöruðu þátttak- endur virtu alþjóðlegu prófi með fjölda spurninga sem leyfa ítarlega greiningu á viðhorfum. „Leiddi rannsóknin í ljós að íslensku starfs- fólki er mjög umnhugað um að stjórnandinn sé málsvari undir- manna sinna, eða „superior orien- ted“ eins og það heitir í fræðunum. Þeir vilja að stjórnandinn berjist fyrir hópinn og hampi út á við þeim sem eiga hrós skilið,“ segir Inga. „Mögulega sjáum við ákveðna birt- ingarmynd þessa í því stóra hlut- verki sem stéttarfélög gegna á Ís- landi og virðist eins og Íslendingar vilji eiga sér talsmann sem beitir sér fyrir þeirra hönd.“ Aftur á móti mældist forspárgeta (e. predictive accuracy) lágt sem stjórnunareiginleiki. „Það virðist ekki skipta íslenska undirmenn jafn miklu og kollega þeirra í öðrum löndum að leiðtoginn geti séð fyrir af námkvæmni allt það sem fyrirtækið þarf að bregðast við í framtíðinni. Hin hliðin á þessu er að Íslendingar virðast vilja yfirmann sem hefur mikið „óvissuþol“ (e. tolerance of un- certainty). Í öðrum löndum, s.s. Kína og Japan, vill fólk að það sjáist á stjórnandanum og hann taki það mjög nærri sér, ef reksturinn geng- ur erfiðlega. Þar þætti fólki ónota- legt að sjá stjórnanda gera eins og Íslendingar vilja, sem tekur erfið- leikunum af rósemd og bjartsýni.“ Hvatning til að gera betur Einnig kom í ljós að hinn dæmi- gerði íslenski starfsmaður vill yfir- mann sem gerir til hans kröfu um að gera stöðugt betur (e. production emphasis). „Gott dæmi um hið gagn- stæða er þýsk vinnumenning þar sem almennt má reikna með að starfsmönnum þyki nóg að afkasta á þessum fjórðungi jafnmiklu og á þeim síðasta og bregðast ekki vel við ef leiðtoginn reynir að hvetja þá til að gera enn betur. Íslendingar vilja þessa hvatningu.“ Það skrítna er samt að það virðist landanum ekki mikilvægt að stjórn- andinn sé duglegur að fá undir- mennina á sitt band (e. persuasive- ness). Þeir vilja stjórnanda sem hvetur til dáða og hefur metnað fyrir þeirra hönd en leyfir starfsmann- inum um leið að ráða sér sjálfur. „Þar eru Íslendingar t.d. mjög frá- brugðnir Bandaríkjamönnum sem leggja ríka áherslu á að stjórnendur hafi mikinn sannfæringarkraft og leiði þannig hópinn,“ segir Inga. „Ís- lendingar vilja að stjórnandinn af- marki skýrt starfshlutverk og skyld- ur hvers og eins en gefi fólki um leið frið til að vinna á eigin spýtur.“ Inga og félagar munu halda áfram að kafa ofan í niðurstöður rannsókn- arinnar og segir hún að meðal ann- ars sé framundan ítarlegur saman- burður á milli Íslendinga og annarra þjóða og farið verði nánar í sérstöðu tiltekinna atvinnugreina. Bráða- birgðaniðurstöður bendi ekki til þess að mikill munur sé á stjórn- unarþörf milli ólíkra atvinnuvega en erlendis geti munurinn verið tölu- verður. „Víða um heim þarfnast t.d. fólk sem starfar við sölustörf og markaðsmál annars konar stjórn- unarstíls en fólk í viðskiptalífinu al- mennt.“ Hæfileikar sem má þjálfa Rannsókn Ingu ætti að gefa ís- lenskum stjórnendum tæki til að bæta og breyta hjá sér áherslunum þegar kemur að stjórnunarstílnum. Inga segir að undantekningalítið sé um að ræða eiginleika sem fólk get- ur tamið sér með réttu þjálfuninni, og með því að vera meðvitað um það menningarumhverfi sem starfað er í. „Við höfum öll ákveðna meðfædda eiginleika sem falla misvel að stjórn- unarhlutverkinu í okkar menning- arheimi, en mest munar samt um það hvernig við þroskum þessa hæfi- leika og nýtum okkur þá þekkingu sem við höfum á viðhorfi og þörfum fólksins sem við störfum með og höf- um forráð yfir.“ Inga bætir við að hér hafi aðeins verið rætt um stjórnun frá sjónar- horni atvinnulífsins. „Allt annað get- ur verið uppi á teningnum þegar kemur t.d. að því að vera stjórnandi í her, eða vera pólitískur leiðtogi. Fólk gæti haft stjórnunarstíl sem hentar illa í fyrirtæki en myndi falla vel að öðrum vettvangi.