Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Blaðsíða 4
miðvikudagur 11. mars 20094 Fréttir
Þórlindur Kjartansson og Erla Ósk
Ásgeirsdóttir voru meðal þeirra sem
stunduðu markaðsrannsóknir fyrir Ic-
esave-reikningana áður en bankinn
var ríkisvæddur. Verksvið þeirra var að
kanna hvort grundvöllur væri fyrir því
að fara með Icesave-reikningana til
annarra landa en til Bretlands og Hol-
lands, meðal annars til Noregs. Erla og
Þórlindur segja að þó hafi aldrei orð-
ið af frekari útbreiðslu Icesave til ann-
arra landa þar sem bankinn hafi verið
ríkisvæddur áður en til þess kom.
Þórlindur og Erla eru bæði fram-
bjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík sem fram fer á
laugardaginn.
Vann að frekari markaðssetn-
ingu Icesave
Erla Ósk segir að hún vinni og hafi fyrir
efnahagshrunið í haust unnið í mark-
aðsdeild Landsbankans. Síðustu þrjá
mánuðina fyrir ríkisvæðingu bankans
vann hún að markaðsrannsóknum
þar sem kannað var hvort grundvöllur
væri fyrir því að opna Icesave-reikn-
ingana í öðrum löndum.
Hún segir aðspurð að ekkert hafi
orðið úr áformum um að fara með Ic-
esave-reikningana til annarra landa.
„Þeir voru bara í þessum tveimur
löndum. Hitt var allt í farvegi þegar
bankinn var ríkisvæddur,“ segir Erla
Ósk en að hennar sögn var Lands-
bankinn að skoða grundvöllinn fyrir
því að opna Icesave í „fjölmörgum“
löndum við fall bankans. Hún vill þó
ekki gefa upp hvaða lönd um ræð-
ir. Aðspurð segir Erla Ósk að nokkrir
starfsmenn Landsbankans hafi unnið
að útbreiðslu Icesave.
Erla segist aðspurð ekki hafa unn-
ið að því að selja Icesave-reikningana
til aðila og stofnana í Bretlandi og Hol-
landi því erlendir aðilar hafi alfarið
séð um það.
Erla segir aðspurð að sér þyki ekk-
ert óeðlilegt við að svara spurningum
um aðkomu sína að Icesave-reikn-
ingunum. „Mér finnst sjálfsagt að
svara spurningum um þetta og gera
hreint fyrir mínum dyrum hvað varð-
ar aðkomu mína að Icesave,“ segir Erla
Ósk.
Nágrannalöndin voru í skoðun
Þórlindur Kjartansson, formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna,
segir að Landsbankinn hafi gefið það
út nokkru fyrir efnahagshrunið að
hann hygðist bjóða Icesave-reikning-
ana víðar og að hann hafi unnið við
að kanna grundvöllinn fyrir því. „Við
könnuðum hvernig markaðirnir væru
og hvort það væri líklegt að vara eins
og Icesave myndi njóta hylli á við-
komandi mörkuðum. Það var hins
vegar ekki mjög langt á veg komið
þegar þetta hrundi allt saman,“ seg-
ir Þórlindur. Hann segir aðspurður
að Landsbankinn hafi verið að skoða
möguleikann á því að opna Icesave-
reikningana í nokkrum nágranna-
löndum okkar, meðal annars í Noregi.
Þórlindur undirstrikar að ekk-
ert hafi þó orðið af þessari frekari út-
breiðslu Icesave-reikninganna og
að hann hafi ekkert komið að því að
ákveða fyrirkomulagið á Icesave-
reikningunum í Bretlandi og Hollandi
né að markaðssetja reikningana þar.
Hann segir að erlendir aðilar, en ekki
íslenskir, hafi unnið að markaðssetn-
ingu Icesave í Bretlandi og Hollandi.
