Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. Mars 2009 3Fréttir að eiga rétt á að leysa bréfin út. Hann hefði þá getað selt bréfin í bankan- um, borgað kúlulánið til baka með vöxtum og innleyst hagnaðinn sem orðið hefði af hækkun bréfanna á lánstímanum. Finnur hins vegar hvorki græddi né tapaði á lántökunni því hann hafði ekki öðlast rétt á að ráðstafa bréfunum. Breytt stemning og gildismat Aðspurður hvort Finnur myndi þiggja slíkt tilboð ef það stæði hon- um til boða í dag segir bankastjórinn að hafa megi margar skoðanir á slík- um viðskiptum. „Ég myndi sennilega hugsa mig vandlega um ef mér byð- ist að kaupa hlutabréf í fjármálafyrir- tæki núna því það er svo mikil óvisa á fjármálamörkuðum,“ segir Finnur. Hann segist þó telja að það geti verið jákvætt að tengja saman hags- muni stjórnenda og hagsmuni hlut- hafa í fyrirtækjum en að það þurfi að vera með þeim hætti að verið sé að tengja hagsmuni þeirra saman í raun og veru. „Að það sé ekki þannig að stjórnendurnir beri hlutfallslega meira úr býtum en hluthafarnir því það er auðvitað óeðlilegt,“ segir Finn- ur. Svo segir Finnur um lánið: „Við getum alveg verið hreinskilnir við hvor annan. Auðvitað hefur margt breyst í þjóðfélaginu: Stemningin, viðhorf og gildismat í samfélaginu er öðruvísi en áður. Ég held að við get- um bara horft í eigin barm og við- urkennt hreinskilningslega að við hugsum öðruvísi og metum hlutina öðruvísi heldur en var,“ segir Finnur. „Ég held að við getum bara horft í eigin barm og viðurkennt hrein- skilningslega að við hugsum öðruvísi og metum hlutina öðruvísi heldur en var“ Bankastjórinn fékk kúlulán Finnur sveinbjörnsson, þáverandi bankastjóri icebank og núverandi bankastjóri kauþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán til að kaupa hlutabréf í icebank síðla árs árið 2007. Umsjónarmenn hafa verið skipaðir af fjármálaráðherra yfir fimm lífeyrissjóðum sem eignastýring Landsbankans hefur haft umsjón með. Þetta er gert í kjölfar rann- sóknar Fjármálaeftirlitsins á brotum sem eiga að hafa átt sér stað í byrjun árs 2008. Þau snúa að því að sjóðirnir hafi fjárfest of mikið í einstökum fjárfestingum. rannsakar laskaða sjóði landsbankans Hæstaréttarlögmennirnir Lára V. Júlíusdóttir og Viðar Lúðvíksson hafa verið skipaðir umsjónarmenn með fimm lífeyrissjóðum sem hafa ver- ið í rekstri hjá eignastýringu Lands- bankans. Fjármálaráðherra skipaði Láru og Viðar umsjónarmenn í kjöl- far rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á meintum brotum sem eiga að hafa gerst á fyrri hluta ársins 2008. Rannsóknin snýr að því hvort brotið hafi verið gegn lögum um hvernig stýra skuli fjárfestingum líf- eyrissjóða. Eyvindur G Gunnarsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja fyrir um hugsan- leg viðurlög við þessum brotum. Ekki séu til mörg fordæmi um slík brot hjá lífeyrissjóðum hérlendis. „Veit ekkert um hvað málið snýst“ Lífyrissjóðirnir sem um ræð- ir eru Íslenski lífeyrissjóðurinn, Líf- eyrissjóður Eimskipafélags Íslands, Tannlæknafélagsins, Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Kjalar lífeyr- issjóður. Davíð Harðarson starfaði sem framkvæmdastjóri líeyrissjóð- anna þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í samtali við DV sagðist Davíð ekki geta rætt um þau brot sem eiga að hafa átt sér stað. „Ég veit ekki um hvað málið snýst. Fjármálaeftirlit- ið eða sérstakur saksóknari verður að svara fyrir það hvað hann er að skoða,“ segir Davíð. Í samtali við DV segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að málið snúi að því hvort lífeyrissjóð- irnir hafi farið út fyrir lagaheimild- ir í einstaka fjárfestingum sínum. „Þegar fólk borgar í lífeyrissjóð sam- kvæmt lögum koma þau réttindi á móti að þeim fjármunum sé dreift. Grunur leikur á því að það hafi ekki verið sem skyldi,“ segir hann. Ólaf- ur segir að sjóðsstjórar lífeyrissjóða verði að gæta að því á hverjum tíma hvernig samsetningu sjóða sé hátt- að. