Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Blaðsíða 17
„Ferðalagið var langt en nokkuð
þægilegt. Lítið hægt að kvarta yfir
því,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands í
handbolta, Guðmundur Þórður Guð-
mundsson, þegar DV náði í skottið á
honum er landsliðið var að detta inn á
hótelið í Skopje í Makedóníu. Íslenska
liðsins bíður þriðji leikjurinn í sínum
riðli í undankeppni heimsmeistara-
mótsins gegn Makedóníu í kvöld.
Ísland mætti einmitt Makedón-
íu í leikjum um sæti á síðasta heims-
meistaramóti síðasta sumar. Ísland
vann með sex marka mun heima en
náði þar ekki að yfirstíga átta marka
sigur Makedóna í fyrri leiknum. Ís-
lenska liðið hafði stuttu áður unnið
sér inn sæti á Ólympíuleikunum en
martraðarhöllin í Skopje varð íslenska
liðinu ofviða.
Afar stuttur undirbúningur
Strákarnir okkar fá ekki langan tíma
til að ná úr sér flugþreytunni en þeir
lentu í gærdag og leikurinn er í kvöld.
Liðið kom saman á sunnudaginn
í Þýskalandi og náði Guðmundur
nokkrum æfingum þar áður en hald-
ið var til Makedóníu. „Þetta er afar
stuttur undibúningur. Það er því mið-
ur ekkert við því að gera en við verð-
um bara að gera það besta úr þessu,“
sagði Guðmundur við DV í gær.
„Þetta er mjög erfitt verkefni.
Mjög svo. Jafntefli í sjálfu sér væri frá-
bær úrslit,“ viðurkenndi Guðmundur
en það hjálpar íslenska liðinu ekk-
ert lítið að hið lágt skrifaða eistneska
lið stal stigi af Makedónum í rimm-
um þeirra. Ísland gjörsigraði Belgíu
og gerði jafntefli við Noreg í sínum
fyrstu leikjum og á, fyrir utan „auð-
veldu“ leikina gegn Belgíu og Eist-
um, heimaleiki eftir gegn Makedón-
um og Noregi.
Lemstrað lið
Í silfurlið Íslands vantar ennþá Alex-
ander Petterson og Ólaf Stefánsson en
góðu fréttirnar eru þó að Snorri Steinn
Guðjónsson er kominn aftur í hópinn
þótt hann sé tæpur. „Snorri getur lítið
æft en hann getur þó spilað leikina,“
sagði Guðmundur um leikstjórnand-
ann mikilvæga. Þá sagði Guðmundur
einnig að skyttan efnilega úr Hauk-
um, Sigurbergur Sveinsson. væri að
kljást við einhver eymsli í baki.
Fréttirnar voru svo ekki góðar
eftir að Guðmundur tilkynnti nítj-
án manna hóp sinn en hvorki Einar
Hólmgeirsson né Logi Geirsson verða
með íslenska liðinu í þessum tveimur
leikjum og Logi verður frá langt fram á
sumarið. „Þetta hjálpar okkur auðvit-
að ekkert en við þurfum bara að gera
okkar besta. Það er auðvitað allt hægt
í þessu þótt þetta verði rosalega erfitt,“
sagði landsliðsþjálfarinn, Guðmund-
ur Guðmundsson.
martraðarhöllin
Miðvikudagur 18. Mars 2009 17Sport
duxbury fundaði á íslandi scott duxbury, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeild-
arliðsins West Ham sem Björgólfur guðmundsson á, var hér á landi um síðustu helgi að funda
um framtíð félagsins. Funduðu duxbury og Björgólfur stíft á heimili Björgólfs við vesturbrún
í reykjavík. Björgólfur er að reyna að selja félagið og vill fá 250 milljónir punda fyrir eða rúma
fjörutíu milljarða króna. Þegar hann keypti West Ham borgaði hann 104 milljónir punda eða
rúma 17 milljarða fyrir það. West Ham sættist í fyrradag við sheffield united um greiðslu vegna
Tevez-málsins svokallaða og var haldið að því væri loks lokið. Það breyttist svo í gær þegar fyrr-
verandi þjálfari sheffield united, Neil Warnock, sagðist ætla að sækja tekjumissi sinn til West
Ham í gegnum réttarkerfið en svo virðist sem Tevez-málinu sé allt annað en lokið.
