Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Blaðsíða 10
miðvikudagur 11. mars 200910 Neytendur Eigandi Sveinsbakarís segir upplýsingar í þjónustubók rangar: 10% afsláttur af tertum „Í mig var hringt frá Félagi eldri borgara og ég spurður hvort ég vildi vera með í þessu. Ég samþykkti að veita eldri borgurum tíu prósent af- slátt af tertum,“ segir Hjálmar Jóns- son, eigandi Sveinsbakarís. Ellilífeyrisþegi hafði samband við DV og sagðist í nokkurn tíma hafa verslað við bakaríið, sem er með verslanir á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi, samkvæmt þjónustubók Landssambands eldri borgara, fengið tíu prósent afslátt af vörum í bakaríinu. Á dögunum hafi hann hins vegar heyrt af því að afsláttinn væri ekki lengur að fá. Hjálmar segir að hann geti því miður ekki veitt tíu prósent afslátt af öllum vörum, því álagning á mjólkurvörum sé til dæmis svo lítil að hann neyddist þá til að selja hana á kostnaðarverði. Hann segir að hann hafi komst að þessu fyrir tilviljun í síðustu viku og að hann hafi þá leiðrétt þennan misskilning. „Þetta átti aldrei að vera svona. Hins vegar er ég fús til að veita eldri borgurum tíu prósent afslátt af tertum,“ segir hann. Hjá Félagi eldri borgara fengust þau svör að ný þjónustubók væri væntanleg eftir fimm daga. Í nýju bókinni væri Sveinsbakarí ekki á lista yfir verslanir sem veita tíu pró- sent afslátt af öllum vörum. baldur@dv.is NorðmeNN versla mest á NetiNu „Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var innan EES-svæðisins hefur 91 prósent af þeim Norð- urlandabúum sem hafa aðgang að netinu verslað þar á síðasta ári. Hvergi annars staðar á EES- svæðinu er jafn mikið verslað á netinu.“ Frá þessu segir á heima- síðu Neytendasamtakanna, ns.is. Þar kemur fram að sambærilegar tölur fyrir Bretland, Frakkland og Þýskaland séu 50 prósent. fæstir versla í útlöNdum Samkvæmt rannsókninni, sem gerð var innan EES-svæðisins, versla 150 milljónir neytenda á netinu, jafnvel þó enn séu marg- ar hindranir í vegi, bæði hvað varðar tungumál, praktískar hlið- ar, lagaleg álitaefni og persónu- vernd. Þetta er talið halda aftur af þróuninni hvað varðar netvið- skipti. Rannsóknin sýnir einnig að þrátt fyrir að 150 milljónir manna versli á netinu á þessu svæði skipti aðeins 30 milljón- ir neytenda við önnur lönd en þeirra eigin. Einnig kemur fram að þeim sem versla á netinu, inn- an EES, hafi fjölgað í 33 prósent úr 27 á árunum 2006 til 2008. n Viðskiptavinur Hag- kaupa hringdi í DV þar sem hann stóð fyrir framan kjötborðið. Hann hugðist kaupa sér hálfan grillaðan kjúkling en hann kost- aði 1.048 krónur. Það fannst honum hátt verð því heill grill- aður kjúklingur var 50 krónum ódýrari. Hann fékk þau svör að þetta væri rétt verðmerking. n Kona sagðist hafa farið í brasilíska vaxmeðferð hjá Snyrtistofunni Amira, að Fákafeni 9. Hún hafi verið sneggsta, sársaukaminnsta og vandaðasta meðferð sem hún hafði nokkru sinni greitt fyrir. Hún vildi líka koma því á framfæri að Amira hefði komið best út í verðkönnun sem hún fram- kvæmdi sjálf. sENdið LOF Eða LasT Á NEYTENdur@dv.is Dísilolía algengt verð verð á lítra 143,4 kr. verð á lítra 154,6 kr. skeifunni verð á lítra 141,8 kr. verð á lítra 152,6 kr. algengt verð verð á lítra 143,4 kr. verð á lítra 154,6 kr. bensín dalvegi verð á lítra 141,7 kr. verð á lítra 152,5 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 136,1 kr. verð á lítra 150,0 kr. algengt verð verð á lítra 143,4 kr. verð á lítra 154,6 kr. umsjóN: BaLdur guðmuNdssON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i Ekki 10% afsláttur af öllu sveins- bakarí veitir eldri borgurum afslátt af tertum. Þeir sem leigja bíla á svokallaðri einkaleigu fá yfirleitt enga frystingu eða frestun á leigugreiðslum, ólíkt þeim sem hafa gert bílasamninga. Greiðslubyrði