Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 18

Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRGUNNAR ÞORGRÍMSDÓTTUR, Seljalandi 7, Reykjavík. . Margrét Guðmundsdóttir, Andri Jónasson, Steinunn Ó. Guðmundsdóttir, Guðrún G. Guðmundsdóttir, Sigmundur Guðmundss., Guðmundur I. Guðmundsson, Danuta Mamczura, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ BernharðurMarsellíus Guð- mundsson fæddist í Ástúni, Ingjalds- sandi 7. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu á Sævangi, Dýrafirði, 17. júní síðastliðinn og verð- ur jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju, mánudaginn 29. júní, kl. 14. Foreldrar Bernharðs voru Guðmundur Bernharðsson, f. 10. nóvember 1899 í Hrauni, Ingj- aldssandi, d. 18. nóvember 1989, og Kristín Jónsdóttir, f. í Grunna- vík 21. júní 1901, d. 15. nóvember 1969. Systkini Bernharðs eru: Finnur Hafsteinn, f. 20. júlí 1926, d. 6. ágúst 1997, Ásvaldur Ingi, f. 20. september 1930, Sigríður Kristín, f. 5. mars 1932, og Þóra Alberta, f. 31. mars 1942. Bernharður var kvæntur Guð- rúnu Hansínu Jónsdóttur, f. 8. september 1938. Þau eignuðust þrjú börn og fósturdóttur: 1. Kristín Heiðrún, f. 12. nóvember 1956, d. 9. júlí 2014. Eiginmaður hennar var Guðmundur Níels Guðnason, f. 23. mars 1946. Börn: a) Kristrún Klara, f. 22. júní 1973, börn: Hafdís Elva, f. 17. mars 1990 og Ástþór Rúnar, f. 5. desember 1996. Hafdís var fóstruð hjá Bernharði og Guð- rúnu, maki hennar er Andri Helguson, börn: Daníel Karl, f. 13. maí 2011 og Snædís, f. 13. desember 2014, b) Hörður Rún- ar, maki hans er Heiða María Helgadóttir, börn: Margrét Heið- rún, f. 2. desember 2000, Helga María, f. 9. desember 2009, Hrafn Marsellíus, f. 17. desember 2012, c) Bernharður Marsellíus, maki hans er Sigríður Ólafsdóttir, börn: Ólöf María, f. 1. apr- íl 2004, Arnar Guðni, f. 19. júní 2006 og Agnes Klara, f. 17. júní 2011. 2. Ásthildur Elva Bernharðs- dóttir, sonur hennar er Elvar Þór, f. 15. janúar 1986. 3. Jón Valgeir, maki hans er Margareta Olsen, börn: Tinna, f. 14. júní 1985, Magnús Þorri, f. 14. janúar 1987, Elísabeth Tanja, f. 4. október 1989, Martin Leo, f. 6. janúar 1998, Magdalena Guð- rún, f. 15. nóvember 2001. Bernharður og Guðrún hófu búskap í Brautarholti Skut- ulsfirði árið 1956 þar sem Bern- harður sá um kennslu barna í sveitinni. Á Ísafirði starfaði hann við Skipasmíðastöð Marsellíusar. Árið 1961 hóf Bernharður nám við Kennaraskóla Íslands og átti eftir að helga sig kennslu út starfsævina. Hann kenndi við Leirárskóla (Heiðarskóla) í Leir- ársveit 1965-1967, var skólastjóri við grunnskólann í Hnífsdal 1967-1976, kenndi við Digranes- skóla í Kópavogi 1976-2001 og Engidalsskóla 2002-2003. Mörg sumur tók Bernharður að sér jarðýtustjórn við vegagerð og fleiri störf. Eftir að formlegri starfsævi lauk var Bernharður sístarfandi við smíðar og ræktun ásamt konu sinni á landareign þeirra, Sævangi í Dýrafirði. Tónlist og tónlistariðkun, sérstaklega með harmonikkuleik, var mikilvægur hluti af lífi Bernharðs frá barn- æsku. Hann var heiðursfélagi í Harmonikkufélagi Vestfjarða. