Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 15

Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 15
Ferðamenn og Túnisbúar votta hinum látnu virðingu sína á ströndinni þar sem tæplega 40 manns létust í hryðjuverkaárás um helgina. Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Vitni sögðu árásarmanninn hafa brosað á meðan hann skaut hvert fórnarlambið á fætur öðru. AFP Vitni sagði árásarmanninn hafa skartað breiðu brosi FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Lars Løkke Rasmussen, formaður stjórn- málaflokksins Venstre í Danmörku, gekk á fund Margrétar Danadrottningar í gær í Amalíuborg og tilkynnti henni að hann hefði myndað minni- hlutastjórn í landinu. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu koma úr röðum Venstre, sautján talsins, þar af fimm konur og tólf karlar. Staða ríkisstjórnar- innar verður að öllum líkindum veik á þinginu, þar sem hún hefur aðeins 34 af 179 þingsætum. Venstre er þriðji stærsti flokkur þingsins á eftir Jafnaðarmannaflokknum og Danska þjóðar- flokknum. Ekki er þetta eina minnihlutastjórn Dan- merkur þar sem Venstre situr einn að borði. Árið 1973 myndaði Venstre minnstu minnihlutastjórn í sögu Danmerkur með aðeins 22 þingsætum, sem sat í 14 mánuði áður en hún féll og vinstristjórn tók við. Fram hefur komið í dönskum fjölmiðlum að ein stærsta ástæða þess að ekki náðist stjórnar- samkomulag milli Venstre og annarra flokka er stefna Venstre að lækka hátekjuskatt. Ljóst er að það verður erfitt fyrir Venstre að koma málum sínum í gegnum þingið án mikilla málamiðlana við aðra flokka, en í hvert sinn sem ríkisstjórnin vill koma lögum í gegnum þingið mun hún þurfa að semja við Danska þjóðarflokkinn, Íhaldsflokkinn og hin frjálshyggnu Samtök frjálslyndra. Rasmussen sagði við fjölmiðla eftir athöfnina hjá drottningunni að honum væri fullkomlega ljóst að hann væri í minnihlutastjórn sem þyrfti að vinna með öðrum flokkum. Venstre myndar minnihlutastjórn  Allir ráðherrar ríkisstjórnar koma úr röðum Venstre  Stefnt að því að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs árið 2020  Síðast þegar Venstre sat einn í minnihlutastjórn féll stjórnin eftir 14 mánuði AFP Amalíuborg Venstre er með 34 af 179 þingsætum og mun þurfa að vinna náið með öðrum flokkum. Stjórnarsáttmálinn » „Sammen for fremtiden“ er yfirheiti stjórnarsáttmálans, sem leggur áherslu á vöxt og öryggi Danmerkur. » Koma á reglu á fjármál danska ríkisins. Rétta á af halla á ríkissjóði Danmerkur þannig hann nái jafnvægi árið 2020. » Hækka á eftirlaunaaldur- inn. » Öflugri aðgerðir boðaðar gegn skipulagðri glæpastarf- semi. » Engar skattahækkanir á kjörtímabilinu. » Landamæraeftirlit Dan- merkur verður styrkt. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda lánalínum opnum til Grikklands en upphæðir munu haldast óbreyttar. Grískir bankar eru háðir lausafjárað- stoð evrópska seðlabankans, ELA, gegn áhlaupi almennings og fjár- magnseigenda á bankakerfið. Forsætisráðherra Grikklands til- kynnti í gær að bönkum yrði lokað og fjármagnshöftum komið á. Talið er að bankarnir verði lokaðir til 7. júlí, tveimur dögum eftir að þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðhaldsaðgerðir sem lánardrottnar setja sem skilyrði fyrir frekari neyðarlánum, kemur fram hjá BBC. Vantrú almennings og fjárfesta á gríska bankakerfinu jókst talsvert eftir að boðað var til þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Langar raðir hafa fyrir utan hraðbanka því almenningur tel- ur fé sitt öruggara í heimahúsum en hirslum bankanna og erlendir fjár- magnseigendur voru í óðaönn að flytja fjármagn sitt úr landinu. Frá því á föstudag hafa 1,3 milljarðar evra verið fluttir úr grískum bönkum og haft er eftir ónafngreindum heimild- armanni á fréttaveitu AFP að aðeins 40% grískra hraðbanka hafi einhverja peninga að geyma. Jók þetta allt pressuna á grísk stjórnvöld að loka mörkuðum og koma á fjármagnshöft- um til að stöðva útflæði fjármagns og vernda gríska bankakerfið. Hætta á greiðslufalli á morgun Núverandi björgunarpakki Evr- ópusambandsins til Grikklands renn- ur úr gildi á morgun, sama dag og Grikkland þarf að standa skil á 1,5 milljarða evra skuld við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, og talsverð hætta er á greiðslufalli. Búið er að bjóða Grikk- landi nýjan björgunarpakka, en gríska ríkisstjórnin sagði skilyrði að- haldsaðgerða björgunarpakkans óraunhæf og hefur boðað til þjóðarat- kvæðagreiðslu um björgunarpakk- ann 5. júlí. Ríkisstjórnin fór fram á að núverandi björgunarpakki yrði fram- lengdur þangað til niðurstaða lægi fyrir úr þjóðaratkvæðagreiðslunni en sú bón hefur ekki verið samþykkt. Fjármálaráðherra Grikklands, Yanis Varoufakis, sagði við BBC í gær að þetta væri svört stund fyrir Evrópu. „Engu að síður höfum við hreina samvisku. Við vitum að við höf- um lagt okkur alla fram við að koma til móts við þríeykið (framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og Seðlabanka Evr- ópu), evrópska samstarfsaðila okkar, og þeir hafa ekki komið að samninga- borðinu; þeir hafa ekki mætt okkur á miðri leið, ekki einu sinni á fjórðungi leiðarinnar.“ Skuldaskil hjá Grikklandi á morgun AFP Bankaáhlaup Grikkir bíða í röðum eftir að komast í hraðbanka.  Flestir hraðbankar í Grikklandi eru tómir og raðir fyrir utan þá sem virka Ómönnuð eld- flaug frá SpaceX sprakk innan við þremur mínútum frá því að henni var skotið á loft frá Cape Canave- ral í Flórída í gær til Alþjóðageim- stöðvarinnar. Er þetta þriðja skipt- ið á árinu sem eldflaug á leið til Al- þjóðageimstöðvarinnar með vistir springur. Vekur þetta spurningar um flutningsöryggi vista til geimfar- anna í geimstöðinni. Eldflaugin sprakk á fyrsta stigi flugsins, áður en geimfarið hafði skilið sig frá eldflauginni og komist á braut um jörðu. Elon Musk, eig- andi Space X, sagði á Twitter í gær að vandamálið tengdist of miklum þrýstingi í tanki fyrir fljótandi súr- efni. Eldflaug með vistir sprakk  Fyrsta stórslysið hjá SpaceX SpaceX 1,4 tonn af vistum glötuðust. Þýska utanríkisráðuneytið hef- ur gefið út tilmæli til þýskra ferðamanna á leið til Grikk- lands að taka með sér „nægi- lega mikið reiðufé“, segir í frétt frá AFP. Enn fremur hvetur ráðu- neytið ferðamenn til að fylgj- ast vel með þróun mála í Grikklandi og athuga reglulega hvort ný tilmæli hafi verið sett fram af ráðuneytinu, en landið er einn af vinsælustu áfanga- stöðum þýskra ferðamanna. Viðvörun ÞÝSKIR FERÐAMENN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.