Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 16

Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hinar fólsku-leguhryðju- verkaárásir íslam- ista í Frakklandi, Túnis og Kúvæt fyrir helgi hafa enn á ný fært heim sanninn um það hvernig hið hörmulega ástand í Mið- Austurlöndum hefur eitrað út frá sér. Þó að það sé líklega til- viljun að allir þessir atburðir áttu sér stað á sama degi ber hún með sér hversu mjög öfg- arnar hafa sótt á síðustu miss- erin. Atburðirnir í Túnis, þar sem byssumenn réðust á ferðamenn, vekja sérstakan óhug, þar sem hryðjuverkin þar koma í kjölfar annars hörmulegs ódæðisverks í marsmánuði síðastliðnum, og benda því til þess að öfgamenn ætli sér nú að reyna að brjóta stjórnvöld þar niður, í eina ríki arabaheimsins þar sem arabíska vorið gat af sér almennar lýð- ræðisumbætur og breytingar til hins betra. Slíkur árangur er eitur í beinum öfgamannanna, sem þrífast á óánægju og mann- legum þjáningum. Túnisbúar mega því eiga von á því að fleiri árásir fylgi í kjölfarið. Ein helsta uppspretta hinnar nýju öfgastefnu íslamista hefur verið uppgangur hryðjuverka- samtakanna Ríkis íslams í Sýr- landi og Írak, þar sem reglu- legar fregnir hafa borist af framgöngu þeirra á vígvellinum, auk grimmilegrar meðferðar á öllum sem ekki aðhyllast sömu grein íslams og þeir, eða jafnvel sömu túlkun. Vesturlönd standa nánast á gati frammi fyrir þess- ari áskorun. Þótt um ár sé liðið frá því að Bandaríkin og bandamenn þeirra hófu loft- árásir á Ríki íslams lætur ár- angurinn á sér standa. Fregnir berast stundum af sóknum Kúrda í Sýrlandi, íraska stjórn- arhersins og annarra gegn sam- tökunum, en allur árangur sem næst er tímabundinn og fyrr en varir er Ríki íslams aftur komið í bílstjórasætið. Loftárásirnar einar og sér hafa ekki dugað, en átök síðasta áratugar þýða að Bandaríkjamenn eru ófúsir til þess að ganga lengra. Ein lausn sem Obama hefur daðrað við er sú að reyna að koma til móts við Írana. Árang- urinn af þeirri tilraun getur vart talist góður. Ríki íslams stendur enn styrkum fótum, og í staðinn hafa hinir hefðbundnu banda- menn Bandaríkjanna í Ísrael og Sádi-Arabíu fyrst við. Þar sem Obama sér hugsanlegan við- semjanda sjá þeir eingöngu ríki sem hefur lagt sitt af mörkum við að grafa undan stöðugleik- anum í Mið-Austurlöndum, hef- ur stutt við hryðjuverk og reyn- ir leynt og ljóst að afla sér kjarnorkuvopna. Samningsgerðin um kjarn- orkuvopn Írana, uppgangur Ríkis íslams og hin tíðu hryðju- verk eru einungis enn ein birt- ingarmynd þess forystuleysis sem Bandaríkjamenn hafa nú sýnt í lengri tíð í málefnum heimshlutans. Íslamistar fremja ódæðisverk í þremur álfum} Blóðugur föstudagur Margir fögnuðuþegar þeir fréttu að Hæsti- réttur Bandaríkj- anna hefði fyrir helgi úrskurðað að einstökum ríkjum væri óheimilt að takmarka hjónabönd sam- kynhneigðra. Úrskurðurinn þýðir með öðrum orðum að hjónabönd óháð kyni eru nú lögleg um öll Bandaríkin og ríkin geti ekki hafnað því að gefa saman einstaklinga á grundvelli kyns uppfylli þeir önnur skilyrði. Þetta eru mikil tíðindi fyrir réttindabaráttu hinsegin fólks vestanhafs og fylgja Bandarík- in nú í fótspor margra annarra vestrænna ríkja, Íslands þar á meðal. Slík hjónabönd eru þó enn mikið hitamál bæði í Bandaríkjunum og víða annars staðar og má alveg eins gera ráð fyrir að einstakar kirkjur eða trúfélög muni enn streitast á móti því að gefa einstaklinga af sama kyni saman, auk þess sem ríkjandi fordómar í sam- félaginu munu ekki breytast svo auðveldlega. Engu að síður hlýtur þessi dagur, 22. júní 2015, að öðlast mikinn sess í sögu hinsegin sam- félagsins. Blikur eru þó víða á lofti, því að hinu aukna frjáls- ræði í þessum efn- um í flestum lýðræðisríkjum hefur verið mætt annars staðar með harðari löggjöf og jafnvel ofsóknum á hendur þeim sem ekki falla í hið hefðbundna mót samfélagsins. Þróunin