Morgunblaðið - 29.06.2015, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.06.2015, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 ✝ Þóra Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 4. októ- ber 1925. Hún lést á Elliheimilinu Grund 14. júní 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Þórðarson, f. 12.10. 1901 á Akranesi, d. 2.9. 1952, og Anna Jónsdóttir, f. 15.9. 1895 í Landakoti í Sandvíkurhr., Árnessýslu, d. 16. mars 1984. Bræður Þóru vor Björn, f. 1929, d. 2003, og Guðmundur, f. 1933, d. 2008. Hún ólst upp í Pálshúsum á Bráðræðisholti í Vesturbæ Reykjavíkur. Þóra giftist Jóhannesi Ó. Guðmundssyni viðskiptafræð- ingi, f. 13. júlí, d. 19. ágúst 1983. Hann rak fyrirtækið Magnús Th.S. Blöndahl hf. Þau bjuggu lengst af á Seltjarnarnesi. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur, f. 4. mars 1947, maki Bergljót Helga Jósepsdóttir, f. 16. feb. 1947. Börn Guðmundar eru Þóra Björk, Arnar og Óðinn. 2) Alexand- er, f. 15. feb. 1948, maki Helga Haf- steinsdóttir, f. 4. feb. 1948, börn þeirra eru Haf- steinn og Valur. 3) Anna Birna, f. 19. feb. 1950, maki Steingrímur Ell- ingsen, f. 20. apríl 1948, börn þeirra eru Jóhannes Ólafur og Lotta María. 4) Guðlaug Ingibjörg, f. 29. des. 1958, maki Gary Hecker, f. 8. mars 1954, búsett í Bandaríkj- unum, börn þeirra eru Michael, Alexander og David. Barna- barnabörnin eru 13 og tvö barnabarnabarnabörn. Þóra var heimavinnandi hús- móðir þar til hún var 54 ára en þá fór hún að vinna hjá Félags- málastofnun Reykjavík- urborgar. Hún starfaði þar til 67 ára aldurs. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 29. júní 2015, kl. 13. Nú hefur elskuleg tengda- móðir mín kvatt þennan heim södd lífdaga. Hún lést á Dval- ar- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. júní sl. eftir fimm ára veru í góðri umönnun þess starfsfólks sem þar vinnur. Langt er síðan við sáumst fyrst en það var fyrir ca. 50 árum þegar ég og Alli, sonur hennar, fórum að stinga saman nefjum rétt að verða 17 ára. Hún var e.t.v. ekki hrifin af þessum ráðahag í byrjun því oft var bankað á hurðina á herbergi hans og spurt hvort við vildum ekki koma fram og fá okkur brúnköku og mjólk, hana lang- aði að sjá þessa stelpu sem var komin að trufla strákinn. Smám saman kynntist ég þessum góðu hjónum, Þóru og Jóhann- esi, sem urðu tengdaforeldrar mínir árið 1969. Gott var að koma á þeirra heimili, allt svo afslappað og ljúft og maður alltaf velkominn. Við áttum eft- ir að verða góðar vinkonur og vorum mikið með tengdafor- eldrum mínum, sérstaklega eft- ir að tengdafaðir minn veiktist af þessum illvíga sjúkdómi MS sem gerði hann ófæran um að komast leiðar sinnar án hjálpar vegna lömunar. Jóhannes lést 1983 og var hún því orðin ekkja aðeins 58 ára gömul. Þóra var skömmu áður búin að ráða sig í vinnu hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og létti það henni áfallið að fara til vinnu sinnar þar sem hún átti marga góða vini. Saman fórum við til Ameríku að heimsækja Lottu dóttur hennar, sem býr þar. Þóra vildi endilega að við stoppuðum í tvo daga í New York í byrjun ferðar og naut hún þess að sýna mér borgina. Þar hafði hún búið í gamla daga þegar tengdapabbi var að læra þar í borg svo margs varð ég vísari á eftir. Jæja, kæra tengdamamma, ég kveð þig að sinni, hafðu þökk fyrir allar okkar góðu stundir. Sjáumst síðar. Þín tengdadóttir, Helga. Lífsgöngu Þóru Guðjónsdótt- ur er lokið. Hún varpaði gleði, birtu og yl hvar sem hún fór. Kynni okkar hófust þegar hún kom til starfa hjá Félags- málastofnun Reykjavikur í Vonarstræti 