Þórlindur segir að hann skammist
sín ekki fyrir það sem
hann gerði í vinn-
unni sinni í Lands-
bankanum. „Ég
myndi ekki taka
þátt í prófkjör-
inu nema af því
að ég hef hrein-
an skjöld. Mér
finnst allt í
lagi að tala um
þetta því reynsl-
an sem ég fékk
í bankan-
um
get-
ur
nýst til góðra hluta í framtíðinni,“ segir
Þórlindur.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Þórlindur Kjartansson unnu við markaðsrannsóknir fyrir
Icesave áður en bankinn var ríkisvæddur. Markmið Landsbankans var að bjóða upp á
Icesave í öðrum löndum en Bretlandi og Hollandi og unnu Erla Ósk og Þórlindur við að
kanna möguleikana á því. Þau eru bæði frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
sem fram fer á laugardaginn.
FRAMBJÓÐENDUR UNNU
AÐ ÚTBREIÐSLU ICESAVE
INgI F. VIlhjÁlmssoN
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Við könnuðum hvernig
markaðirnir væru og
hvort það væri líklegt
að vara eins og Icesave
myndi njóta hylli á
viðkomandi mörkuðum.“
höfuðstöðvar landsbankans
Tveir af frambjóðendunum í prófkjöri
sjálfstæðisflokksins í reykjavík, Þórlindur
kjartansson og Erla Ósk Ásgeirsdóttir,
unnu að markaðsrannsóknum fyrir
frekari útbreiðslu icesave.
hefur ekkert að fela
Erla Ósk Ásgeirsdóttir segir
að henni finnist sjálfsagt
að svara fyrirspurnum um
aðkomu sína að icesave-
reikningum Landsbankans
því hún hafi ekkert að fela.
Nágrannalöndin skoðuð
Þórlindur kjartansson segir
að það hafi verið til skoðunar
að bjóða upp á icesave-
reikninga í nágrannalöndum
okkar, meðal annars í Noregi.
Gríðarlegur eldur á þaki Síðumúla 34 ógnaði stærsta tónverkasafni Íslands:
Átta þúsund tónverkum bjargað
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út rétt
fyrir fjögur í gær þegar eldur kviknaði
í þaki Síðumúla 34. Verkamenn höfðu
verið þar að störfum við að brenna
tjörupappa á þak hússins þegar
eldurinn kviknaði.
Mikil menningarleg verðmæti eru í
húsinu á þriðju hæð en þar er safn átta
þúsund íslenskra tónverka. Íslenska
tónverkamiðstöðin heldur utan um
safnið en Kjartan Ólafsson tónskáld
er meðal þeirra sem hafa barist fyrir
því að fá betri geymslustað undir þessi
miklu menningarverðmæti. Kjart-
an og Sigfríður Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Íslensku tónverkamið-
stöðvarinnar, voru í húsinu þegar það
kviknaði í.
„Á meðan eldurinn brann þá
kláraðist að taka „backup“ af gagna-
grunni Íslensku tónverkamiðstöðvar-
innar. Það virðist allt hafa bjargast en
það munaði ekki miklu,“ segir Kjartan
og bætir við að tónverkin séu eign þjóð-
arinnar og hafi gríðarlega mikla þýð-
ingu fyrir menningararfleið Íslands.
„Þetta fór betur en á horfðist en við
erum búnir að berjast fyrir því lengi að
þessu safni verði komið á góðan stað
því ef þetta brennur þá er ekki hægt að
bæta það. Þetta ættu því að vera skýr
skilaboð,“ segir Kjartan.
DV ræddi einnig við Sigfríði sem
var á staðnum en hún náði aðeins að
bjarga einum hörðum diski úr tölvu
safnsins áður en henni var gert að
yfirgefa húsið.
