Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 8

Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Barcelona tryggði sér á laugardags- kvöldið sinn fimmta Evrópumeistara- titil í knattspyrnu eftir sigur á Juven- tus í bráðskemmtilegum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín, 3:1. Liðið tryggði sér jafnframt hina eft- irsóttu þrennu, eftir að hafa unnið bæði deild og bikar heima fyrir á tímabilinu. Juventus gerði slíkt hið sama á Ítalíu en þurfti að lúta í lægra haldi gegn Börsungum. Ekki byrjaði ballið vel fyrir Ítalíu- meistarana, en Ivan Rakitic kom Bör- sungum yfir strax á fjórðu mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiksins. Juventus jafnaði með marki Alvaro Morata snemma í síðari hálfleik, en mark Luis Suárez eftir snarpa sókn um miðjan hálfleikinn slökkti í vonum ítalska liðsins. Neymar innsiglaði svo 3:1 sigur í uppbótartíma. Börsungar eru nú komnir í þriðja til fimmta sæti yfir fjölda Evrópu- meistaratitla, en þeir jöfnuðu Bayern München og Liverpool með fimm slíka. Erkifjendurnir í Real Madrid eru hins vegar sigursælasta félag álf- unnar með tíu titla. yrkill@mbl.is AFP Meistarar Leikmenn Barcelona gátu fagnað vel og innilega á Ólympíuleikvanginum í Berlín eftir sigur á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Barcelona er Evrópumeistari og náði þrennunni SMÁÞJÓÐALEIKAR Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenskir íþróttamenn héldu áfram að gera það gott á síðasta keppnis- degi Smáþjóðaleikanna á laugar- daginn og í sumum greinanna braut íslenska liðið blað í sögu sinni í keppninni. Í fyrsta sinn vann Ísland til gull- verðlauna í strandblaki þegar Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísa- bet Einarsdóttir lögðu lið Mónakó í tveimur hrinum í úrslitaleik. Þær stöllur fóru á kostum á leikunum og unnu allar fimm viðureignir sína og töpuðu aðeins einni hrinu. Að- eins einu sinni áður hefur Ísland unnið til verðlauna í strandblaki á Smáþjóðaleikum. Það átti sér stað árið 2007 þegar kvennaliðið hafnaði í þriðja sæti af fjórum keppnis- liðum. „Við byrjuðum vel í öllum leikj- unum, sem hjálpaði mikið til, og eftir tvo fyrstu leikina sem við unn- um ætluðum við okkur bara að fara alla leið. Við fengum frábæran stuðning og viljum þakka öllum sem mættu,“ sögðu þær Berglind og Elísabet við mbl.is eftir sig- urinn, en fjölmargir áhorfendur fylgdust með úrslitaleiknum. Stórir sigrar í golfinu Íslenska karlalandsliðið sigraði með yfirburðum á Korpúlfsstaða- velli. Sveitin lék samtals á 14 högg- um undir pari vallar og var 31 höggi frá sveit Möltu, sem varð í öðru sæti. Mónakó endaði í þriðja sæti. Kristján Þór Einarsson sigraði í einstaklingskeppninni á sex högg- um undir pari samtals, en hann lék lokahringinn á 77 höggum. Haraldur Franklín Magnús varð þriðji á pari vallar samtals. Andri Þór Björnsson varð fjórði á tveim- ur höggum yfir pari. Kvennalandsliðið í golfi vann einnig í sveitakeppninni og það nokkuð örugglega eins og karl- arnir. Sveitin lék á átta höggum yf- ir pari á lokahringnum og var 33 höggum á undan sveit Mónakó, sem varð í öðru sæti. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigr- aði í einstaklingskeppninni á einu höggi undir pari á mótinu, en Sophie Sandolo frá Mónakó var fjórum yfir pari. Karen Guðnadótt- ir var í þriðja sæti með fjórtán yfir pari og Sunna Víðisdóttir í því fjórða með fimmtán yfir pari. Þetta var í fyrsta skipti sem keppt var í golfi á Smáþjóðaleikum. Íslenskir frjálsíþróttamenn héldu áfram að raka til sín verðlaunum á síðasta keppnisdegi. Þeir unnu fimm gullverðlaun, fer silfur- verðlaun og fimm bronsverðlaun á laugardaginn. Hafdís fór mikinn Hafdís Sigurðardóttir sló ekki slöku við. Hún varð önnur í 200 m hlaupi, vann þrístökk og var í sigursveitinni í 4x100 og 4x400 m boðhlaupi. Hafdís vann auk þess langstökk fyrr á mótinu og hafnaði í öðru sæti í 100 m hlaupi. Hún fór þar með til síns heima með fern gullverðlaun og tvenn silfur- verðlaun og vann flest verðlaun ís- lensku frjálsíþróttafólksins. Guð- mundur Sverrisson