George Burley, landsliðsþjálfari Skot-
lands, tilkynnti í gær tuttugu og sex
manna hóp sem mætir Hollandi og
Íslandi í undankeppni heimsmeist-
aramótsins í næstu viku. Skotar mæta
Hollendingum á miðvikudaginn eft-
ir viku og svo íslenska landsliðinu í
Skotlandi þremur dögum síðar. Dýr-
asti markvörður Bretlandseyja, Cra-
ig Gordon sem leikur, eða leikur ekki,
þessa dagana með Sunderland í ensku
úrvalsdeildinni, gæti verið í byrjun-
arliði Skota þrátt fyrir að hafa aðeins
leikið einn leik á árinu 2009.
„Það er frábært að hann [Gordon]
sé kominn í toppstand. Þetta hef-
ur verið erfitt tímabil fyrir hann því
hann varð fyrir slæmum meiðslum
síðasta sumar. Svo kom hann aftur
of snemma og var aftur frá í aðra tvo
mánuði. Þó hann sé heill núna hefur
hinn markvörðurinn hjá Sunderland
staðið sig vel og því haldið sæti sínu,“
sagði Burley í gær.
„Ég er með þrjá frábæra markverði
og Allan McGregor sýndi gegn Argent-
ínu að hann getur keppt við þá bestu.
En það er ekki útilokað fyrir neinn að
komast í byrjunarliðið. Menn verða
bara að vera í góðu standi og í því er
Gordon svo sannarlega,“ sagði George
Burley. tomas@dv.is
George Burley valdi landsliðið sem mætir Íslandi:
gordon gæti byrjað gegn íslandi
jón Þorgrímur
hættur
„Nú er maður alhættur í boltanum.
Loksins,“ sagði vængmaðurinn Jón
Þorgrímur stefánsson við dv í gær
en hann hefur lagt skóna á hilluna
og verða Framarar því án þessa
kræfa kantmanns í baráttunni næsta
sumar. Hann flyst nú til Noregs þar
sem hans bíður nýtt og spennandi
starf. Jón Þorgrímur gekk í raðir
Fram frá Hk og skoraði í sínum fyrsta
leik gegn Fylki en fór síðar út af
meiddur. Þegar hann kom svo aftur
til leiks lenti hann í ruddalegri
tæklingu í leik gegn Fjölni og
brotnaði á fæti. Hann spilaði ekkert
meira í Landsbankadeildinni eftir
það og mun ekki fara inn á
knattspyrnuvöllinn aftur.
„Maður er að fara til Noregs út af
góðu atvinnutækifæri. Þarna er ég
að fara vinna við mitt áhugasvið sem
tölvunörd,“ sagði Jón við dv en
hann hefur störf hjá vefhönnunar-
fyritækinu Opera. „Það er virkilega
spennandi að fara vinna hjá Opera.
Leiðinlegt samt sem áður að hætta í
boltanum á þennan hátt. Eyða
tímabilinu upp í stúku á hækjum,
fótbrotinn. Mesta syndin er samt sú
að pabbi náði bara að sjá son sinn
spila í tuttugu mínútur í Fram-
búningnum. Þessu var ekki ætlað að
verða en ég náði þó að skora eitt
mark fyrir gamla í þessum búningi,“
sagði Jón Þorgrímur stefánsson.
tomas@dv.is
sigrar telja
- ekki stig
róttækar breytingar voru gerðar á
keppnisfyrirkomulagi í Formúlu 1 í
gær þegar ákveðið var að sá
ökumaður sem vinnur flestar
keppnir framvegis verði heimsmeist-
ari en ekki sá sem hlýtur flest stigin.
gerist það að tveir ökumenn vinni
jafnmargar keppnir mun gamla og
góða stigakerfið skera úr um hver er
sigurvegarinn. Eins er stigakerfið
notað til að raða í öll önnur sæti fyrir
utan heimsmeistarann. sigurvegari
hverrar keppni fær tíu stig, annað
sætið gefur átta, þriðja sex stig og
svo koll af kolli eftir það.
