Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 18. Mars 20092 Fréttir Breiðutangi, eignarhaldsfélag í eigu Finns Sveinbjörnssonar, þáverandi bankastjóra Icebank og núverandi bankastjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán síðla árs 2007 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Finnur staðfestir þetta í samtali við DV. Kúlulánið fékk hann frá SPRON, BYR, Sparisjóðnum í Keflavík og Sparisjóð Mýrarsýslu, að sögn Finns. Hann segir að SPRON og BYR hafa verið stærstu lánveitendurna á bak við kúlulánið en sparisjóðirnir tveir seldu samtals rúmlega 45 prósent hlut sinn í bankanum þegar Finnur fékk kúlulánið. Hluti þessa eignar- hluta var seldur til Finns og annarra lykilsstjórnenda í Icebank. Finnur lét af störfum sem banka- stjóri í Icebank í lok árs 2007 og þá hafði bankinn milligöngu um að kaupa hlutabréfin af Finni og selja þau til annarra aðila, að hans sögn. Hluti af starfskjörum Finns Lánið var hluti af starfskjörum Finns í bankanum, segir Finnur. Hann seg- ir að við eigendaskiptin á bankanum í október 2007 hafi honum boðist að kaupa hlutabréf í bankanum. „Þá var mér og fimm framkvæmdastjórum Icebank boðið að vera hluti af þess- um breytingum og að við fengjum að eignast hlut í bankanum gegn því að við yrðum þarna áfram,“ segir Finnur. Samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu frá árinu 2007 keyptu lykilstjórnend- ur bankans 8,5 prósenta hlut í hon- um fyrir 2,7 milljarða króna við eig- endaskiptin. Finnur seldi svo eignarhlutinn í Icebank þegar honum var sagt upp störfum í bankanum í árslok 2007. „Svo þegar ég lét af störfum þarna í árslok 2007 þá var eignarhluturinn seldur annað með milligöngu bank- ans,“ segir Finnur. Vaxtaskuld skilin eftir Aðspurður segir Finnur að um svo- kallað kúlulán hafi verið að ræða og að hann hafi ekki greitt neina vexti af því. Veðið fyrir láninu var í hlutabréf- unum sjálfum. Hann segir að skuldirnar vegna vaxtanna sem fylgdu láninu hafi ver- ið skildar eftir inni í félaginu þegar hann seldi það aftur. Í ársreikningi Breiðutanga frá ár- inu 2007 kemur fram að vextirnar af láninu hafi verið komnir upp í tæp- ar 16 milljónir króna og er Finnur ennþá skráður sem eigandi félagsins. Skuldir og eigið fé félagsins er skráð sem rúmar 850 milljónir króna. Að sögn Finns hefði hann þurft að vera bankastjóri Icebank í þrjú ár til FINNUR FÉKK 850 MILLJÓNA KÚLULÁN Eignarhaldsfélag í eigu Finns Sveinbjörnssonar, þáverandi bankastjóra Icebank og núverandi bankastjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán frá nokkrum bönkum til að kaupa hlutabréf í Icebank árið 2007. Finnur seldi félagið þegar honum var sagt upp störfum sem bankastjóra Icebank í árslok 2007. Tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar var skilin eftir inni í félaginu. Finnur segir tíðarandann og stemninguna í samfélaginu hafa breyst síðan hann fékk lánið. IngI F. VIlHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Stemningin í samfélaginu hefur breyst Finnur sveinbjörnsson segir að stemningin og gildismatið í samfélaginu hafi breyst frá því hann fékk kúlulánið frá icebank. Bankastjóri Icebank Finnur var bankastjóri icebank í nokkra mánuði eftir að hann samdi um hlutafjárkaup og kúlulán. Hann hefði þurft að vera bankastjóri í þrjú ár eftir að samningurinn var gerður til að eignast hlutabréfin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.