Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Blaðsíða 22
miðvikudagur 11. mars 200922 Fólkið Dr. Gunni var fenginn til þess að sýna lesendum Morgunblaðsins myndir úr albúmi sínu síðast- liðna helgi. Þar mátti sjá myndir úr lífi kappans frá barnæsku til dagsins í dag. Þar á meðal er mynd sem tekin er í Finnlandi þar sem Dr. Gunni er að grilla pylsur ásamt tveimur Finn- um, þeim Keuhkot og Radikan- en. Á myndinni eru Finnarnir tveir naktir og tók Morgunblað- ið upp á því að blörra typpinn á köppunum. „Ég hélt að tillar væri ókei eins lengi og þeir væru ekki í bullandi standpínu og þar af leiðandi orðnir dónalegir og ógn við femínísk gildi,“ segir Dr. Gunni á bloggsíðu sinni. Hann birtir síðan myndina óblörraða. „Mjög listræn mynd, finnst mér.“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir sló heldur betur í gegn er hún í mætti í The Slavi Show í Búlgaríu. Í dag mun Ásdís koma fram í vinsælum sjónvarpsþætti sem nefnist The Azis Show. Að sögn Ásdísar er þátturinn í anda Jay Leno og er óhætt að segja að kynnirinn sé heldur betur skrautlegur. Á bloggsíðu Ásdísar segist Ásdís alltaf detoxa fyrir stórar útsendingar. „Ég reyni að hafa það að reglu að detoxa á náttúrulegum djús í tvo daga fyrir svona stórar útsendingar. Það lætur mann líta fersklega út og hreinsar allan bjúg sem getur komið út af mat eða víni.“ Ásdís tekur það einnig fram á síðu sinni að hún sé að „drepast úr hungri“. Ásdís hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hún prýðir forsíðu brúðkaupstímaritsins Bulka í glæsilegum giftingarkjól. Þetta ku vera hennar fyrsta forsíða. Búlgarar fá einnig að bera hana augu í raunveruleikaþættinum Footballer´s Wives. Ásdís mun birtast í tveimur þáttum. hanna@dv.is Detox fyrir sjónvarpið Blörruð typpi Ásdís RÁn í þekktum spjallþætti: Arnar Laufdal, framkvæmda- stjóri Broadway, efnir til heljar- innar Hollywood-balls 4. apríl næstkomandi þar sem nostalgí- an verður í fyrirrúmi. Guðrún Möller, fyrrverandi fegurðar- drottning, mun ásamt Jónu Lárusdóttur sjá um tískusýn- ingu þar sem eitísklæðnaður- inn verður sýndur í bak og fyrir. Kolla og Simbi hárgreiðslu- meistari taka sitt fræga „bump show“ fyrir gestina en seinna um kvöldið mætir Herbert Guð- mundsson sjálfur og tekur Can‘t Walk Away-slagarann fyrir gesti. Fjöldinn allur af fólki hefur boð- að komu sína, þar á meðal Jón Axel Ólafsson, Valtýr Björn Val- týsson, Kiddi Bigfoot, Jón Gerald Sullenberger, Elín Sveinsdóttir og Ívar Guðmundsson svo ein- hverjir séu nefndir. Ásdís Rán detoxar fyrir mikilvægar útsendingar. The Azis show Einn sá þekktasti í Búlgaríu. Nostalgíu- Ball „Þetta var bara notaleg og góð stemning,“ segir Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, um tónleika sveit- arinnar á Sægreifanum í gær. Hjalta- lín frumflutti þar útsetningu sína á Sjómannavalsi sem Svavar Bene- diktsson samdi við texta Kristjáns frá Djúpalæk. „Þetta lag og þessi flutn- ingur markar upphafið að upptöku- ferlinu fyrir næstu breiðskífu okkar.“ Sjómannavalsinn verður ekki að finna á þessari annarri breiðskífu Hjaltalín heldur verður hann ein- ungis gefinn út á tonlist.is. „Allur ágóði af sölu lagsins rennur óskipt- ur til Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra,“ en Högni segir lagið hafa verið hugsað til þess að þjappa hópnum saman og til að koma sér í rétta gírinn. „Þetta er gert í tilefni af betri tíð.“ Fyrsta breiðskífa Hjaltalín heitir Sleepdrunk Seasons og kom út árið 2007. Platan fékk góða dóma og hefur ríkt mikil eftirvænting eftir nýju efni frá sveitinni. Þá sló Hjaltalín rækilega í gegn með sinni útgáfu af laginu Þú komst við hjartað í mér á síðasta ári. Þrátt fyrir að sveitin hafi gaman af því að útsetja þekkt lög á sinn hátt þá verður einungis frumsamið efni að finna á plötunni. „Það er meira bara hugsað sem æfing eða leikur en ekki beint partur af því sem hljómsveitin er að gera í tónlistarsköpun sinni.“ Sigurður Guðmundsson, Senu- þjófur og Hjálmur, mun stýra upptök- um á plötunni sem fara fram í Hljóð- ritanum í Hafnarfirði. „Við erum að fara að taka upp tvö lög núna sem við áttum til og höfum verið að spila á tónleikum en annars munum við nota næstu mán- uði til þess að semja. Aðal- tökurnar munu svo fara fram í júní,“ segir Högni. Stefnt er að því að gefa plöt- una út í haust. Hjaltalín hefur lítið spilað á Ís- landi undanfarna mánuði en hefur verið dugleg erlendis. Sveitin leggur upp í stuttan Evróputúr á næstunni. „Við erum á leiðinni út 11. apríl og spilum á þó nokkrum tónleikum. Við spilum í Þýska- landi, Aust- urríki, Sviss og í Benelúxlöndunum í tilefni af útkomu plötunnar okkar þar,“ en útgáfufyrir- tæki sveitarinnar á þessu svæði sér um túrinn. Högni lofar svo tónleik- um hér heima í maí sem munu gleðja aðdáendur sveitarinnar. „Þá munum við frumflytja nýtt efni.“ asgeir@dv.is Hjaltalín frumflutti útgáfu sína af sjómannavalsinum á sægreifanum í gær. Ágóði af sölu lagsins fer til styrktar Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra. tónleikarnir marka einnig upphafið að upptökuferli næstu breiðskífu sveitarinnar sem kemur út í haust. FrumFluttu Fyrir heyrNarDauFa Hjaltalín: Hjaltalín styrkti gott málefni á sægreifanum. Með Jónasinn sveitin fékk verðlaun á menningarverð- launum dv í síðustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.