4, snemma á ní- unda áratug síðustu aldar. Í næsta húsi við Vonarstrætið vann Jóhannes maður Þóru í fjölskyldufyrirtæki þeirra. Þar sem Jóhannes ferðaðist um í hjólastól var þetta afar heppi- legt fyrirkomulag, ferðir til og frá vinnu voru samnýttar og fjölskyldan hjálpaðist að. Sam- hjálp og æðruleysi var aðals- merki Þóru og fjölskyldu henn- ar. Þóra hitti fyrir á nýja vinnu- staðnum marga sem búnir voru að vinna lengi að framfærslu- og barnaverndarmálum í Reykjavík í bland við aðra sem voru að koma til starfa beint frá háskólanámi erlendis, og voru að hasla sér völl á nýjum starfsvettvangi. Þóra, með sína jákvæðu lífs- sýn og opna huga, féll beint inn í þennan hóp. Hún var bæði ráðagóð og réttsýn og hrókur alls fagnaðar. Samstarfsfélag- arnir voru alltaf velkomnir á heimili Þóru og Jóhannesar. Þá var spilaður djass og stundum rifjaður upp tíminn frá náms- árunum í New York. Það eru ógleymanleg kvöld. Það var alltaf gaman, um leið og það var nærandi, að koma til Þóru, enda lögðu margir leið sína til hennar. Maður kom allt- af ríkari af hennar fundi. Það eru forréttindi að hafa kynnst og átt að vini konu eins og Þóru. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til barna hennar og tengdabarna, afkomenda þeirra og annarra aðstandenda. Sigríður Jónsdóttir. Elsku amma Þóra, nú ertu farin til afa Jóa, hann er búinn að bíða lengi eftir þér og verð- ur glaður að fá þig til sín. Þeg- ar ég var lítill vorum við mikið saman, oft fórum við í Hús- dýragarðinn, Kaffivagninn og fleiri bíltúra. Við fórum líka í heimsókn til vinkvenna þinna - Gústu, Gyðu, Nennu og Hjör- dísar sem allar eru farnar héð- an svo það verða fagnaðarfund- ir hjá ykkur vinkonunum. Elsku amma mín, þú varst búin að vera veik lengi og orðin mjög þreytt og þá er gott að fá að hvíla sig. Þakka þér fyrir allt, elsku amma mín, við hitt- umst síðar. Þitt barnabarn, Valur. Þá hefur Þóra frænka kvatt eftir langt og viðburðaríkt líf. Yndislegri frænku var ekki hægt að hugsa sér en alltaf þegar ég hitti föðursystur mína var gaman. Hún var einfaldlega skemmtilegasta manneskja sem ég hef þekkt. Þóra frænka hélt gleði sinni fram á síðasta dag og alltaf brosti hún og hló á sinn einstaka hátt sem ég á eft- ir að sakna. Aðfangadagskvöld heima hjá Þóru og Jóhannesi úti á Mela- braut voru lítilli stelpu ógleym- anleg, þar var mikið af fólki og mikið fjör og konfekt í öllum skálum. Jólatréð fór út á mitt stofugólf og þar var dansað og sungið hástöfum undir tónum pabba og Jonna bróður hvort sem var spilað á trompet eða kaffikönnur. Þeir tveir og móð- ir mín hafa kvatt þetta líf og veit ég að þau hafa tekið vel á móti Þóru frænku, en mikill vinskapur og væntumþykja var á milli þeirra systkina og einnig mömmu og Þóru alla tíð. Þóra frænka var ekki að stressa sig á hlutunum og gerði ekki vesen úr neinu. Ógleym- anlegt er mér er ég fékk í fyrsta sinn í lífinu mjólkurhrist- ing, auðvitað kom Þóra frænka með hann. Ég var lítil og fár- veik af kúabólu og blind um tíma, þá kom Þóra frænka með þennan frábæra drykk og púsluspil, týpísk Þóra frænka að gefa blindu barni púsl en það var ekkert mál, ég lærði bara að púsla blindandi og sá svo kisurnar á púsluspilinu þegar mér var batnað og sjónin var komin. Um tvítugt fór ég í fyrsta skipti til Bandaríkjanna og þar hitti ég Þóru frænku hjá Lottu dóttur hennar. Það var sko gaman. Þóra frænka stakk upp á að við færum þrjár saman til NY og vorum við meira en til í það. Við tókum lestina snemma um morgun eða kl 6:00. Þegar við vorum komnar um borð og lestin lögð af stað kom þjónn með