Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 17

Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Húsin í bænum „Bærinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum,“ orti borgarskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði í bókinni Fagra veröld sem kom út árið 1933. „Hús meðfram öllum götum í röðum liggja./ Aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir/ og ætla sér líklega að byggja./ Og samt sem áður er alltaf verið að deyja./ Og undarlegt, að það hendir jafnt snauða sem ríka.“ Árni Sæberg Af opinberri um- ræðu um einkarekst- ur í heilbrigðiskerfinu hér á landi mætti ráða, að slíkt fyrir- komulag þekktist hvergi annars staðar í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þeir sem hæst láta í þessari umræðu segjast ekki vilja „am- erikanísera“ íslenskt heilbrigð- iskerfi. Það er hins vegar langur vegur frá því heilbrigðiskerfi sem almennt er við lýði í Bandaríkj- unum og þeim mikla einkarekstri sem þegar er til staðar í ná- grannalöndum okkar í Skandinav- íu. Einkarekstur og einkavæðing er alls ekki sami hluturinn, þó að þessum hugtökum sé oft ruglað saman, en líkt og heilbrigðis- ráðherra hefur tekið fram er nauðsynlegt fyrir ríkið að kaupa frá einkaaðilum þá þjónustu sem þeir best geta veitt með hag- kvæmum hætti, enda er fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta það sem allir stefna að. Svo að nærtækt dæmi sé tekið um einkarekstur á Norðurlöndum, þá er öll heilsu- gæsla einkarekin í Danmörku og hefur svo verið um áratuga skeið. Fyrir nokkrum árum var bæði í Noregi og Svíþjóð tekið upp blandað kerfi opinbers og einka- rekstrar í heilsugæslunni, með það að markmiði að auka skilvirkni og hagkvæma nýtingu opinbers fjár. Óhætt er að fullyrða að reynsla af slíku fyrirkomulagi í þessum ná- grannalöndum okkar er góð og engin áform um að færa heilsu- gæsluna í hendur opinberra aðila eingöngu. Barátta um fjárveitingar má ekki bitna á einkarekstri Í þessu ljósi er umfjöllun Kast- ljóss fyrir nokkrum dögum og þá einkum ummæli forsvarsmanna Landspítala – Háskólasjúkrahúss gagnvart rekstaraðilum sjúkrahót- elsins í Ármúla mikið áhyggjuefni. Vart er hægt að skilja þá umræðu sem þar átti sér stað á annan veg en þann, að tilgangurinn hafi verið að kasta rýrð á allan einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þó að umræð- an í það skiptið mótist augljóslega af átökum Landspítala og Sjúkra- trygginga Íslands (SÍ) um fjárveit- ingar, þar sem Landspítalinn sæk- ist eftir fjárveitingum sem nú eru á forræði SÍ. Það er nauðsynlegt að halda því til haga að í gildi er samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og sjúkrahótelsins í Ár- múla, sem grundvallast á þeim skilmálum sem settir voru fram í útboðinu sem samningurinn bygg- ist á. Undirbúningur og fram- kvæmd útboðsins var í höndum Ríkiskaupa, eins og lög gera ráð fyrir. Svo að tekin sé samlíking sem allir skilja, þá er ekki hægt að bóka sig inn á þriggja stjörnu hótel og krefjast þess svo að þjón- ustan verði eins og á fimm stjörnu hóteli. Þegar umræðan fer út á þær brautir sem hér er lýst reynir mjög á staðfestu og þor þeirra pólitískt kjörinna fulltrúa sem vilja standa vörð um hagsmuni heilbrigðisþjónustunnar og þess að fjölbreytt rekstrarform séu nýtt til að hámarka gæði þjónustunnar og nýtingu fjármagns. Neikvæð um- ræða um einkarekstur í heilbrigð- iskerfinu virðist eiga greiðan að- gang að fjölmiðlum hér á landi. Sumir myndu halda því fram að kerfisbundið sé nú vegið að einka- rekstri og fjölbreyttara rekstarf- ormi