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort yfirmenn Landsbankans, þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristj- ánsson, séu meðal þeirra sem verði yf- irheyrðir. Mikið tap Íslenska lífeyris- sjóðsins DV sagði frá því í síðustu viku að Íslenski lífeyr- issjóðurinn hefði fjárfest fyrir tæpa níu milljarða í pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans eða um fjórðungi af heildareignum sjóðsins. Sögu- sagnir eru um að yfirmenn pen- ingamarkaðssjóðs Landsbankans hafi meinað Davíð að leysa út inn- eign lífeyrissjóðsins í peningamark- aðssjóðnum stuttu fyrir þjóðnýtingu Landsbankans. Stefán Héðinn Stef- ánsson og Sigurður Óli Hákonarson, voru forsvarsmenn Landsvaka sem sá um peningamarkaðssjóðinn. Í samtali við DV fullyrti Davíð Harðarson að forsvarsmenn Lands- vaka hefðu ekki neitað honum um að taka út eign lífeyrissjóðsins í pen- ingamarkaðssjóðnum. „Ég staðfesti það að neitun um sölu peningabréfa á ekki við rök að styðjast.“ Sérstök lög gilda um fjárfestinga- stefnu lífeyrissjóða. Takmörk gilda um hversu mikið þau mega fjárfesta í skulda- og hlutabréfum. Fjárfesting- ar Íslenska lífeyrissjóðsins í peninga- markaðssjóðum Landsbankans eru taldar. hafa farið út fyrir þessi mörk. annas sigMundsson blaðamaður skrifar: as@dv.is Íslenski lífeyrissjóðurinn, sem er rek- inn af Landsbankanum, skilaði nei- kvæðri ávöxtun upp á ríflega 20 pró- sent í fyrra, ef miðað er við öruggustu ávöxtunarleiðina. Þetta er mun verri afkoma en hjá lífeyrissjóðunum á vegum Kaupþings og Íslandsbanka. Lífeyrissjóður Landsbankans tap- aði 2,75 milljörðum króna á pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Sá peningamarkaðssjóður tapaði mun meiru en sambærilegir sjóðir í öðrum bönkum og hefur legið undir ámæli fyrir að fjárfesta markvisst í félögum tengdum Landsbankanum. Innistæðueigendur í peninga- markaðssjóði Landsbankans fengu einungis greidd 68,5 prósent af eign sinni í sjóðnum, ólíkt sjóðum Glitn- is og Kaupþings, þar sem um 85 pró- sent voru greidd út. Því fer saman tap Lífeyrissjóðs Landsbankans, sem er mun meira en hinna bankanna, og afleit afkoma peningamarkaðssjóðs bankans. Ekki synjað um innlausn Sögusagnir eru um að yfirmenn pen- ingamarkaðssjóðs Landsbankans hafi meinað forsvarsmanni Íslenska lífeyr- issjóðsins að leysa út inneign lífeyris- sjóðsins í peningamarkaðssjóðnum stuttu fyrir þjóðnýtingu Landsbank- ans. Þessu neita forsvarsmenn sjóðs- ins hins vegar. Sömu sögusagnir segja að Stefán Héðinn Stefánsson og Sig- urður Óli Hákonarson, forsvarsmenn Landsvaka sem sá um peningamark- aðssjóðinn, hafi meinað þáverandi framkvæmdastjóra Íslenska lífeyris- sjóðsins, Davíð Harðarsyni, að leysa til sín eignir lífeyrissjóðsins í peninga- markaðssjóðnum. Í samtali við DV fullyrti Davíð Harðarson að forsvarsmenn Lands- vaka hefðu ekki neitað honum um að taka út eign lífeyrissjóðsins í pen- ingamarkaðssjóðnum. „Ég staðfesti það að neitun um sölu Peningabréfa á ekki við rök að styðjast.