veitingavagn til okkar og spurði hvort það mætti ekki bjóða okkur hressingu? Ekki var föðursystir mín lengi að svara og pantaði 3 gin og tónic. Eitthvert fát kom á þjóninn og undrunarsvipur en enn verri var samt undrunarsvipurinn sem kom á Þóru þegar hann til- kynnti henni að samkvæmt lög- um mætti ekki bera fram sjúss fyrr en eftir kl 8 á morgnana. Þetta fannst Þóru skrítið og er ég eiginlega bara sammála henni. En til NY komumst við og áttum frábæran dag saman. Þóra hafði búið með Jóhannesi í stórborginni sem ung kona og þekkti því borgina einsog lóf- ann á sér. Ég hefði því alls ekki viljað koma þarna í fyrsta skipti án hennar og Lottu. Langur lunch í Trump Tower þar sem ég smakkaði ostaköku í fyrsta skipti. Hestferð í kring- um Central Park að ógleym- anlegri WC ferð á Plaza hót- elið. Þetta eru ljúfar minningar sem gott er að getað náð í þeg- ar annar eins höfðingi kveður, eins og Þóra frænka hefur nú gert. Þóra frænka var alla tíð einstaklega góð við mig og mitt fólk og söknum við hennar öll á mínu heimili en minnumst með bros á vör. Hún var alltaf mjög barngóð. Sem drengirnir mínir þakka fyrir og kveðjum við Þóru frænku með bros á vör og biðjum að heilsa að sinni. Anna Þóra Björnsdóttir og fjölskylda. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Þóru. Ég man þeg- ar ég hitti hana í fyrsta skipti fyrir 45 árum og hve vel hún tók mér. Var ég þá nýflutt á Nesið og ný í vinkvennahópn- um hennar Lottu dóttur henn- ar. Heimili Þóru og Jóhannesar stóð okkur stelpunum alltaf op- ið. Þar fékk ég fyrst að smakka kaffi og það voru ófáir kaffiboll- arnir sem voru drukknir í eld- húsinu á Melabrautinni. Minn- ist líka ferðalaganna sem ég fékk að fara með Lottu og fjöl- skyldu hennar á unglingsárun- um. Eftir að Lotta flutti til Bandaríkjanna hélt ég áfram að heimsækja Melabrautina og alltaf var jafngaman að koma þangað. Saumaklúbburinn okk- ar æskuvinkvennanna af Nes- inu hefur haft það fyrir sið að fara á óvissuferðir á hverju ári. Eitt árið heimsóttum við Þóru og var það frábært, tók hún vel á móti hópnum, hress að vanda. Þóra fylgdist vel með vinkvenn- ahópnum hennar Lottu, hvað allir voru að gera, barnahópn- um þeirra og ömmubörnum. Vildi alltaf fá fréttir af öllum. Þóra var lífsglöð, hress og umhyggjusöm. Það var gott að vera í návist hennar og hennar verður sárt saknað. Um leið og ég þakka henni samfylgdina færi ég ástvinum hennar mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu hennar. Anna Lísa. Hún var mér sem stóra syst- ir. Ávallt kát, bjartsýn og bros- hýr. Sönn gleðinnar dóttir. Í Pálsbæ á Grímsstaðaholti var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina, hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en þess ljúfara var hugarþelið sem þar ríkti, góðmennskan og vináttan. Einbirnið sem undirritaður var á þessum árum átti í Pálsbæ margar hugljúfar gleði- stundir með systkinunum þremur sem þar áttu heimili. Þóra gætti þess að við pollarnir lékum okkur ekki úr máta, gaf okkur mjólk og kleinur meðan foreldrar okkar tóku upp kart- öflur og feður okkar fengu sér – á stundum – örlítið tár fremst í stóru tærnar! Þegar aftanskinið færðist yf- ir, mátti heyra frá Pálsbæ lúðrahljóma eldri sonarins og jafnvel föður hans að auki. Þóra og undirritaður sungu undir! Og árin liðu. Örlög réðu því að áratugum seinna urðu fjöl- skyldur okkar Þóru sambýling- ar á Nesinu fagra, Seltjarnar- nesi. Þar tóku fjögur börnin hennar og vinar okkar Jóhann- esar út hluta af sínum þroska. Minn lífsförunautur til nærri 60 ára, Inga mín kær, sagði títt að barnauppeldi Þóru