Morgunblaðið - 08.06.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 08.06.2015, Síða 1
MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur Íslensku landsliðin máttu gera sér að góðu silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum. Svartfellingar og Lúxemborgarar voru of sterkir. Þriðja sinn í röð sem kvennaliðið fær silfur. 6 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Eggert Á förum? Rúrik Gíslason er orð- aður við brottför til Þýskalands. FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, leikmaður FC Köbenhavn, var í dönskum miðlum um helgina orðaður við þýska 2. deildarliðið Nürnberg, en keppni í dönsku úrvalsdeildinni lauk í gær. Viðræður eru sagðar standa yfir á milli félaganna en ekkert er enn fast í hendi. Þó ætti það að skýrast á næstu dögum hvort félögin ná saman. Rúrik hefur verið í herbúðum FCK í þrjú ár og er samningsbundinn í ár til viðbótar. Í dönskum miðlum var því í gær slegið föstu að hann vildi verða seldur, en sjálfur segir Rúrik hins vegar ummæli sín í beinni út- sendingu eftir síðasta leikinn hafa verið tekin úr samhengi. „Það er alls ekki staðan, ég elska að vera í FCK og mér líður frábær- lega hérna. Ég á eitt ár eftir af samn- ingnum svo það er engin pressa á mér að fara. Miðað við hvað allir hafa farið vel með mig hér síðustu ár mundi ég hins vegar vilja að þeir fengju pening fyrir mig ef eitthvað kæmi upp,“ sagði Rúrik þegar Morg- unblaðið innti hann eftir viðbrögðum við fréttum ytra. Rúrik er væntanlegur til landsins í dag ásamt öðrum landsliðsmönnum, enda er fram undan mikilvægur leik- ur við Tékkland í undankeppni Evrópumótsins. Rúrik segir þessar getgátur í kringum framtíð sína ekki trufla undirbúning sinn fyrir leikinn. „Nei, í rauninni ekki. Við sjáum bara hvernig þetta þróast.“ Skýrist á næstu dögum  Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er eftirsóttur  Líður vel í Kaupmannahöfn og er með hugann við Tékkaleikinn HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Mér fannst það algjör óþarfi hjá okkur að tapa leiknum svona stórt og þar af leiðandi er ég hundfúll með úr- slitin, þar sem í fjörutíu mínútur lék liðið svona heilt yfir vel,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, eftir níu marka tap, 28:19, fyrir Svartfelling- um í fyrri leiknum um sæti á heims- meistaramótinu, en leikið var í Podgorica síðdegis í gær. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12, en fyrri hálfleikur var góður, þar af voru fyrstu 20 mínúturnar hreint frábær- ar. Svartfellingar komust í 3:1 en ís- lenska liðið svaraði með níu mörkum gegn einu. „Við byrjuðum síðari hálf- leik hreint afleitlega. Sóknirnar stytt- ust og margar ákvarðanir voru slak- ar. Fyrir vikið fengum við á okkur hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru, sem gengur ekki gegn jafn sterku liði og Svartfellingar hafa á að skipa,“ sagði Ágúst. „Þegar tíu mínútur voru eftir var ekki nema þriggja marka munur, 20:17, en þá kom annar slæmur kafli og við misstum leikinn alveg úr hönd- um okkar. Það er alveg ljóst að ef ís- lenska liðið ætlar sér að komast í hóp átta til tíu bestu í heiminum verður það að spila betur úr sínum spilum en það gerði í þessum leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson ómyrkur í máli í gærkvöldi. Morgunblaðið/Ómar Erfitt Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur og félaga bíður erfitt verkefni. Ágúst hundfúll með úrslitin  Níu marka skellur í Podgorica  Íslenska liðið náði sex marka forskoti í fyrri hálfleik  Þriggja marka munur tíu mínútum fyrir leikslok  HM-vonin er veik Meistaraefnin frá Þýskalandi fara heldur betur vel af stað á heims- meistaramóti kvenna í knattspyrnu sem hófst í Kanada um helgina. Þýskaland fór illa með Fílabeins- ströndina í gær, 10:0, þar sem þær Celia Sasic og Anja Mittag skoruðu báðar þrennu. Þetta var næst stærsti sigur á HM frá upphafi, en Þýskaland á einnig þann stærsta, sem kom gegn Ástralíu árið 2007 og vannst 11:0. Noregur vann Taíland sömuleiðis örugglega, 4:0, og er með þrjú stig í B-riðlinum ásamt Þýskalandi eftir fyrstu umferðina. María Þórisdóttir sat allan tímann á varamannabekk Noregs. yrkill@mbl.is AFP Þrenna Celia Sasic skoraði þrjú mörk fyrir Þýskaland í gær og er hér í baráttu við Sophie Aguie og Raymonde Kacou í liði Fílabeinsstrandarinnar. Þýskaland vann 10:0 og er á toppi B-riðils með þrjú stig eins og Noregur. Tvær þrennur og tíu mörk í fyrsta leik  Sigurður Grétarsson varð sviss- neskur meistari í knattspyrnu með Grasshoppers í annað sinn á þremur árum 8. júní 1991.  Sigurður fæddist 1962 og lék með Breiðabliki, Homburg, Iraklis, Luzern, Grasshoppers, Val og Völsungi en lauk ferlinum með Breiðabliki sem spilandi þjálfari árið 2000. Hann hafði áður verið spilandi þjálfari hjá Affolten í Sviss og Val. Sigurður lék 46 landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 1980 til 1992 og skoraði í þeim 8 mörk. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS Landsliðsmaður- inn Ari Freyr Skúlason meidd- ist á síðu í loka- umferð dönsku úrvalsdeildar- innar í knatt- spyrnu í gær. Hann var tekinn af velli í hálfleik þegar OB tapaði fyrir Randers og staðfesti Heimir Hallgrímsson, ann- ar landsliðsþjálfara Íslands, við Morgunblaðið að Ari hefði strax farið á sjúkrahús í myndatöku. „Hann var ekkert neikvæður þannig séð en það er ekkert komið út úr því ennþá. Hann kemur til landsins á morgun [í dag] og fer einnig í skoðun hér heima til örygg- is,“ sagði Heimir og sagði það skýr- ast betur þegar líða tæki á vikuna hvort Ari yrði leikfær gegn Tékk- um á föstudag. yrkill@mbl.is Óvissa um meiðsli Ara Ari Freyr Skúlason Podgorica, undankeppni HM kvenna, fyrri leikur sunnudaginn 7. júní 2015. Gangur leiksins: 3:1, 3:6, 4:10, 6:10, 8:12, 12:12, 16:12, 16:13, 18:14, 19:16, 20:17, 24:18, 28:19. Mörk Svartfjallalands: Katarina Bu- latovic 10, Milena Knezevic 8, Rad- mila Petrovic 4/2, Djurdjina Jaukovic 3, Majda Mehmedovic 2, Suzana Lazovic 1. Varin skot: Alma Hasanic 16, Ljubica Nenezic 1/1. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Íslands: Ramune Pekarskyte 5, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 3/1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Steinunn Hansdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1, Kristín Guðmundsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1. Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 7, Florentina Stanciu 6/1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Zigmars Stolarovs og Renars Licis frá Lettlandi. Áhorfendur: Um 2.000.  Síðari leikurinn fer fram í Laugar- dalshöll á sunnudaginn. Svartfjallaland – Ísland 28:19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.