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Nú þegar við kveðjum kæran bróður og vin leitar hugurinn vestur til Dýrafjarðar og til æskustöðvanna á Ingjaldssandi þar sem við systkinin ólumst upp. Ég á margar góðar minningar um Marsa, en það hann var alltaf kallaður heima. Hann var mér góður bróðir og ég sem litla systir sóttist snemma eftir að vera í návist hans, vildi fylgja honum eftir í leik og starfi. Hann sagði mér sögur, glettist við mig og var reyndar öllum ljúfur og góður drengur. Hann lærði snemma að taka til hendinni eins og títt er um sveitabörn og var alla tíð verklaginn og vandvirkur, sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Ungur að árum kynntist hann Guðrúnu og þá eignaðist hann þann ævivin sem alltaf hefur staðið við hlið hans. Saman hafa þau skilað ótrúlega miklu verki og látið sér mjög annt um afkom- endur sína og veitt öllum börn- unum í fjölskyldunni mikinn stuðning. Bernharður valdi sér hugsjónastarf er hann varð kennari. Hann var farsæll í starfi og lagði sig fram um að efla hvern einstakling sem í hans umsjá var. Tónlist veitti honum mikla gleði alla tíð. Ungur lærði hann að spila á harmóniku og oft greip hann í nikkuna sér til gleði og hvíldar. Eftir að Bernharður hætti kennslu byggðu þau Guð- rún sér fallegt hús í Dýrafirði og nefndu það Sævang. Nú hófst nýr kafli í lífi þeirra. Þau tóku til við að rækta og fegra umhverfi sitt og segja má að þarna hafi þau búið sér til sælureit úti og inni. Ég veit að bróðir minn naut þess að vera úti í friðsælli náttúrunni og fylgjast með gróðrinum og dýralífi á þessum fallega stað og til þess er gott að hugsa. Nú þegar komið er að kveðju- stund er hugur okkar hjá Guð- rúnu því hennar missir er mikill og öll fjölskyldan á um sárt að binda. Er við hugsum til hans er þakklæti okkur ofarlega í huga, þakklæti fyrir að hafa átt hann að öll þessi ár og fyrir öll góðu verk- in hans og umhyggju. Einlægar samúðarkveðjur frá okkur og fjölskyldu okkar. Þóra Alberta og Bjarni. Bernharður Marsellíus Guðmundsson ✝ Helga KristínLárusdóttir fæddist 28. sept- ember árið 1927 í Stykkishólmi. Hún lést á Droplaug- arstöðum 15. júní. Foreldrar hennar voru þau Ásta Þor- björg Pálsdóttir fædd í Ögri, þá Stykkishólms- hreppi, þann 30. september aldamótaárið 1900, d. 15. nóvember 1987, og Lárus Elíasson, fæddur í Klettakoti í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi þann 27. nóvember 1893, d. 9. desember 1971. Systkini Helgu voru þau Bjarni, Svanlaugur Elías, Lea Rakel, Hrefna, Ebba Júlíana og Gunnlaugur sem er þeirra yngstur. Þau eru öll á lífi nema Bjarni sem andaðist á síð- asta ári. Helga Kristín giftist Leó Guðbrandssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Ólafsvík, 11. september 1948. Hann var fæddur í Flateyjarhúsi í Ólafs- vík þann 21. ágúst 1921. Leó andaðist 2. maí árið 2008. For- eldrar hans voru Guðbrandur Jóhannes Guðmundsson, fædd- ur í Hjallabúð á Snæfellsnesi 3. janúar 1887, d. 17. ágúst 1949, 1957, gift Hirti Þorgilssyni, f. 10. júlí 1958. Börn þeirra eru a) Helga Katrín, f. 20. júlí 1988 í sambúð með Hlyni Pálssyni, og Magnús Rúnar, f. 16. maí 1992. 4) Ágúst Helgi, f. 19. janúar 1962, kvæntur Sigrúnu Ellerts- dóttur, f. 1. október 1963. Barn þeirra er Arnar Leó, f. 6. janúar 1995. 5) Þröstur, f. 22. febrúar 1966, var kvæntur Steinunni Tómasdóttur, f. 8. september 1967. Börn þeirra eru a) Hall- dór, f. 30. júlí 1993, b) Kristín, f. 20. október 1997. Helga Kristín ólst upp í Stykkishólmi þar til hún fluttist til Ólafsvíkur í september 1948. Bjuggu þau í Ólafsvík til ársins 1999 þegar þau fluttu í Kópa- vog. Eftir andlát Leós flutti Helga í Sunnuhlíð en síðasta eitt og hálft árið dvaldist hún á hjúkrunarheimilinu Droplaug- arstöðum. Hún lauk barnaskólanámi í Stykkishólmi. Að námi loknu tóku við ýmis störf og vann hún m.a. við veitingastörf á Hvít- árbrú og á Þingvöllum. Helga var mikil húsmóðir og hand- verkskona. Allt lék í höndunum á henni og saumaði hún bæði á börnin og barnabörnin. Þegar börnin urðu