Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 18. Mars 2009 21Fókus á miðvikudegi Franskur strætó á Ferðinni Hin árlega vika franskrar tungu stendur nú yfir. Í gær hófust strætó- ferðir hins svokallaða frönskustrætós í grunnskóla borgarinnar. Í dag mun strætóinn svo stoppa í Norðlingaskóla og Víkurskóla, 18. mars verður hann við Melaskóla og 19. við Landakotsskóla og Hlíðaskóla. Þema vikunnar er „Morgundagurinn“ en ýmislegt skemmtilegt verð- ur á dagskrá svo sem ljóðakeppni og ljósmyndasýning. Þríleikur schmitts Bjartur gefur í dag út bókina Þrí- leikur um það sem enginn sér eftir Eric-Emmanuel Schmitt. Um er að ræða endurútgáfu á þremur neon- bókum í einni. Þær eru Óskar og bleikklædda konan, Herra Ibrahim og blóm Kóransins og Milarepa. Það er Guðrún Vilmundardóttir sem þýðir en bækurnar hafa ekki verið fáanlegar um langt skeið. Útgáfan er í tilefni af sýningu Borgarleikhússins á einleiknum Óskar og bleikklædda konan, í flutningi Margrétar Helgu Jóhannsdóttur. ókeypis perlur Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur bjóða á hádegis- tónleika í hádeginu á föstudag. Tónleikarnir fara fram á Kjar- valsstöðum en klassískur léttleiki verður í fyrirrúmi. Tónleikarn- ir bera yfirskriftina Klassískar perlur en meðal annars verður leikið stef úr Töfraflautu Mozarts og Czardas Montis. Tónleikarnir eru um 40 mínútur að lengd og munu tónlistarmennirnir sjálfir kynna verkin sem leikin verða. Tónleikarnir fara fram í Kjarvals- salnum og geta gestir því notið verka hans um leið og þeir hlýða á ljúfa tóna. aFmælis- tónleikar atla Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur á fimmtudaginn afmælistónleika til heiðurs Atla Heimi Sveinssyni. Atli Heimir hefur verið eitt virtasta og afkastamesta tónskáld Íslands svo áratugum skiptir. Á tónleikunum hljóma tvö af hans merkustu hljóm- sveitarverkum frá fyrri tíðm Flautu- konsert og Hreinn: Gallerí SÚM. Svissneski hljómsveitarstjórinn Baldur Brönnimann stjórnar tón- leikunum en sérstakur gestur á þeim er Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari. Tónleikarnir eru haldnir í Háskóla- bíói og hefjast klukkan 19.30. David Kepesh (Ben Kingsley) er kúltíveraður menningarfrömuður, rithöfundur, gagnrýnandi og kenn- ari á sviði textaskrifa af ýmsu tagi. Hann veltir fyrir sér samskiptum kynjanna með skeptiskum augum hins fráskilda og frábitna á gamals aldri. Hann heillast skyndilega af Consuelu, ungum nemenda sínum sem hrærir upp í honum meira en góðu hófi gegnir. Sviptivindar eru snöggir í ástum og sambandið fer frá kynferðislegri hlutdeild yfir í einingu sem inni- ber meira. Afbrýðisemi er stór hluti af mörgum góðum ástarsögum en fleiri hlutir fylgja í kjölfarið sem eru öllu óhefðbundnari. Hvernig verða til dæmis fyrstu kynni Davids og fjölskyldu Consuelu þegar hann er eldri en flestir í boðinu? Samræður Davids og trúnaðar- vinar hans George (Dennis Hopper) sýna heilabrotin skýrt og skilmerki- lega. David bendir Consuelu á hve flott brjóst hennar séu og það fáum við staðfest að er alls engin lygi. Leikarar standa sig vel og margar senur eru vandlega flottar. „Kynlíf er hefnd fyrir allt það sem bugaði þig í lífinu“ er þungavigtarlína í annars of löngum samræðum. Þær fara sæmilega langt með mann en skortir dýpt skáldsögutexta sem væri viðeigandi í jafnskáldlega uppbyggðri mynd. Myndin er nefni- lega unnin upp úr sögu Philip Roth, „The Dying Animal“. Myndin magn- ast upp eftir því sem dramað eykst og það líður að uppgjöri tilfinninga, losta, aldurs og ábyrgðar. Elegy er hreinskilin mynd um menningarvita á gamals aldri ást- föngnum á skjön við kynslóðabil. En að hætti New York-búa fer hún of mikið út í persónulegar krísur naflaskoðandi dramadrottninga allt þar til alvöru vandamál knýja dyra. Ég held að það hafi ekki ver- ið ætlunin að manni liði eins og það væri rosalega sorglegt að verða gamall. Fólk sem þekk- ir það skilgreinir það ekki sem vandamál að fá hár í eyrun svo lengi sem það heldur sæmi- legri heilsu. Erpur Eyvindarson ElEgy Leikstjórn: isobel Coixet Aðalhlutverk: Penélope Cruz, Ben kingsley, Patricia Clarkson, Peter sarsgaard, dennis Hopper, deborah Harry kvikmyndir Fiðringur á gráu svæði Það eru allavega tvö ár síðan fyrsta ljósmyndin úr Killzone 2 birtist á net- inu. Ég hlóð henni niður og setti á tölvuskjáinn minn. Nördalegt. Síðan þá hef ég uppgötvað sjálfan mig upp á nýtt átta sinnum, grátið yfir hand- boltaleikjum, grátið yfir visakorti og kreppt hnefann að háloftunum. En Killzone datt í hús fyrir nokkrum vikum og ég hef varla fundið fyr- ir kreppunni síðan. Hér er um há- klassaskotleik að ræða og allt til fyrir- myndar. Gerðarlegur gaukur eins og Þór Magnússon búfræðingur myndi segja. Um efni leiksins þarf kannski ekkert að tíunda, Killzone 2 er líklega fyrsti leikurinn sem er auglýstur eins og kvikmynd á Íslandi, með tilheyr- andi stiklum og heilsíðu auglýsingum. Allavega þá gerist leikurinn í nánustu framtíð og stríð við hina óhugnanlegu Helgast er skollið á, eins og aðdáend- ur fyrri leikja væntanlega þekkja. Úr verður svo hrottalegur hasar, þar sem maður fylgist með frá fremstu viglínu. Það síðasta sem maður vill gera er að útmála stríð sem eftirsóknarverðan hlut, en ef ekki í tölvuleikjum, hvar þá? Hér er allt á milljón, kúlur fljúg- andi, öskrandi Helgast sem minna mjög mikið á Nasista, sem er frábært. Bókstaflega allt í gangi. Grafíkin er sturluð, stýringar toppurinn, þó að allt six-axis kerfi þurfi allsherjar aðhlynn- ingu, svona almennt. Svo þegar sag- an klárast tekur við einhver skemmti- legasta og feitasta netspilun sem um getur. Netspilun sem hefur neikvæð- ari félagsleg áhrif heldur en nánast hvaða fíkniefni sem er. Killzone ég elska þig og þú elskar mig. Dóri DNA Einn sá gerðarlegasti Elegy reynsluboltarnir Ben kingsley og dennis Hopper leika í myndinni. Penélope Cruz Leikur Consu- elu Castillo í myndinni. KillzonE 2 Tegund: skotleikur Spilast á: Ps3 tölvuleikir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.