í Rúss- landi hefur til að mynda verið hart gagnrýnd, en þar hefur verið þrengt verulega að hin- segin fólki og réttindum þess. Svipaða sögu er að segja í Kína og ýmsum Afríkuríkjum. Þá eru enn dauðarefsingar lagðar við samkynhneigð í ýms- um ríkjum Mið-Austurlanda. Það er því fjarri lagi að hægt sé að segja að sjái fyrir endann á baráttu hinsegin fólks fyrir sjálfsögðu jafnrétti. Þvert á móti bendir ýmislegt til að bakslag sé nú þegar hafið í þeirri baráttu víða um heim, og að enn megi hinsegin sam- félagið eiga von á því að vera fótum troðið þar sem það hent- ar valdhöfum, hvort sem er af trúarlegum eða pólitískum ástæðum. Hjónabönd hinsegin fólks staðfest í Bandaríkjunum } Mikilvægur áfangi S ú var venjan í rúmlega 150 ár í Bretlandi að skattleggja hús og hí- býli manna eftir því hversu margir gluggar væru á þeim. Ríkidæmi og velmegun var þannig reiknuð út frá því hvað menn gátu leyft sér af mun- aðarvörunni gleri, og niðurstaða Skattmanns, ofurhetjunnar sívinsælu, því einföld: Því meira gler, því feitari gölt var hægt að flá þar. Þó að langt sé um liðið frá því að þessi skattur var aflagður má enn sjá ummerki hans á húsum í London. Þeir húseigendur sem einhverra hluta vegna vildu ekki borga skatt- ana sína létu birgja upp í gluggana, og gerðu hús sín þar með dimmari og kaldari en þau hefðu annars verið, ef Skattmann hefði ekki ákveðið að skipta sér af. Samkvæmt einni flökkusögunni má rekja hinn enska frasa „Daylight robbery“ til þessarar skatt- lagningar og að hann vísaði til þess að ránið um hábjart- an dag var í raun bókstaflega rán á hábjörtum degi. Sagan er skemmtileg, þó að erfitt sé að gera sér grein fyrir sannleiksgildi hennar. Það sem skín þó í gegn um þessa reynslu Bretanna er það hversu fáránleg áhrif inn- grip ríkisvaldsins, eins sakleysisleg og þau geta virst á yfirborðinu, geta haft á hegðun manna. Hér fyrir einhverjum árum var til að mynda munn- tóbak bannað á Íslandi. Ég vil alls ekki gera lítið úr lýð- heilsufræðilegum ástæðum bannsins, eða forvarnargildi þess, en bannið getur þó vart geta talist vel heppnað í ljósi þess að neftóbak selst nú sem aldrei fyrr, og endar líklega sjaldnar í nefinu en í munninum. Líkt og dagsljósþjófarnir í Bret- landi fundu menn einfaldlega leiðir framhjá banninu. Sama gildir um það þegar ríkið kemur inn með hvata, jafnvel óafvitandi, en ekki er langt síðan pallbílar nutu ákveðinna fríðinda í formi lægri vörugjalda. Ástæðan var sú að pallbílar eru einkum nýttir í atvinnurekstri og hið op- inbera vildi ekki leggja of há gjöld á slíka notkun. Afleiðingarnar urðu að sjálfsögðu þær að ýmsir freistuðust til þess að fá sér pallbíla, jafnvel þó þeir hefðu litla þörf á slík- um bíl umfram aðra. En hvort sem birtingarmyndin er í formi færri glugga, ógeðfelldrar neftóbaksklessu í vaskinum eða pallbíls í götunni, þá er nið- urstaðan alltaf hin sama: Mannfólkið er ótrúlega duglegt að koma sér framhjá eða færa sér í nyt þau boð og bönn sem ríkið ákveður, sér í lagi ef reglurnar sem um ræðir ganga of langt. Gallinn er bara sá, að eftir ákveðinn tíma venst fólk reglunum, hinu gamla fyrirkomulagi. Það sér ekkert að því, þó að það þurfi að birgja fyrir nokkra glugga, þó að mjólk sé ekki seld í matvöruverslunum, þó að það sé bara ein sjónvarpsstöð, þó að ríkið hafi einokun á áfengissölu, þó að gamalt fólk sé skattlagt út á götuna í nafni „auð- legðar“, þó að ríkið sé í raun að ræna þig um hábjartan dag. sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Rán á hábjörtum degi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen á föstudag niðurstöðu dómsins vera sigur fyrir Ameríku. Þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2008 sagði hann að hjónaband væri milli karls og konu og að hann styddi ekki samkynja hjónabönd. Að sama skapi hefur Hillary Clinton sætt gagnrýni fyrir pólitíska tækifærismennsku með því