hefði ver- ið sú fyrirmynd sem Inga reyndi að líkjast og kenna okk- ar börnum. Vináttubönd fjöl- skyldnanna styrktust. Eftir miðnætti á helgri jólanótt komu fjölskyldurnar saman og nutu helgi jólanna svo unun var að. Og nú er hún komin í faðm- inn hans Jóa síns. Langri, far- sælli og gæfuríkri ævi er lokið. Gott er að mega kveðja vin sem aðeins skilur eftir sig heið- ríkju yndislegrar konu. Magnús Erlendsson og Ingibjörg Bergsveinsdóttir. Þóra Guðjónsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BONDÓ PÁLSSON frá Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju 1. júlí næstkomandi klukkan 15:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á þakkarsjóð fyrir deild 13E á Landspítalanum (516-26-504929, kt. 220666-4929). . Halla Guðrún Jónsdóttir, Gísli Arnar Gunnarsson, Brynjólfur Gunnar Jónsson, Arndís Lára Jónsdóttir, Ebenezer G. Guðmundss., Hallgrímur Júlíus Jónsson, H. Berglind Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Helgu Kristínu Lár- usdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. bestu æskuminningum eru frá Ólafsvík og Stykkishólmi. Þar var alltaf nóg um að vera og heimur fullur af ævintýrum. Fjallgöngur, berjatínsla, fisk- veiðar en alltaf þegar komið var heim til ömmu biðu eftir manni heitar kleinur og kanilsnúðar. Amma hafði stórt hjarta og var alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem leituðu til hennar. Hún vann í nokkur ár á leikskóla og annaðist m.a. fötluð börn. Amma var sterk kona og alltaf tilbúin að gefa góð ráð. Amma elskaði að baka og elda og það var alltaf mikið um að vera í eldhúsinu hjá henni. Það var alltaf hollur matur í hádeginu hjá ömmu. Amma var náttúru- barn og þekkti Snæfellsnesið betur en flestir en henni þótti fátt skemmtilegra en að fara til Stykkishólms og í Ólafsvík að fara með okkur upp á Enni. Amma var kona sem elskaði fjöl- skyldu sína. Hún vildi gera vel við alla og það gerði hún með sinni einstöku ástkæru vináttu, alúð, hlýju og umhyggju. Tíminn er ein sú dýrmætasta auðlind sem við eigum en tími, vatn og sjávarflóð bíða ekki eftir neinum. Vertu sæl að sinni, elsku amma mín, og vonandi fáum við aftur tækifæri til að hlæja saman á ný í fjörunni við næsta sjáv- arflóð. Tíminn er eins og vatnið og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs Og tíminn hvarf eins og tár sem fellur á hvíta strönd. (Steinn Steinarr) Haukur og Hanan. Elsku amma. Ef það var eitthvað sem var á hreinu var það að þegar þú varst heimsótt, gat maður stólað á að fara ekki heim með tóman maga. Hvort sem það voru pönnukökur í Vallholti, brúnkaka í Núpalind eða brjóstsykursmoli á Drop- laugarstöðum, alltaf var eitthvað til hjá ömmu. Ef annað kom í ljós varstu ekki lengi að töfra fram einhverjar kræsingar sem hurfu ofan í gesti og gangandi. Já, það var alltaf indælt að heimsækja ömmu og afa. Þetta ljóð sem Helga Katrín gaf þér fyrir tíu árum fundum við inni í Biblíunni þinni. Ég leit í augu þín og kyssti burt tárin. Gráttu eigi því lífið er ljúft, það er svo margt til að hlakka. Ekki gráta það sem var svo slæmt, gleðstu heldur, því það er liðið og nú er komin betri tíð. Nú kveðjum við þig með hryggð í hjarta og tár á hvarmi, en huggum okkur við það að nú ert þú komin til hans afa. Helga Katrín og Magnús Rúnar. Það er söknuður að sjá á eftir systur sinni. Helga var elst okkar systra sem vorum fjórar og þrír bræður sem ólumst upp saman í Stykkishólmi en Bjarni sem var elstur lést í desember sl. Þegar Helga óx úr grasi var hún mikil fyrirmynd okkar systra, glæsileg svo eftir var tekið, bráðdugleg og mörgum