Það var Formúlu 1-einráðurinn
Bernie Ecclestone sem kom með
þessa tillögu en annarri tillögu hans
um að verðlauna sigurvegarann með
medalíu sem svipar til þeirrar sem
veitt er á ólympíuleikum var hafnað.
Þessi nýja regla verður væntanlega
ekkert lítið á milli tannanna á
Formúlu-spekingum á næstunni en
staðreyndin er sú að hefði þessi regla
verið í gangi á síðasta tímabili væri
Lewis Hamilton ekki ríkjandi
heimsmeistari. Hann vann fimm
keppnir en Felipe Massa á Ferrari sex.
Hætt er við að keppnin verði
hreinlega búin mjög snemma á
árinu. verði einhver ökumaður í
frábæru formi á fyrri hluta
tímabils gæti hann verið
búinn að klára mótið
áður en það er ríflega
hálfnað. vinni
einhver ökumaður
kannski sjö fyrstu
keppnirnar getur hann
klesst á vegg það sem
eftir er í fyrstu beygju,
fengið sér einn kaldan og
beðið eftir að
heimsmeistaratitill-
inn verði hans.
uMsJóN: TóMas Þór ÞórðarsON, tomas@dv.is / sport@dv.is
hóPurinn
Markverðir: gordon (sunderland),
Mcgregor (rangers), Marshall
(Norwich).
Varnarmenn: alexander (Burnley),
Barr (Falkirk), Berra (Wolves), Broadfoot
(rangers), Caldwell (Celtic), Hutton
(Tottenham), Mcallister (Bristol City),
McManus (Celtic), Naysmith (sheffield
united), Weir (rangers).
Miðjumenn: Brown (Celtic), Commons
(derby), Ferguson (rangers), Fletcher
(Manchester united), Hartley (Celtic),
Morrison (West Brom), rae (Cardiff),
Teale (derby).
Framherjar: Clarkson (Motherwell),
Fletcher (Hibernian), iwelumo
(Wolves), McCormack (Cardiff), Miller
(rangers).
Á góðri stundu Níu milljóna punda
markvörðurinn situr nú á tréverkinu hjá
sunderland. Mynd Getty IMAGes
staðan
1. Noregur 4 3 1 0 136:109 27 7
2. Ísland 2 1 1 0 71:52 19 3
3. Makedónía 2 1 1 0 59:50 9 3
4. Eistland 4 1 1 2 104:116 -12 0
5. Belgía 4 0 0 4 98:141 -43 0
Íslenska landsliðið á fyrir höndum gífurlega erfiðan leik í kvöld gegn Makedóníu
ytra í undankeppni Evrópumótsins. Makedónía komst á síðasta heimsmeistaramót á
kostnað Íslendinga en grunnurinn að sigrinum þar var lagður í hinni gífurlega erfiðu
íþróttahöll í Skopje þar sem erfitt er fyrir nokkurt lið að sækja sigur.
bíður strákanna
tÓMAs ÞÓR ÞÓRÐARsOn
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Fögnuður Það tók á að sjá Makedóna
fagna sæti á heimsmeistaramótinu í
Laugardalshöll síðasta sumar.
sársvekktir Ásgeir Örn Hallgrímsson
er einn af fáum lykilmönnum Íslands
sem eru algjörlega heilir heilsu.
Mynd AMe