“ Fjórðungur í peningamarkaðssjóði Tryggvi Guðbrandsson, núverandi framkvæmdastjóri Íslenska lífeyris- sjóðsins, segir að nánari upplýsing- ar um tap sjóðsins verði veittar í maí. „Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að all- ar upplýsingar sem verða veittar um einstaka fjárfestingar sjóðsins verði birtar á ársfundi og í ársskýrslu sjóðs- ins. Áætlað er að halda aðalfund í maí,“ segir Tryggvi. Meðal þeirra sem sitja í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins eru Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðn- aðarins, og Kristín Jóhannesdótt- ir, framkvæmdastjóri fjárfestingafé- lagsins Gaums. Í samtali við DV vildu þau lítið tjá sig um málefni sjóðsins. Ingólfur Guðmundsson, stjórnarfor- maður lífeyrissjóðsins, segir að sér sé ekki kunnugt um að forsvarsmenn Landsvaka hafi neitað lífeyrissjóðn- um um að taka út inneign sína úr pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Afleit ávöxtun Íslenski lífeyrissjóðurinn hélt fund á Grand Hóteli um miðjan desember árið 2008 þar sem Davíð Harðarson, þáverandi framkvæmdastjóri, kynnti stöðu sjóðsins. Um 300 sjóðsfélag- ar mættu á fundinn og lýstu marg- ir gremju sinni yfir afleitri ávöxtun sjóðsins. Á fundinum sagði Davíð að nafnávöxtun leiða Líf 1-4 og sam- tryggingardeildar Íslenska lífeyris- sjóðsins frá upphafi árs 2008 til 1. desember 2008 hefði verið neikvæð um 17,1-20,4 prósent. Lífeyrissjóð- urinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja sparnað þeirra áhættufælnustu í skuldabréf Landsbankans. Frjálsi líf- eyrissjóðurinn hjá Kaupþingi fjárfesti hins vegar í ríkisskuldabréfum og skilaði mun betri ávöxtun árið 2008 en Íslenski lífeyrissjóðurinn. Frjálsi 3, sem er áhættuminnsta séreignaleið- in hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum, skilaði 23,6 prósenta nafnávöxtun árið 2008. Áhættuminnsta séreignaleiðin hjá Ís- lenska lífeyrissjóðnum, Leið IV, skil- aði hins vegar -20,1 prósents nafn- ávöxtun. Ólíðandi upplýsingaleysi Í samtali við DV segir Hörður Hilm- arsson, hjá Réttlætishópnum sem tapaði á peningamarkaðsbréfum Landsbankans, að það sé ólíðandi að ekki sé hægt að fá betri upplýs- ingar um málefni peningamarkaðs- sjóðs Landsbankans. Tekur Hörður dæmi af því að hvorki borgarlögmað- ur né aðrir lögmenn fái fullnægjandi upplýsingar sem þeir óska eftir. „Það er ótrúlegt, þar sem ríkið á þennan banka, að ekki sé hægt að fá svör frá bankanum,“ segir hann. Nýi Landsbankinn og Landsvaki hafa viðurkennt að í einhverjum til- vikum hafi peningamarkaðssjóðurinn verið kynntur sem áhættulaus fjár- festing. Bankinn hefur einnig greitt þremur aðilum til baka eign sína í sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur úrskurðað að fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni í Landsvaka hf. sé skylt að veita hópi fyrrum eigenda hlutdeildarskírteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins. Í tilkynningu frá viðskiptaráðu- neytinu í desember kom fram að uppi hefðu verið ásakanir um að í fyrstu viku októbermánaðar síðastliðins hefði hlutdeildarskírteinishöfum ver- ið ráðið frá því að taka út fé sitt úr pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Tíðar mannabreytingar Nokkuð tíðar mannabreytingar hafa verið hjá Íslenska lífeyrissjóðnum á undanförnum árum. Hermann Jón- asson, núverandi forstjóri Tals, var framkvæmdastjóri til ársins 2006 þegar Tómas N. Möller tók við starf- inu. Tómas lét síðan af störfum 2008 og starfar nú hjá Lífeyrissjóði verslun- armanna. Við starfi hans tók þá Dav- íð Harðarson sem var framkvæmda- stjóri þar til í byrjun febrúar 2009 þegar Tryggvi Guðbrandsson tók við starfinu. Keyptu í eigin fyrirtækjum Atli Gíslason, þingmaður vinstri- grænna, ásakaði íslensku viðskipta- bankana í nóvember 2008 um að hafa látið peningamarkaðssjóði kaupa í eigin fyrirtækjum skömmu fyrir hrun bankanna, en selja í öðrum og traust- ari fyrirtækjum. Skýringin hafi verið lausafjárþröng bankanna. Þetta hafi gert það að