krækti einnig í gull fyrir spjótkast á lokadeginum. Brutu blað á lokadegi  Íslenskir íþróttamenn unnu flest verðlaun á Smáþjóðaleikunum sem lauk á laugardag  Kylfingar fóru á kostum  Hafdís fór fyrir sveit frjálsíþróttafólks Morgunblaðið/Styrmir Kári Gullverðlaun Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir glaðbeittar með gullverðlaunin um hálsinn eftir sigur í strandblaki á Smáþjóðaleikunum. Þær unnu alla fimm leiki sína á mótinu og töpuðu bara einni hrinu. Skipting verðlauna » Ísland vann til flestra verð- launa á Smáþjóðaleikunum að þessu sinni. Ísland vann til 115 verðlauna, 38 þeirra voru gull, 46 silfur og 31 brons. » Lúxemborg vann næstflest verðlaun, alls 80. Af þeim voru 34 gull, 22 silfur og 24 brons. » Kýpur varð í þriðja sæti með 52 verðlaunapeninga, 20 gull, 16 silfur og annað eins af bronsverðlaunum. Golf var tekið inn sem val- grein á Smáþjóðaleikana í fyrsta skipti í 30 ára sögu þeirra, en frammistaða íslenskra kylfinga vakti athygli mína og eflaust fleiri. Íslensku kylfingarnir hrein- lega rústuðu liðakeppninni í karla- og kvennaflokki og áttu auk þess einnig báða meist- arana í einstaklingskeppninni. Kvennamegin vann íslenska sveitin með 33 höggum og karlamegin voru þau 31 talsins. Yfirburðir Íslands koma hins vegar ekki á óvart ef miðað er við fjölda golfvalla í lönd- unum. Á Íslandi eru 64 skráðir golfvellir á heimasíðu Golf- sambands Íslands. Það er fimm- faldur fjöldi golfvalla hjá þeim þjóðum sem tóku þátt í golfinu! Eftir stutta leit á veraldar- vefnum kom í ljós að Lúx- emborg hefur sex golfvelli, San Marínó og Andorra hafa tvo hvort, á Möltu og í Mónakó er aðeins einn völlur en engan „al- vöru“ golfvöll er að finna í Liechtenstein. Ekki nema að við teljum með níu holu fjallagolfvöll í Ölpunum þar í landi. Þar mæla heima- menn með því að að taka aðeins þrjár kylfur með sér og góða gönguskó. Líkurnar eru kannski ekki með okkur að golf verði fyrir valinu hjá San Marínó árið 2017. Ekki eru þær mikið meiri þegar Svartfellingar halda leikana 2019, en þeir hyggjast ljúka við að gera fyrsta átján holu golfvöll í sögu þjóðarinnar vorið 2016. Erlendir keppendur mótsins voru þó afar ánægðir með um- gjörð mótsins. Auk þess kom Korpúlfsstaðavöllur þeim skemmtilega á óvart. BAKVÖRÐUR Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Aalesund – Haugesund ........................... 2:1  Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 70 mín- úturnar hjá Aalesund og lagði upp mark en Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á bekknum. Lilleström – Viking ................................. 2:1  Finnur Orri Margeirsson spilaði allan leikinn með Lilleström en Árni Vilhjálms- son var ekki með. Rúnar Kristinsson þjálf- ar Lilleström og Sigurður Ragnar Eyjólfs- son er aðstoðarþjálfari.  Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn með Viking og Indriði Sigurðsson fyrirliði var tekinn af velli á 79. mínútu. Steinþór Freyr Þorsteinsson sat allan tímann á bekknum og Björn Daníel Sverrisson er frá keppni vegna meiðsla. Start – Strömsgodset .............................. 0:1  Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson spiluðu allan leikinn fyrir Start en Ingvar Jónsson var ónotaður vara- markvörður. Vålerenga – Rosenborg.......................... 1:2  Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu hjá Vålerenga.  Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leik- inn með Rosenborg. Staða efstu liða: Rosenborg 12 9 2 1 37:13 29 Stabæk 12 8 2 2 22:11 26 Vålerenga 12 7 2 3 28:20 23 Molde 12 6 2 4 30:15 20 Odd 12 5 5 2 18:13 20 Viking 12 6 1 5 20:16 19 Lillestrøm 12 5 4 3 18:15 19 Strømsgodset 12 5 3 4 19:21 18 Sarpsborg 12 4 5 3 16:13 17 Aalesund 12 4 3 5 15:26 15 Mjøndalen 12 3 4 5 17:27 13 Start 12 3 3 6 15:19 12 Haugesund 12 3 3 6 10:20 12 Tromsø 12 2 3 7 17:23 9 Bodø/Glimt 12 2 2 8 19:29 8 B-deild: Sandnes Ulf – Bærum ............................. 3:2  Hannes Þór Halldórsson spilaði allan leikinn með Sandnes Ulf. NOREGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.