eldri og fóru að heiman gerðist Helga dag- mamma. Hún endaði starfsferil sinn í leikskólanum í Ólafsvík. Helga var virkur félagi í Kven- félagi Ólafsvíkur. Útför Helgu Kristínar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 29. júní, kl. 14. og Guðrún Árborg Sigurgeirsdóttir, fædd á Arnarstapa á Snæfellsnesi 16. maí 1895, d. 9. des- ember 1981. Börn þeirra eru: 1) Ásta Lára, f. 21. júlí 1948, gift Þor- varði Sæmunds- syni, f. 31. janúar 1947. Börn þeirra eru a) Leó, f. 20. júlí 1968, börn hans eru Ing- ólfur Hannes, f. 1988 í sambúð með Sunnu Ottósdóttur. Þeirra barn er Breki, f. 2013, Snædís Erla, f. 1994 og Alexander, f. 1996, b) Haukur Þór, f. 3. sept- ember 1977, kvæntur Hanan Ashi c) Gunnar Snorri, f. 3. des- ember 1980, í sambúð með Hjördísi Logadóttur. Börn þeirra eru Logi Þór, f. 2009 og Atli Hrafn, f. 2011. 2) Guð- brandur Rúnar, f. 19. febrúar 1952, kvæntur Gunnhildi Tryggvadóttur, f. 15. febrúar 1953. Börn þeirra eru a) Tryggvi, f. 28. maí 1973, kvænt- ur Þuríði Ósk Pálmadóttur. Börn þeirra eru Birta Karen, f. 2000 og Tómas Orri, f. 2006 b) Atli, f. 4. júní 1983 í sambúð með Sigrúnu Helgu Ásgeirs- dóttur. 3) Erla, f. 10. ágúst Mín fyrstu kynni af Helgu voru þegar ég elti Erlu vestur til Ólafsvíkur, sumarið eftir að við höfðum kynnst í Háskólanum. Erla vann þá um sumarið hjá pabba sínum í Sparisjóðnum og ég ákvað að heimsækja hana og dvelja um helgi í Ólafsvík. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem ég heimsótti Snæfellsnes og þekkti ég því lítið til aðstæðna. Það var sólríkt sumarkvöld og var eins og Snæfellsjökull togaði mann til sín út eftir nesinu. Heldur fannst mér Ólsarar sjálfumglaðir þegar ég var nán- ast kominn fyrir Jökul og áttaði mig á því að ég hafði farið fram hjá afleggjaranum yfir Fróðár- heiði. Þar hafði reyndar ekki ból- að á vegmerkingu um að þar væri leiðin til Ólafsvíkur, enda átti hver einasti maður að vita það. Þegar ég kom í Brautarholtið var Helga ein heima og Erla í einni af sinni löngu spjallheim- sóknum hjá frænkum sínum. Helga vildi að sjálfsögðu gera vel við herrann sem elti stelpuna til Ólafsvíkur og dró fram úr skáp- um camembert-ost og kex og sagði að hún hefði einmitt verið að gera sultu og hvort ég vildi ekki svoleiðis með. Ég þáði það, en þegar hún kom með sultuna þá hafði hún ekki hlaupið. Hún bar hana því til mín í eggjabikar og spurði hvort ég væri ekki bara til í að dreypa á henni með ost- inum. Þegar ég nú hugsa til baka þá finnst mér þessi fyrstu kynni mín af Helgu lýsa vel þeirri konu sem við kveðjum nú. Hún sá aldrei vandamál, bara lausnir og lagði sig fram um að sjá hið jákvæða hverju sinni. Hún undi sér best umvafin fjölskyldu og vinum og var ætíð til í að rétta fram hjálp- arhönd sjálf, eða með hjálp æðri máttar með áheitum á Ólafsvík- urkirkju. Það er því með söknuði og hlýju sem ég kveð yndislega tengdamóður og ömmu barnanna okkar. Hjörtur Þorgilsson. Í dag vil ég minnast tengda- móður minnar, Helgu Kristínar Lárusdóttur. Ég var 18 ára þeg- ar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna í Ólafsvík með Gústa. Þau hjónin áttu þar fallegt og kær- leiksríkt heimili. Leó var spari- sjóðsstjóri og Helga sá um heim- ilið af miklum myndugleik. Þangað var gott að koma og fór- um við vestur í flestum fríum á skólaárum okkar. Jólafríin voru sérlega eftirminnileg þar sem systkinin, makar þeirra og börn hittust og áttu góðar stundir saman og oft var kátt á hjalla. Gjarnan var þá tekið í spil fram á rauðanótt. Helga eyddi miklum tíma í eldhúsinu þar sem hún lokkaði