erlendra lána hefur um tvöfaldast á einu ári. Ástæðan er sú að bílaumboðin eiga bílana en ekki fjár- mögnunarfyrirtækin. BJARGARLAUS Í EINKALEIGU Þeir sem hafa bíla á einkaleigu eiga þess almennt ekki kost að fá frestun eða frystingu á greiðslum, ólíkt þeim sem hafa gert hefðbundna bílasamn- inga við þau fyrirtæki sem fjármagna bílakaup. Hrun íslensku krónunnar und- anfarið ár hefur leitt til þess að af- borganir af bílum með áhvílandi lán í erlendri mynt hafa í mörgum tilvik- um tvöfaldast. Þannig er einkaleigu- samningum háttað í flestum tilvik- um. Samkvæmt upplýsingum frá Má Mássyni, upplýsingafulltrúa Íslands- banka, getur Íslandsbanki Fjármögn- un ekki fryst eða lengt samningstím- ann þar sem slíkt sé fyrst og fremst undir umboðunum komið. Þau eigi hins vegar erfitt með slíkt þar sem ábyrgðir framleiðenda sníða þeim þröngan stakk í þessum efnum. Því má segja að handhafar einka- leigusamninga hafi orðið útundan þegar að frystingu lána kemur. Samningur þriggja aðila Þegar einstaklingur gerir einkaleigu- samning leigir hann í raun bílinn af umboðinu. Þegar um hefðbund- inn bílasamning er að ræða eru fjár- mögnunarfyrirtækin hins vegar eig- endur bifreiðanna. Þannig koma fjármögnunarfyrirtækin í raun að samningnum sem þriðji aðili. „Bif- reiðaumboðin gera einkaleigusamn- ing oft til 36 mánaða. Þetta er sá tími sem flestar tegundir bifreiða eru í verksmiðjuábyrgð að uppfylltum skilyrðum um þjónustuskoðanir á leigutímanum. Við gerð samnings- ins er áhveðið hvert endurkaupaverð bifreiðar er við lok samningstíma. Leiguverðið er síðan reiknað út frá því,“ segir í svari Más við fyrirspurn- um um einkaleigusamninga. Fáir með bíl á einkaleigu DV hafði samband við fleiri félög sem lána fyrir bílum. Þau höfðu svip- aða sögu að segja en þó eru einhver dæmi þess að fyrirtækin nái samn- ingum við umboðin í einhverjum málum. Hjá bæði Íslandsbanka og SP-Fjármögnun fengust þær upplýs- ingar að mjög lítill hluti þeirra við- skiptavina hefði einkaleigusamn- inga. „Íslandsbaki Fjármögnun er með um 200 einkaleigusamninga í gildi af samtals 20.000 fjármögnun- arsamningum sem bankinn er með við einstaklinga,“ segir í svari Ís- landsbanka. Kvartanir vegna gengislána Eins og DV sagði frá í gær hafa lán í erlendri mynt leikið marga grátt. DV sagði frá manni sem gerði bílasamn- ing við Íslandsbanka Fjármögnun upp á 4,2 milljónir króna fyrir einu ári. Bíllinn kostaði um 6 milljónir. Geng- ishrun krónunnar, atvinnumissir og verðfall bílsins hefur gert það að verk- um að hann situr nú eftir bíllaus en með 3,8 milljóna króna skuld. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur Neytendasamtakanna, kannast ekki við að samtökin hafi fengið fyrirspurnir eða ábendingar vegna einkaleigusamninga sérstak- lega. Hún segir hins vegar að samtök- unum hafi borist mikið af fyrirspurn- um og kvörtunum vegna gengislána. Hún bendir hins vegar á að eng- in lög hafi verið sett sem skyldi fjár- mögnunarfyrirtækin til að færa niður skuldir eða veita frestun á greiðslum. „Þegar lán tvöfaldast og nýir bílar hrynja í verði þá lendir fólk auðvit- að í vandræðum,“ segir hún og bætir við að í sumum tilvikum sé ef til vill hægt að véfengja lágt mat á bifreið- um. Hvert mál krefjist þó sérstakrar skoðunar en hún hafi ekki orðið þess vör að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Íslandsbaki Fjármögnun er með um 200 einkaleigu- samninga í gildi af sam- tals 20.000 fjármögnunar- samningum sem bankinn er með við einstaklinga.“ Frysting ekki í boði Bílaum- boðin eiga bíla sem leigðir eru í einkaleigu en bílaframleiðendur sníða þeim þröngan stakk. Fjármögnun- arfyrirtækin geta ekkert gert már másson, upplýsingafull- trúi Íslands- banka, segir að framleiðendur setji umboðunum þröng skilyrði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.