“ Svona á að stjórna á Íslandi  Viðamikil rannsókn hefur leitt í ljós þá eiginleika sem mestu skipta í fari stjórnenda á íslenskum vinnustöðum  Þurfa að vera málsvarar undirmanna sinna, hvetja þá til dáða en gefa svigrúm Morgunblaðið/Ómar Afköst Að sögn Ingu virðast íslenskir starfsmenn þrífast best undir annars konar stjórnanda en bandarískir koll- egar þeirra eða þýskir enda menning og viðhorf ólík. Mynd úr safni af starfsmönnum og gestum á kaffihúsi. Inga Minelgaité Snæbjörnsson Alþjóðagreiðslubankinn (e. Bank for International Settlements, BIS) varar við því að lágir stýrivextir haldi aftur af hagvexti. Segir bank- inn að lágvaxtastefna seðlabanka víða um heim ýti einnig undir óstöð- ugleika í fjármálakerfinu. Í ársskýrslu BIS segir að seðla- bönkum hafi verið falið of stórt hlut- verk í að auka þrótt alþjóðahagkerf- isins. Vill BIS að ríkisstjórnir þjóða heims axli meira af þessum byrðum og grípi til nauðsynlegra umbóta. Að sögn FT er talið að seðla- bankar víða um heim hyggist byrja að hækka stýrivexti áður en langt um líður, eftir að hafa haldið vöxt- um í lágmarki um margra ára skeið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hvatt seðlabanka Bandaríkjanna til að bíða með vaxtahækkanir til árs- ins 2016 með þeim rökum að hækk- unin geti hægt á bata bandaríska hagkerfisins og valdið óstöðugleika á nýmörkuðum. Það er mat BIS að mjög lágir stýrivextir hafi hægt á efnahags- bata með því að gera hagkerfið áfram háð lántökum og bjaga það með stórfelldum hætti hvernig fjár- magni er ráðstafað. Lágir vextir hvetji til áhættusamra fjárfestinga á fjármálamörkuðum frekar en í raunhagkerfinu þar sem fjárfest- inga sé sannarlega þörf. Að því marki skýri ríkjandi vaxtastefna undanfarinna ára hvernig dregið hafi úr vexti framleiðni á heimsvísu. ai@mbl.is Gagnrýna lága vexti  Alþjóðagreiðslubankinn segir lága stýrivexti bjaga ráðstöfun fjármagns og hægja á efnahagsbata Flestir munu ekki taka eftir því að þegar klukkan slær tólf á mið- nætti á þriðjudagskvöld bætist sekúnda við sólarhringinn. Þessi „hlaupasekúnda“ er til þess gerð að leiðrétta klukkuna miðað við gang jarðar í kringum sólina og kemur ekki að sök fyrir allan þorra fólks, en fyrir hluta- bréfamarkaði getur ein sekúnda breytt miklu. Á hlutabréfamörk- uðum í dag spilar tölvutæknin stórt hlutverk og getur tölva sent ótalmargar kaup- og söluskipanir á einni sekúndu, og kerfið farið í keng ef tímastimplar passa ekki. Aldrei fyrr hefur hlaupasek- úndu verið bætt við sama dag og markaðir eru opnir. Blaðið Financial Times segir hlaupasekúndur geta gert mikinn óskunda í tölvukerfum og þannig hrundi t.d. bókunarkerfi ástr- alska flugfélagins Quantas árið 2012 þegar sekúndu var bætt við. Að sögn FT hefur fjármála- markaðurinn haft langan tíma til að undirbúa komu hlaupasekúnd- unnar og því eru litlar líkur á uppákomu. Í Japan verður hlaupasekúndunni bætt við nokkrum klukkutímum of snemma til að trufla ekki við- skipti og í Ástralíu og Suður- Kóreu bætist sekúndan við eftir lokun. ai@mbl.is AFP Skjáir Frá NYSE. Þar hafa menn gert ráðstafanir við hæfi. Setur hlaupasekúndan markaði úr skorðum? Seðlabanki Kína lækkaði vexti um 25 punkta á laugardag og eru viðmið- unarvextir nú 4,85%. Jafnframt lækkaði bindiskylduhlutfall tiltek- inna banka um 50 punkta. Financial Times segir vaxtalækk- unina vera viðbragð bankans við skarpri lækkun á Shanghai Compo- site-hlutabréfavísitölunni sem missti 7,4% á föstudag. Shanghai-vísitalan hefur núna lækkað um samtals 18,8% frá því hún náði hámarki í 12. júní. Mælt frá ársbyrjun hefur vísi- talan hækkað um 30%. Kínverskar leikreglur „Í Kína snýst vaxtalækkun eða lækkun bindiskylduhlutfalls um að senda skilaboð,“ segir Larry Hu, yfirmaður kínverskra hagmála hjá Macquarie, í viðtali við FT. „Skila- boðin eru til þess gerð að auka bjart- sýni, og bjartsýni leikur veigamikið hlutverk í kínverska hagkerfinu.“ Kínverski hlutabréfamarkaðurinn virðist drifinn áfram jafnt af rekstr- artölum fyrirtækja og inngripum seðlabankans sem hefur jafnt og þétt lækkað stýrivexti og rýmkað reglur fjármálafyrirtækja á árinu. Eins og Morgunblaðið sagði frá 15. júní virð- ist markaðurinn um þessar mundir einnig drifinn áfram af lántökum og hefur færst í aukana að einstakling- ar fjármagni hlutabréfakaup með lántöku. Um miðjan mánuðinn fór heildar- virði fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkaði í Kína yfir 10.000 milljarða dala markið og hafði þá hér um bil þrefaldast á einu ári. ai@mbl.is Enn lækka vextir í Kína  Vaxtalækkunin sögð vera viðbragð við mikilli lækkun hlutabréfa á föstudag AFP Rautt Fjárfestir í borginni Fuyang virðir fyrir sér tölurnar á föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.