verkum að eigendur pen- ingamarkaðssjóða bankanna töpuðu stórum fjárhæðum. Þessum ásökun- um neitaði Stefán Héðinn Stefáns- son, þáverandi framkvæmdastjóri eignastýringasviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka. Íslenski lífeyrissjóðurinn var stofn- aður árið 1990. Upphaflega var hann einungis séreignarlífeyrissjóður en frá árinu 1998 hefur hann einnig starfað sem almennur lífeyrissjóður. Fjöldi sjóðsfélaga var tæplega 28 þúsund í upphafi árs og var stærð sjóðsins fyrir hrunið skráð 33 milljarðar króna. Eignastýringasvið Landsbankans sá um ávöxtun eigna hans og kaus að leggja tæplega 9 milljarða króna í peningamarkaðsbréf eigin banka. LANGVERST ÁVÖXTUN Í LANDSBANKANUM miðvikudagur 11. mars 20092 Fréttir LAndsbAnKinn TAP 31,5 % borgað út 68,5 % gLiTnir / ísLAndsbAnKi borgað út 85,12 % TAP 14,88% ÁVÖXTUN Á ViðBóTARLÍfEyRi íslenski lífeyrissjóðurinn Landsbankinn / Leið iv Almenni lífeyrissjóðurinn Íslandsbanki / Ævisafn iv Frjálsi lífeyrissjóðurinn kaupþing / Frjálsi 3 +23,6% (*Áhættuminnsta leiðin síðastliðið ár.) Langbest hjá Kaupþingi Lífeyrissjóður á vegum Landsbankans tapaði milljörðum í pen- ingamarkaðssjóði sama banka. Lífeyrissjóðurinn skilaði afleitri ávöxtun fyrir viðbótarlífeyrissparnað árið 2008. Peningamark- aðssjóður Landsbankans, sem var fjórðungur eigna lífeyris- sjóðsins, fór mun verr út úr bankahruninu en sjóðir hinna stóru bankana. bankastjórarnir sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, voru yfirmenn stjórnenda Landsvaka. Hér yfirgefa þeir ráðherrabústað- inn eftir fund með yfirvöldum við bankahrunið síðasta haust. LjÓsmyndAri: sigTryggUr Ari jÓhAnnsson AnnAs sigmUndsson blaðamaður skrifar: as @dv.is miðvikudagur 11. mars 2009 3 Fréttir „Ég var í miðri vörn fyrir Íbúða- lánasjóð í mjög harðri snerru, um það bil sem ég var kosinn á þing vorið og sumarið 2007,“ segir Árni Páll Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Hann starfaði lengi sem lögmaður fyrir Íbúðalánasjóð, þar sem hann sérhæfði sig í evr- ópumálum, og hélt því áfram um skamman tíma eftir að hann varð þingmaður. Forstjóri Íbúðaláana- sjóðs segir að vegna sérþekkingar Árna Páls hjá sjóðnum hafi reynst nauðsynlegt að hann kláraði þau verkefni sem þá voru í gangi. Viðskiptabankarnir kærðu sjóðinn Árni Páll segir að Árni Magnús- son, þáverandi félagsmálaráð- herra Framsóknarflokksins, hafi árið 2003 óskað eftir áliti hans sem lögmanns í kjölfar þess að við- skiptabanarnir fóru að undirbjóða húsnæðislán Íbúðalánasjóðs. Bankarnir héldu þá fram að starf- semi Íbúðarlánasjóðs bryti gegn ríkisaðstoðarreglum EES-samn- ingsins. „Niðurstaða mín var sú að starfsemi sjóðsins stæðist þessar reglur,“ segir Árni Páll. Í framhaldinu var honum falið að vinna tilkynningu til Eftirlits- stofnunar EFTA (EES) fyrir þáver- andi ríkisstjórn. Sem kunnugt er kærðu viðskiptabankarnir starf- semi sjóðsins til ESA og hófst stöð- ugur málarekstur sem stóð með litlum hléum til október 2008 þeg- ar bankakerfið hrundi. Árni Páll segir að þá hafi öllum orðið end- anlega ljóst á hversu veikum mál- efnagrunni kröfur bankanna stóðu og hversu illa búnir þeir voru til að rækja hlutverk sem lánveitandi á íbúðalánamarkaði. Lauk störfum í árslok 2007 Árni Páll segir að síðustu greiðslur sem hann fékk frá Íbúðalánasjóði voru ferðakostnaður og laun vegna fundaferðar til Brussel í septemb- er 2007 að upphæð 158 þúsund. Auk þess sinnti hann rúmlega 180 klukkustunda vinnu fyrir sjóðinn seinni hluta ársins 2007 og fékk fyr- ir það greidda 1,5 milljón króna. Þar af voru tæplega 330 þúsund krónur, sem samsvarar vinnu fyr- ir 39,5 stunda vinnu eftir að þing kom saman 