á heilbrigðissviðinu. Því er mikilvægara en nokkru sinni að spyrna við fótum og virkja alla þá til varnar sem koma vilja í veg fyrir að opinber rekstur verði alls- ráðandi á þessu sviði. Góð blanda skapar heilbrigða samkeppni, tryggir að hægt sé að bera saman kostnað og ýtir ekki síst undir að heilbrigðisstarfsfólk geti valið milli vinnustaða hér á landi. Rekstrarkostnaður liggi fyrir Fyrst sjúkrahótel/sjúklingahótel og rekstrarfyrirkomulag slíkrar starfsemi er hér til umræðu er ekki úr vegi að velta fyrir sér áformum stjórnvalda um byggingu nýs sjúklingahótels á lóð Land- spítalans. Umræðan um þá bygg- ingu og starfsemina sem þar er fyrirhuguð hefur nefnilega ekki farið hátt í umræðunni, en hvergi hafa verið lögð fram gögn sem sýna hver rekstrarkostnaður nýs hótels á lóð Landspítala verður. Má það nokkrum undrum sæta, þar sem sú framkvæmd hefur nú verið sett í forgang af stjórnvöld- um. Hún er þar af leiðandi, að mati stjórnvalda, sú aðgerð sem mest er aðkallandi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi nú um stundir. En þar sem umræðan um þessa fram- kvæmd hefur farið grunsamlega hljótt er fjölmörgum veigamiklum spurningum ósvarað, bæði varð- andi framkvæmdina sem slíka og reksturinn sjálfan. Hér má nefna nokkrar: 1. Hver verður leigu- og rekstr- arkostnaður pr. rými í nýju sjúklingahóteli í samanburði við rekstrarkostnað við það sjúkra- hótel sem nú er í gildi samn- ingur við? 2. Allt bendir til að hjúkrunarþjón- usta sem veitt verður á hinu nýja sjúklingahóteli verði mun meiri en á hefðbundnu sjúkra- hóteli með tilheyrandi viðbót- arkostnaði, þar sem tilgang- urinn er ekki síst að leysa sk. fráflæðisvanda Landspítala. Fellur hin aukna þjónusta sem þarna verður í boði undir skil- greiningu á almennri sjúkra- húsþjónustu eins og hún er skil- greind í lögum um heilbrigðis- þjónustu? 3. Er áformað að Landspítalinn reki sjálfur sjúklingahótelið eða verður starfsemi þess boðin út að einhverju eða öllu leyti? Benda má á í því sambandi að sjúkrahótel hefur aðdrei verið rekið af ríkinu. 4. Er ennþá áformað að reka al- mennt hótel samhliða sjúklinga- hótelinu, þ.e. að leigja út laus herbergi á almennum markaði, þegar starfsemi spítalans er í lágmarki og ná þannig fram há- marksnýtingu á húsnæðinu? Ætlar spítalinn sjálfur þannig í beina samkeppni við almenna hótel- og veitingastarfsemi í miðbænum? Fyrir alla áhugamenn um ís- lenskt heilbrigðiskerfi væri fróð- legt að fá svör við þessum spurn- ingum áður en fyrsta skóflustungan verður tekin að nýrri byggingu sjúklingahótels. Það verður nefnilega að hafa í huga að til þess að forsvaranlegt sé að ráðast í þessa framkvæmd þarf þörfin fyrir henni að vera augljós og hinar fjárhagslegu for- sendur að liggja óyggjandi fyrir. Stjórnmálamenn hljóta að skynja ábyrgð sína í þessum efnum. Áhugafólk um íslenskt heil- brigðiskerfi og landsmenn allir hljóta að kalla á að öll spil séu lögð á borðið. Hvorki einkarekst- ur né opinber rekstur er hafinn yfir gagnrýni, umræðan um þessi mál verður hins vegar að vera málefnaleg. Eftir Margréti Sanders og Andrés Magnússon » Áhugafólk um ís- lenskt heilbrigðis- kerfi og landsmenn allir hljóta að kalla á að öll spil séu lögð á borðið. Hvorki einkarekstur né opinber rekstur er haf- inn yfir gagnrýni, um- ræðan um þessi mál verður hins vegar að vera málefnaleg. Margrét Sanders Margrét er formaður SVÞ og Andrés framkvæmdastjóri SVÞ. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hefur reynst vel Andrés Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.