að gera samkynja hjónabönd að baráttumáli í forsetaframboði sínu fyrir árið 2016. Þegar hún bauð sig fram í for- vali Demókrata árið 2008 studdi hún ekki samkynja hjónabönd. Þrátt fyrir það er Repúblikanaflokkurinn langt frá því að tilnefna forseta- frambjóðanda sem styður samkynja hjónabönd. Eflaust mun dómurinn draga úr vægi samkynja hjónabanda í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum, þar sem dómstólar eru búnir að höggva á gordíonshnút- inn og ekki er þörf á stjórnmála- manni í verkið. Evrópa næsta vígi? Evrópubúar hafa oft talið Bandaríkjamenn íhaldssama þegar kemur að réttindum minnihluta- hópa. Staðan er samt sú í dag að mörg ríki Evrópu viðurkenna ekki samkynja hjónabönd, á meðan öll ríki Bandaríkjanna viðurkenna sam- kynja hjónabönd. Samkynja hjóna- bönd eiga á brattann að sækja í Austur-Evrópu en nær öll lönd Vestur-Evrópu hafa viðurkennt þau. Tímamótadómur í sögu Bandaríkjanna AFP Stuðningsganga Árið 2010 studdi í fyrsta skipti meirihluti Bandaríkja- manna samkynja hjónabönd. Stuðningur heldur áfram að aukast árlega. FRÉTTASKÝRING Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Milljónir Bandaríkjamanna fögnuðu síðastliðinn föstudag þegar hæsti- réttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu með fimm atkvæð- um gegn fjórum að bandaríska stjórnarskráin tryggði samkyn- hneigðum rétt til hjónabands. Geta því samkynhneigðir gifst í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna, en áður en dómurinn féll viðurkenndu 37 ríki samkynja hjónabönd þarlendis. Dómararnir fimm sem mynd- uðu meirihlutann byggðu sjónarmið sín á grundvelli jafnræðisreglu bandarísku stjórnarskrárinnar. Því má segja að svo lengi sem hjónabönd gagnkynhneigðra eru viðurkennd af hinu opinbera ber að viðurkenna samkynja hjónabönd. Straumhvörf árið 2010 Þátt fyrir að dómurinn tryggi samkynhneigðum mikilvæg réttindi eru enn fjölmargir ytra sem styðja ekki samkynja hjónabönd. Frá árinu 2010 hefur þó meirihluti Bandaríkja- manna stutt samkynja hjónabönd og fjölgar í þeim hópi árlega, en í ýms- um ríkjum er það hlutfall enn undir 50%. Andstæðingar samkynja hjóna- banda eru byrjaðir að leita leiða til að þurfa ekki að viðurkenna sam- kynja hjónabönd. Meðal annars hef- ur sú hugmynd komið upp í Miss- issippi, ríki þar sem ríkisstjórinn hefur fordæmt hinn nýfallna dóm, að hið opinbera viðurkenni engin hjónabönd og verði þá hjónabönd einkaréttarlegs eðlis; samningur milli einstaklinga en ekki ein- staklinga og ríkis. Frjálshyggju- menn ytra hafa lengi talað fyrir þeirri leið, en að þeirra sögn á hið opinbera ekki að skilgreina hjóna- bönd, heldur einstaklingar. Obama breytti um skoðun Samkynja hjónabönd hafa verið bitbein bandarískra stjórnmála- manna í fjölmörg ár. Lengst af hafa þó forsetaframbjóðendur Demó- krata og Repúblikana verið sam- stíga í að vera á móti samkynja hjónaböndum en það hefur nýlega breyst samhliða breyttu almenn- ingsáliti gagnvart samkynja hjóna- böndum á síðustu árum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði Í Rússlandi fékk hinn nýfallni dómur hæstaréttar Bandaríkj- anna misgóðar viðtökur, en samkynhneigðir hafa átt á brattann að sækja í Rússlandi. Einn rússneskur þingmaður, Vitaly Milonov, kallaði eftir því að Facebook yrði lokað vegna þess að vefurinn bauð not- endum upp á að sveipa for- síðumynd sína regnbogalitum til stuðnings samkynhneigðum. Tóku þá andstæðingar sam- kynja hjónabanda í Rússlandi upp á því að sveipa forsíðu- myndir sínar fánalitum Rúss- lands. Annar þingmaður, Konstantin Dobrynin, tók upp hanskann fyrir samkynhneigða og lagði til að fyrrnefndur þingmaður yrði frekar bannaður á Facebook og það ætti að draga úr yfirgangi gegn samkynhneigðum í Rúss- landi, en þar eru ofsóknir gegn samkynhneigðum mikið vanda- mál. Dómurinn ræddur víða RÚSSLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.