1. október 2007. „Frá árslokum 2007 hef ég ekki unnið fyrir Íbúðalánasjóð, að öðru leyti en því að ég hef veitt forstjóra hans ókeypis ráð þegar hann hef- ur leitað til mín vegna einstakra vandamála sem upp hafa komið og tengjast mínum fyrri störfum,“ segir Árni Páll. Ekki hagsmunatengsl Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, lítur ekki svo á að um hagsmunatengsl hafi verið að ræða þótt Árni Páll hafi starfað fyr- ir sjóðinn eftir að hann var orðinn þingmaður. „Auðvitað getur svona lagað verið álitamál en ég álít það ekki vera svo í þessu tilfelli. Þarna var hann að klára verkefni sem tengdust hans sérfræðiþekkingu. Hann var auðvitað búinn að starfa hér í nokkur ár og var þarna að ljúka því starfi,“ segir hann. Guðmundur bendir á að mikil- vægt hafi verið fyrir Íbúðalánasjóð að starfsmaður með þekkingu á málefninu sinnti starfinu. Engar reglur eru um að þing- menn skuli ekki sinna öðrum störf- um meðfram þingmennskunni. Ráðgjafastörf síðasta sumar Þau verkefni sem hann hafði áður með höndum fyrir Íbúðalánasjóð voru falin erlendum lögmanni sumarið 2008. „Þá var óskað eft- ir því við mig af hálfu Íbúðalána- sjóðs og fjármálaráðuneytisins að ég myndi veita hinum erlenda lög- manni ráðgjöf eftir því sem hann teldi nauðsyn á enda þá ennþá mjög tvísýnt um örlög Íbúðalána- sjóðs. Ég aðstoðaði erlenda lögfræði- fyrirtækið með ráðgjöf, bréfaskrif- um, greiningum og undirbúningi funda að þessu leyti í september og október 2008. Heildarreikning- ur vegna þeirrar þjónustu og ferð- ar til Brussel vegna funda var 7.292 evrur,“ segir Árni Páll. Miðað við gengi Seðlabankans var evran 150 krónur um miðjan október. Greiðslurnar frá lögfræði- fyritækinu hafa því numið rúmri milljón. Árni Páll Árnason hélt áfram störfum hjá Íbúðalánasjóði um hríð eftir að hann settist á þing. Síðasta sumar þáði hann greiðslur fyrir ráðgjafastörf tengd sjóðnum fyrir á aðra milljón. Haustið áður fékk hann síðan tæpar tvær milljónir í laun frá sjóðnum. Þá var hann þegar starfandi þingmaður. Engar reglur eru um að þingmenn skuli ekki sinna öðrum störfum meðfram þingmennskunni. Áfram hjá Íbúðalánasjóði Árni Páll Árnason fékk tæpar tvær milljónir í laun frá Íbúðalánasjóði haustið 2007. Hann var kjörinn á þing þá um vorið. Mynd EggERt JóhannEsson „Auðvitað getur svona lagað verið álitamál en ég álít það ekki vera svo í þessu tilfelli.“ FÉKK MILLJÓNIR Í AUKAGREIÐSLUR ERLa hLynsdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is kaUPÞing borgað út 85,3 % taP 14,7 % LÍfEyRissJóðUR Landsbankans fJÁRfEsti Í sJóði Eigin banka Hlutfall peningamarkaðsbréfa* Líf 1 31,7% Líf 2 25,9% Líf 3 18,3% Líf 4 20,1% Heildartap á sjóðnum: 2,75 milljarðar *Hlutfall heildareigna Íslenska lífeyrissjóðsins eftir sparnað- arleiðum í peningamarkaðssjóði Landsbankans Mótmæli Í kjölfar bankahrunsins dundu mótmæli á Landsbankanum og var krafist brottvikningar þáver- andi bankastjóra, Elínar sigfúsdóttur. „Ég veit ekki um hvað málið snýst. Fjármála- eftirlitið eða sérstak- ur saksóknari verður að svara fyrir það hvað hann er að skoða,“ Bankastjórarnir sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, voru yfirmenn stjórnenda eignastýringar sem höfðu umsjón með lífeyrissjóðunum. Hér yfirgefa þeir ráðherrabústaðinn eftir fund með yfirvöldum við bankahrunið síðasta haust. Mynd sigtryggur ari Jóhannsson davíð harðarson davíð var framkvæmdastjóri yfir lífeyrissjóðunum sem fjármálaráðherra skipaði umsjónarmenn yfir. Brotum vísað til saksóknara Brotum lífeyrissjóðanna hefur verið vísað til Ólafs Þórs Hauks- sonar, sérstaks saksóknara. 11. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.