kostum búin. Það sem einkenndi Helgu alla tíð var hvað hún var alltaf glaðsinna og skap- góð. Helga systir mín var mikil hjálparhella fyrir móður okkar þegar við vorum að alast upp og gekk í öll verk á heimilinu. Þegar Helga var sextán ára gömul fór hún á saumanámskeið og saumaði jólakjóla á okkur yngstu systurnar og kom það snemma í ljós hvað hún var flink í höndunum enda var þetta á þeim árum þegar ekki var hægt að kaupa tilbúin föt, allt var saumað heima. Um tvítugt giftist Helga Leó eiginmanni sínum og flutti til Ólafsvíkur í Grænuhlíð og var alltaf gaman að heimsækja hana þangað. Eitt sinn fór ég með hand- boltaliði Snæfells til Ólafsvíkur til að keppa við lið Ólsara. Þá bauð Helga öllum stelpunum úr Stykkishólmi heim í flottar veit- ingar og var ég mjög stolt af því að eiga svona frábæra eldri syst- ur. Helga var liðtæk í íþróttum á yngri árum og vann til verðlauna í hlaupi enda var hún alltaf létt á fæti. Einnig var hún mjög söng- elsk og var fljót og læra lög. Í Ólafsvík átti Helga góða ævi, var vinmörg og félagslynd. Síðar flutti hún og Leó suður og þá urðu samverustundirnar hjá okk- ur fleiri. Í seinni tíð var alltaf gott að koma til Helgu og nú síð- ast á Droplaugarstaði og þar hittumst við systurnar oft saman og áttum góðar stundir. Ég kveð kæra systur með virðingu og þökk og sendi fjöl- skyldu hennar og öðrum ættingj- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Líf hennar skilur eftir sig bjartar minningar hjá okkur sem áttum hana að. Nú aftanblik slær á Breiðafjörð og bráðum skín þér fagurt sólarlag, – og yfir þér og vorri ættarjörð englar vaki bæði nótt og dag. (Þ. Ibsen) Ebba Júlíana Lárusdóttir. Það er margs að minnast og svo margt sem um hugann fer eftir langa samferð með Helgu móðursystur okkar og kærri frænku. Helga fæddist í Stykk- ishólmi en fluttist ung að árum með Leó sínum til Ólafsvíkur. Fyrir okkur systkinin var það alltaf tilhlökkun þegar við fórum í Hólminn með foreldrum okkar, að renna út í Ólafsvík til Helgu frænku og Leós. Þar var alltaf vel tekið á móti okkur og stund- um haldið áfram út á nes undir jökul í berjatínslu. Okkur er sér- staklega minnisstætt þegar hald- in var stórveisla í tilefni af fimm- tíu ára afmæli Leós að við sem komum lengra að komumst ekki heim vegna átakaveðurs sem skollið var á. Helgu fannst það ekki tiltökumál og fann gistingu fyrir alla víða um hús. Þetta lýsti henni vel því hún tók öllu sem að höndum bar með jafnaðargeði. Síðar fluttu þau Leó suður og urðu þá samverustundirnar fleiri hjá systrunum fjórum en þær systur eru mjög nánar og sam- rýndar og var Helga þeirra elst. Tengsl systkinanna allra eru sterk en Bjarni sem var elstur lést í desember sl. og er því skammt stórra högga á milli hjá þeim systkinum. Samheldni þeirra hefur smitast yfir til okkar afkomendanna sem hafa skapað sterka samkennd innan stórfjöl- skyldunnar sem finna má þegar hópurinn kemur saman eins og í jólaboðum eða ættarmótum. Helga frænka okkar var ákaf- lega ljúf, jákvæð og umhyggju- söm alla tíð og fólki leið vel í ná- vist hennar. Það var okkur því mikils virði að hún skyldi komast í útskrift Guðlaugar Bjartar núna í lok maí. Þrátt fyrir að vera ekki heilsuhraust fannst henni mikilvægt að eiga samverustund- ir með ættingjum þegar tilefni gafst til. Við kveðjum ástkæra frænku með þakklæti fyrir samfylgdina og biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldu hennar og ástvini. Megi hið eilífa ljós lýsa Helgu frænku okkar. Ásgerður Þorgeirsdóttir og Þorgeir Ibsen Þorgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.