„Ef það verða miklar vatnsskemmd-
ir þarna þá er mikil hætta á að þetta
glatist,“ sagði Sigfríður sem beið upp-
lýsinga frá slökkviliðinu. Á meðan DV
ræddi við Sigfríði kom talsmaður frá
slökkviliðinu aðvífandi og tjáði henni
að safninu væri borgið og að hún þyrfti
ekki að hafa áhyggjur af því að safn-
ið myndi skemmast. Sigfríður hopp-
aði hæð sína af gleði en rauk síðan af
stað í fylgd slökkviliðsmanna til þess að
koma í veg fyrir að tölvubúnaður safns-
ins yrði fyrir frekara hnjaski.
safnið bjargaðist
sigfríður Björnsdóttir framkvæmdastjóri
Íslensku tónverkamiðstöðvarinnar var
að vonum ánægð með þær fréttir að
safnið hafi bjargast.
Færeyskir trygg-
ingavíkingar
Færeyskir útrásarvíkingar vilja
hasla sér völl í íslenska trygg-
ingageiranum. Færeyingarnir
ásælast Sjóvá, Tryggingamið-
stöðina, VÍS eða Vörð í því skyni
að koma undir sig fótunum á
íslenskum markaði. Edvard
Heen, framkvæmdastjóri trygg-
ingafélagsins Föroyar, er hér á
landi í þessu skyni. Edvard hef-
ur staðfest að viðræður hafi átt
sér stað við eigendur íslensku
tryggingafélaganna og stefnt
sé að því að selja Íslendingum
tryggingar á næstu mánuðum.
Framkvæmdastjórinn segir í
samtali við Ríkisútvarpið að verð
á færeysku tryggingunum eigi að
verða samkeppnishæft við það
sem gerist hérlendis.
Stakk mann
Héraðsdómur Reykjavíkur hef-
ur dæmt átján ára pilt í átján
mánaða fangelsi fyrir að stinga
karlmann að morgni nýársdags
í versluninni 10-11 við Lágmúla
í Reykjavík. Árásarmaðurinn
var meðal annars ákærður fyrir
að stinga manninn í andlit og
bak með þeim afleiðingum að
fórnarlambið hlaut skurðsár
á andliti og herðablaði. Fram
kemur í greinargerð læknis að
ákærði sé hvatvís, eigi erfitt með
að aðlagast, hafi lélegt innsæi
og dómgreind á eigin hegðun,
geti verið hömlulaus og sé að
mörgu leyti vanþroska. Þá segir í
greinargerðinni að ákærði iðrist
einskis og útiloki í raun ekki að
endurtaka „svona aftur gagnvart
lituðum manni“.
Íbúðalána-
sjóður öruggur
Samkvæmt yfirlýsingu frá
Íbúðalánasjóði hefur yfirtaka
Fjármálaeftirlitsins á Straumi
í fyrradag ekki áhrif á fjár-
hagslega stöðu Íbúðalána-
sjóðs. „Laust fé sjóðsins hefur
einvörðungu verið ávaxtað á
innlendum innlánsreikning-
um og með ríkisverðbréfum
frá hruni bankanna í október
síðastliðnum. Samkvæmt yf-
irlýsingu ríkisstjórnar Íslands
frá þeim tíma, eru innstæður
í íslenskum bankastofnunum
tryggðar að fullu. Samkvæmt
neyðarlögum nr. 125/2008
eru innlán einnig forgangs-
kröfur við gjaldþrotaskipti.“
Hámarksupphæð
hækkuð
Ríkisstjórnin áformar að hækka
hámarksupphæð vaxtabóta um
25 prósent. Tillaga um þetta var
kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær
og afgreidd til þingflokka stjórn-
arflokkanna. Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra sagði á
blaðamannafundi í gær að þær
skatttekjur sem fást af séreign-
arsparnaði verði nýttar í þessu
augnamiði en um tvo milljarða
sé að ræða. Þá kynnti hún jafn-
framt greiðsluaðlögun heimila
sem nær einnig til veðkrafna en
það frumvarp sem Alþingi hefur
til meðferðar nær einungis til
samningskrafna.