fram dýrindisrétti, hún var listakokkur og margar smá- kökusortir biðu okkar í kökubox- um í búrinu í jólafríum. Allt sem Helga tók sér fyrir hendur var gert af alúð og niðurstaðan var eftir því, sama hvort það var bakstur, matargerð, saumaskap- ur, prjónaskapur eða blómarækt. Þegar Leó veiktist fluttu þau í Kópavoginn og eftir það áttum við enn fleiri samverustundir með þeim. Samheldnari hjón var varla hægt að finna, mikill kær- leikur var á milli þeirra alla tíð. Þau héldu vel utan um fjölskyld- una, voru í miklum samskiptum við börnin sín og fjölskyldur þeirra og voru áhugasöm um alla hluti sem viðkom þeim. Skila- boðin voru skýr, fjölskyldan skipti miklu máli og hvert tæki- færi var nýtt til samverustunda. Við höfum lært margt af þeim og reynum að viðhalda og bera boð- skapinn áfram til komandi kyn- slóða. Stykkishólmur, æskuslóðir Helgu, var henni sérlega hug- leikinn og þar leið henni vel. Við komum oft saman að Silfurgötu 1 og þaðan eigum við margar góð- ar minningar. Stórfjölskyldan ferðaðist til London og Kaupmannahafnar í tilefni 80 ára afmælis þeirra hjóna. Þessar ferðir eru mjög eftirminnilegar og voru þeim mikils virði. Eftir að Leó lést, þjappaði fjöl- skyldan sér enn betur saman og hugsaði vel um Helgu fram á síð- asta dag. Það er ógleymanleg ferð sem við fórum með henni til Ítalíu, eftir að hún veiktist. Við skoðuðum oft saman myndirnar úr því ferðalagi okkur til skemmtunar. Því miður hafði Helga ekki heilsu til að ferðast mikið síðustu árin. Það gladdi okkur mikið og sér- staklega nýstúdentinn okkar hann Arnar Leó að Helga gat fagnað með okkur útskrift hans um síðustu mánaðamót. Helga hafði sérlega góða nær- veru, yfir henni var alltaf mikil ró, yfirvegun og glæsileiki. Það er mér mikill heiður að hafa verið hluti af fjölskyldu þeirra hjóna. Betri tengdaforeldra er ekki hægt að hugsa sér. Því kveð ég í dag með söknuði tengdamömmu mína, góða vinkonu og fyrirmynd sem átti góða ævi, umvafin ást fjölskyldu sinnar. Þegar fölnar sú rós sem fegurst var við finnum í hjarta til söknuðar en þakklæti er kærleikans mál. Frá okkur horfin er Helga Lár hún hamingju veitti og þerraði tár. Drottinn gæti þín göfuga sál. (Ellert Borgar Þorvaldsson) Þín tengdadóttir, Sigrún Ellertsdóttir. Nú þegar tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim koma upp í hugann margar ljúfar minningar um vegferð okkar í rúma fjóra áratugi. Við fyrstu kynni mín af Helgu birtist hún mér sem manneskja með ein- staklega blítt og vingjarnlegt við- mót. Með árunum sannfærðist ég meir og meir um einstaka skap- gerð hennar sem ávallt var í miklu jafnvægi. Aldrei hallaði hún einu orði á nokkurn mann en leitaði ávallt í þess stað að ein- hverju jákvæðu. Snæfellsnesið var staðurinn hennar en þar voru lengstum hennar heimahagar. Hún fæddist og ólst upp í Stykkishólmi hjá ástríkum foreldrum og systkina- hópurinn var stór. Þegar hún festi ráð sitt fór hún ekki lengra en til Ólafsvíkur en þaðan kom eiginmaður hennar, Leó. Þar bjuggu þau lengst sína hjúskap- artíð en fluttust í Kópavoginn 1999 þar sem þau bjuggu síðustu árin saman en Leó andaðist 2008. Síðustu æviárin dvaldi hún á Droplaugarstöðum þar sem hún naut góðrar umönnunar við þverrandi heilsu. Helga var trú guði sínum og varðveitti hún ávallt með sér þá trú sem hún hafði öðlast í barna- stúkunni sinni í Hólminum, en þessa trú hafði hún fyrir sig. Kirkjan hennar var Ólafsvík- urkirkja og alla sína tíð hafði hún fyrir sið að heita á kirkjuna og voru áheit hennar fjölmörg og fylgdu þeim heitar óskir um vel- farnað annarra sem hún skráði hjá sér. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og virðingu og veit að hún á góða heimkomu á öðrum stað því henni vann hún sér svo sannarlega fyrir á meðan dvöl hennar hér í heimi varði. Þorvarður Sæmundsson. Elsku amma hefur nú kvatt þennan heim. Þetta kom mér á óvart en ég hafði vonast til að hitta hana nú í júlí, en þá ætlaði ég að koma í frí til Íslands frá Suður-Afríku. Það veldur mér mikilli sorg að fá ekki að hitta hana ömmu aftur, en það er hins- vegar huggun að vita að nú hefur hún fengið ró og sína hinstu hvíld með afa Leó. Amma hafði sér- stakan persónuleika sem oft reynist erfitt að finna í þessum heimi. Ég nefni einungis nokkur dæmi sem eru fremst í huga mér; ást, umhyggja, kærleiki, ein- lægni, heiðarleiki, tilfinninga- semi, styrkleiki og vinnusemi. Minning mín um hana ömmu mína, sem fyrsta barnabarnið hennar, er sterkust frá þeim tíma sem ég dvaldi í Ólafsvík sem barn. Þetta var á þeim tíma þeg- ar ekkert sjónvarp var á fimmtu- dögum og tölvur þekktust ekki. Það var því nóg um að vera hjá börnum við leik útivið eða heima þegar veður var vont. Þá var hún amma með stjórnina á hreinu og sá til þess að allir væru glaðir og umfram allt mettir. Já, amma eldaði góðan mat og umfram allt bakaði góðar kökur. Ég var á 12 ári og vann þá við fiskverkun hjá Ibba í Bylgjunni. Kvöld eitt þeg- ar ég kom seint heim úr vinnu, glorsoltinn, þá hafði hún amma mín frammi nýbakaða smjör- deigssnúða með glassúr, sem mér þótti mikið lostæti. Amma var sofnuð og ég hafði óheftan aðgang að snúðunum. Ég borðaði svo mikið að ég fékk magaverk og komst varla til vinnu daginn eftir. Hádegismaturinn var oft soðin ýsa með rúgbrauði, og þótti mér afi oft nota ansi mikið smjör á rúgbrauðið og oft var hann spurður hvort hann væri að borða rúgbrauð með smjöri eða smjör með rúgbrauði. Það voru margar skemmtilegar árlegar venjur hjá afa og ömmu, t.a.m. stangveiði í Fróðá. Einnig var farið í berjamó og á leiðinni var keyrt hringinn í kringum Snæ- fellsnesið. Þá var stundum farið niður á Djúpalónssand þar sem steinarn- ir Fullsterkur, Hálfsterkur, Hálfdrættingur og Amlóði liggja og reynt að lyfta steinunum en amma hafði lyft einum steinanna þegar hún var ung. Ég man eftir mynd sem var tekin af ömmu þar sem hún hafði lyft „sterka“ og hélt stolt á steininum. En það kom svo að því að börn þeirra flyttu suður, en amma og afi bjuggu áfram í Ólafsvík, fluttu frá Brautarholti 4 og upp í næstu götu, Vallholt 8. Mér þótti Braut- arholtið mun tignarlegra hús. Einnig var garðurinn þar mun stærri. Þar gátum við frændurn- ir haldið fótboltamót og haft dúf- ur. Eftir Vallarholtið fluttu amma og afi í Kópavoginn til að vera nærri börnum sínum og öðr- um fjölskyldumeðlimum. Það fór vel um þau þar og áttu þau hlý- legt og fallegt heimili þar sem allir voru ávallt velkomnir. Á síðustu árum fylgdist amma með fjölskyldunni stækka, en fyrir tæpum tveimur árum eign- aðist hún fyrsta langömmubarn- ið, Breka, son elsta sonar míns, Ingólfs Hannesar, og unnustu hans, Sunnu. Þá hefur amma ver- ið svo lánsöm að hennar nánustu hafa hugsað sérstaklega vel um hana. Þökk sé fyrir það. Elsku amma, langamma og langalangamma, við kveðjum þig nú en þú munt ávallt lifa í huga og hjarta okkar. Leó, Snædís Erla, Alexand- er, Ingólfur Hannes, Sunna og Breki. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur og því miður fengum við ekki tækifæri til að kveðja þig. Því ætlum við að gera það nú. Margar af mínum Helga Kristín Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.